Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.2010, Side 56

Frjáls verslun - 01.07.2010, Side 56
56 F R J Á L S V E R S L U N • 7 . T B L . 2 0 1 0 Fagmennska í vali á starfsmönnum INTELLECTA Intellecta er tíu ára gamalt sjálfstætt þekk ingarfyrirtæki með áherslu á þróun og innleiðslu lausna sem skila ár angri fyrir viðskiptavini. Fyrirtækið starfar á þremur meginsviðum; rekstrarráðgjöf, ráðningum og rannsóknum. Ráðgjafar Intellecta, Ari Eyberg og Torfi Markússon, hafa starfað í mörg ár við ráð­ gjöf og ráðningar auk þess að hafa unnið sem starfsmannastjórar fyrirtækja í ólíkum atvinnugreinum: „Mikil reynsla og færni er fyrir hendi sem nýtist til vinnu með viðskiptavinum að öllum málum sem snúa að ráðningum og öðrum þáttum er tengjast mannauði fyrirtækja. Hjá Intellecta er lögð mikil áhersla á faglegt hæfnismat við mat á ein­ staklingum. Við viljum vera valkostur þeirra sem vilja vanda til verka við ráðningar og ráðn ingaferlið í heild. Það er aukin og vaxandi krafa um að fagmennska í valferli sé tryggð og allt okkar starf miðast við að uppfylla ströngustu kröfur í þeim efnum. Aukin þjónusta í ráðningum Áherslusvið okkar eru stjórnenda­ og lykil ­ mannaráðningar, háskólamenntaðir sér­ fræð ingar og upplýsingatæknigeirinn frá a­ö. Einnig býður Intellecta viðskiptavinum sínum að sjá um ráðningar í öll almenn skrif stofustörf. Þá mun fyrirtækið annast beina leit lykilstjórnenda eins og verið hefur. Í þeim tilgangi að efla þjónustuna við þá sem vilja vera á skrá hjá Intellecta hefur fyrirtækið tekið í notkun nýtt og fullkomið ráðningakerfi. Nýjungar í því lúta m.a. að notendaviðmóti og gegnsæi upplýsinga. Allir sem eru í gagnagrunni okkar hafa fullan aðgang að sínum gögnum, svipað og fólk hefur í heimabankanum. Þeir sem eru skráðir hjá okkur geta breytt gögnum sínum sjálfir og bætt við þau, ásamt því að sjá alla samskiptasögu sína við fyrirtækið. Við teljum að enginn keppinautur okkar bjóði slíkar lausnir. Býður virðisaukandi ráðgjöf á mannauðssviði Þar má nefna uppbyggingu starfs manna­ stefnu, innleiðingu og framkvæmd frammi­ stöðumats og starfsmannasamtala, vinnu­ staðagreiningar og viðhorfskannanir, aðferðir við úrlausn samskipta og ágreiningsmála, ráðgjöf til stjórnenda vegna uppsagna, upp byggjandi ráðgjöf til starfsmanna sem hefur verið sagt upp o.fl. Þessi verkefni eru unnin í samvinnu við Þórð S. Óskarsson, fram kvæmdastjóra Intellecta, sem er með doktorspróf í vinnu­ og skipulagssálfræði og svo, eftir þörfum, með öðrum ráðgjöfum fyrirtækisins sem eru menntaðir í verkfræði, fjármálum og sálfræði og búa allir að áratuga reynslu í ráðgjöf.“ „Það er aukin og vaxandi krafa um að fagmennska í valferli sé tryggð og allt okkar starf miðast við að uppfylla ströngustu kröfur í þeim efnum.“ Torfi Markússon, Ari Eyberg og Þórður S. Óskarsson hjá Intellecta.

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.