Frjáls verslun - 01.07.2010, Blaðsíða 60
60 F R J Á L S V E R S L U N • 7 . T B L . 2 0 1 0
Frumkvöðla- og nýsköpunarsamfélagið Ásbrú
KADECO
Ásbrú er stórt frumkvöðla og nýsköp unarsamfélag sem rekið er af Þró unar félagi Keflavíkurflugvallar í sam
starfi við nokkra aðila, þar á meðal Nýsköp
unarmiðstöð Íslands, Keili o.fl.
Uppbygging á sviði orku,
samgangna og heilsu
Að sögn Kjartans Þórs Eiríkssonar, fram
kvæmdastjóra KADECO, er mikið húsnæði
á Ásbrú og landrými sem nýtist mjög vel
fyrir ný verkefni og frumkvöðlastarfsemi:
„Frumkvöðlasetur hýsir minni frum kvöðla
fyrirtæki og fyrirtækjahótel hýsir mörg lengra
komin fyrirtæki. Þá eru mörg fyrirtæki með
aðsetur í mismunandi fasteign um á svæðinu.
Á meðal spennandi frum kvöðlafyrirtækja
á Ásbrú má nefna Gagnavörsluna sem
býður fyrirtækjum upp á alhliða lausnir í
gagnamálum.
Eftir að íslenska ríkið yfirtók eignir á gamla
varnarsvæðinu var farið í greiningarvinnu á
mögulegri uppbyggingu svæðisins. Í kjöl farið
var ákveðið að leggja áherslu á uppbygg ingu
þriggja þekkingarklasa á sviði orku, sam gangna
og heilsu. Í dag ber svæðið heitið Ásbrú –
samfélag frumkvöðla, fræða og atvinnu lífs.
Fullkomið orkurannsóknarsetur
Heilsuþorpið Ásbrú er stærsti klasinn í dag.
Þar hefur verið tekið á móti þúsundum gesta
til meðferðar og mun það aukast gríðarlega
á næstu árum í tengslum við ný verkefni,
t.d. sjúkrahús sem sérhæfir sig í aðgerðum
á heilsuferðamönnum auk verkefnis sem
tengist tannlækningum. Þá skipar Heilsu
skóli Keilis stóran sess í heilsutengdri menntun
og uppbyggingu á svæðinu.
Í orkumálum hefur verið byggt upp
fullkomið orkurannsóknarsetur hjá
Keili sem jafnframt býður upp á nám í
orkutæknifræði. Þá eru á Ásbrú spennandi
fyrirtæki í orkutengdri uppbyggingu, m.a.
HBT sem er með spennandi orkulausnir
og selur þær þegar á alþjóðavísu. Gagnaver
Verne Global er stærsta verkefnið á Ásbrú
en heildarfjárfestingin á bak við gagnaverið
er metin á 87 milljarða. Hvað varðar sam
gönguklasa snýst upp bygg ingin um öfluga
flugakademíu á vegum Keilis og fram tíðar
áætlanir um vöruflutningamiðstöð tengda
Kefla víkur flug velli og samþættingu við skipa
flutninga. Þau verkefni verða unnin í góðu sam
starfi við sveitar félög á svæðinu og Keili.“
„Í kjölfarið var ákveðið að leggja
áherslu á uppbyggingu þriggja
þekkingarklasa á sviði orku,
samgangna og heilsu.“
Kjartan Þ. Eiríksson, framkvæmdastjóri Kadeco.
Við dönsum ballett
í skotfærageymslum
www.asbru.is
Menntun » Nýsköpun » Heilsa » Orka » Lífsgæði » Samgöngur
Á Ásbrú breytist flugskýli í kvikmyndaver, kirkja
í skrifstofu og hernaðarmannvirki fá borgaralegt
hlutverk. Skotfærageymslan var upplögð fyrir
listdansskólann – þar er Bryn Ballett Akademían
með blómlega starfsemi og krúttlega nemendur.
Við breytum hlutunum á Ásbrú! www.bryn.is