Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.2010, Síða 46

Frjáls verslun - 01.07.2010, Síða 46
46 F R J Á L S V E R S L U N • 7 . T B L . 2 0 1 0 Tölvuský á himni Eiríkur Hrafnsson hjá tölvuskýinu GreenQloud: Tölvuský er þjónusta þar sem hver sem er getur leigt í sjálf s -afgreiðslu tölvubúnað, geymslupláss og þess háttar án nokk-urs stofnkostnaðar og aðeins borgað fyrir það sem hann nýtir á hverjum klukkutíma,“ segir Eiríkur Hrafnsson en hann stendur að þessum sprota ásamt félaga sínum Tryggva Lárussyni. Tilgangurinn er að fyrirtæki geti sparað fé og stækkað eða minnkað tölvubúnað sinn hratt og eftir þörfum og án skuldbindinga. Hugmyndin kviknaði, að sögn Eiríks, eftir hrunið. Þeir félagar höfðu unnið við þróun frjáls hugbúnaðar – open source – í áratug og sáu tækifæri í því að nýta þá þekkingu og sér- stöðu Íslands sem er gnótt af hreinni orku og góð nettenging til bæði Ameríku og Evrópu. Tölvu- og samskiptageirinn ber að sögn á ábyrgð á 2% af útblæstri gróðurhúsalofttegunda og stefnir í að verða einn af stærstu meng - unar völdunum fyrir árið 2020 vegna hraðrar stækkunar inter nets- ins. Þar bera tölvuskýin höfuðábyrgðina því þau vaxa fimm sinnum hraðar en aðrir hlutar geirans og fyrirtækin á bak við þau eltast við að kaupa sem ódýrasta orku og hunsa umhverfisþáttinn – nema aðar ódýrar og umhverfisvænar lausnir bjóðist. Tveggja ára vinna Síðustu tvö árin hafa þeir Eiríkur og Tryggvi unnið markvisst að þróun hugbúnaðar Greenqloud. Fyrirtækið var þó ekki stofnað opin berlega fyrr en í byrjun árs 2010 þegar það hafði tryggt sér rekstrarfjármagn. Í dag vinna átta starfsmenn hjá fyrirtækinu og stefnan er að fjölga þeim í tuttugu á næsta ári. „Við stefnum að því að opna tölvuskýið fyrir lokuðum hópi í des- ember á þessu ári og almenningi á fyrri hluta næsta árs,“ segir Eiríkur. „Við höfum verið að safna skráningum í þennan lokaða hóp í nokkra mánuði og höfum fengið mun fleiri skráningar en við bjuggumst við hvaðanæva úr heiminum.“ Markaðsstarf GreenQloud beinist að Bandaríkjunum og Íslandi og almennt á netinu. GreenQloud hefur til dæmis verið valið í hóp „heitustu“ sprotafyrirtækja í heimi á sviði skýjaþjónusta hjá vefmiðlinum GigaOm.com auk þess sem það hlaut styrk úr tækni- þróunarsjóði. Fólk iðjulaust í bönkunum „Það erfiðasta til þessa hefur verið að fá góða forritara fyrir þau kjör sem við getum boðið þeim,“ segir Eiríkur. „Það þarf að gera átak í því að mennta fleira fólk í hugbúnaðargerð hér á landi og styðja betur fjárhagslega við sprotafyrirtækin til að þau þurfi ekki að flytja úr landi. Eiríkur fullyrðir að bankarnir haldi niðri nýsköpun í landinu með því að borga enn of há laun til tæknifólks og halda úti allt of stórum tölvudeildum. „Þarna er fólk sem gæti virkilega gert góða hluti fyrir land og þjóð ef hugarafli þess væri sleppt lausu,“ segir Eiríkur. „Með fjölgun tæknisprotafyrirtækja yxi einnig eftirspurn eftir viðskiptamenntuðu fólki og það myndi vinna hratt á atvinnuleysinu í landinu.“ Eiríkur grætur því ekki hrun bankanna. „Í heildina litið hefur banka- hrunið reynst lán frekar en ólán,“ segir hann. Hann segir jafnframt að þeir styrkir sem eru í boði séu of litlir og sjóðir, sem eru til staðar, fjárfesti í of fáum fyrirtækjum og munurinn á fjárfestingum sjóða sé of lítill. Þá fjárfesti enginn íslenskur sjóður til jafns við erlenda fjárfesta og því þurfi þessi sprotafyrirtæki að leita út fyrir landsteinana eftir fjármagni. Það feli þá hættu í sér að þau verði knúin til þess að flytjast af landi brott. „Í heildina litið hefur bankahrunið reynst lán frekar en ólán.“ Ský eru oft tengd við drauma. Tölvuskýið Green - Qloud er slíkur draumur tveggja tölvu manna. Eftir hrun hafa þeir látið draum sinn um um hverfisvænt tölvuský verða að veruleika. En hvað er tölvuský?
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.