Frjáls verslun - 01.07.2010, Qupperneq 67
F R J Á L S V E R S L U N • 7 . T B L . 2 0 1 0 67
Ferðavernd býður einstaklingum upp á bólusetningar vegna ferðalaga og dvalar er lendis. Að sögn Evu Ýrar Gunn laugs dóttur, hjúkrunar fræð ings
hjá Vinnuvernd, er þjónustan rekin undir
merkjum Ferðaverndar og er í um sjón
Helga Guðbergssonar læknis, sem býr yfir
mikilli reynslu og þekkingu á þessu sviði.
„Öll viljum við vera frísk á ferðalögum
og eftir ferðir. Til að það takist er nauð
synlegt að þekkja helstu áhættuþætti og
láta bólusetja sig gegn sjúkdómum sem
landlægir eru á ýmsum svæðum, einkum
í þróunarlöndum. Ferðalangar þurfa að
undirbúa að koma í veg fyrir ýmsa kvilla
svo sem matarsýkingar, flugnabit og há
fjallaveiki og hafa meðferðis viðeigandi lyf
eins og t.d. lyf gegn malaríu, sýklalyf og lyf
við hæðarveiki.
Þjónustan
Lögð er áhersla á að sníða þjónustuna
að þörfum hvers og eins, hvort heldur er
vegna skemmtiferða, íþrótta, náms eða
ráðstefnuferða, viðskiptaferða eða annarra
vinnuferða. Sömuleiðis þegar um lengri
dvöl er að ræða vegna skólavistar, þróunar
eða hjálparstarfs, friðargæslu, vinnu eða
starfsemi fyrirtækja í útlöndum, svo
eitthvað sé nefnt.
Upplýsingar má einnig finna á heima
síðunni www.ferdavernd.is.
Tímapantanir vegna bólusetninga eru
í síma 535 7700 og fara þær fram í
Læknasetrinu í Mjódd.“
Lögð er áhersla á að sníða
þjónustuna að þörfum hvers
og eins, hvort heldur er
vegna skemmtiferða, íþrótta,
náms eða ráðstefnuferða,
viðskiptaferða eða annarra
vinnuferða. Sömuleiðis þegar
um lengri dvöl er að ræða
vegna skólavistar, þróunareða
hjálparstarfs, friðargæslu,
vinnu eða starfsemi fyrirtækja
í útlöndum
Ferðavernd – bólusetningar ferðalanga
FERÐAVERND
Eva Ýr Gunnlaugsdóttir, hjúkrunarfræðingur Vinnuverndar.