Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.2010, Page 67

Frjáls verslun - 01.07.2010, Page 67
F R J Á L S V E R S L U N • 7 . T B L . 2 0 1 0 67 Ferðavernd býður einstaklingum upp á bólusetningar vegna ferðalaga og dvalar er lendis. Að sögn Evu Ýrar Gunn laugs ­dóttur, hjúkrunar fræð ings hjá Vinnuvernd, er þjónustan rekin undir merkjum Ferðaverndar og er í um sjón Helga Guðbergssonar læknis, sem býr yfir mikilli reynslu og þekkingu á þessu sviði. „Öll viljum við vera frísk á ferðalögum og eftir ferðir. Til að það takist er nauð­ synlegt að þekkja helstu áhættuþætti og láta bólusetja sig gegn sjúkdómum sem landlægir eru á ýmsum svæðum, einkum í þróunarlöndum. Ferðalangar þurfa að undirbúa að koma í veg fyrir ýmsa kvilla svo sem matarsýkingar, flugnabit og há ­ fjallaveiki og hafa meðferðis viðeigandi lyf eins og t.d. lyf gegn malaríu, sýklalyf og lyf við hæðarveiki. Þjónustan Lögð er áhersla á að sníða þjónustuna að þörfum hvers og eins, hvort heldur er vegna skemmtiferða, íþrótta­, náms­ eða ráðstefnuferða, viðskiptaferða eða annarra vinnuferða. Sömuleiðis þegar um lengri dvöl er að ræða vegna skólavistar, þróunar­ eða hjálparstarfs, friðargæslu, vinnu eða starfsemi fyrirtækja í útlöndum, svo eitthvað sé nefnt. Upplýsingar má einnig finna á heima­ síðunni www.ferdavernd.is. Tímapantanir vegna bólusetninga eru í síma 535 7700 og fara þær fram í Læknasetrinu í Mjódd.“ Lögð er áhersla á að sníða þjónustuna að þörfum hvers og eins, hvort heldur er vegna skemmtiferða, íþrótta­, náms­ eða ráðstefnuferða, viðskiptaferða eða annarra vinnuferða. Sömuleiðis þegar um lengri dvöl er að ræða vegna skólavistar, þróunareða hjálparstarfs, friðargæslu, vinnu eða starfsemi fyrirtækja í útlöndum Ferðavernd – bólusetningar ferðalanga FERÐAVERND Eva Ýr Gunnlaugsdóttir, hjúkrunarfræðingur Vinnuverndar.

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.