Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.2010, Blaðsíða 44

Frjáls verslun - 01.07.2010, Blaðsíða 44
44 F R J Á L S V E R S L U N • 7 . T B L . 2 0 1 0 Brúa bilið milli nets og farsíma Þórarinn Stefánsson hjá Mobilitus: Þetta er hluti af þróun netsins. Kannanir sýna að yngra fólk notar farsíma eins og tölvur. Það á að vera hægt að gera allt það í farsíma sem annars var upphaflega hugsað fyrir tölvur. Þarna reka vinsældir netsins á eftir. Netsíður fyrir fjölmiðla, þjónustu og afþreyingu eru hannaðar á breiddina og fyrir mun stærri skjái en eru á farsímum. Að auki krefj- ast þessar síður oft hraðari tenginga en eru í farsímum. Þórarinn Stefánsson hjá Mobilitus orðar stöðuna í þessari grein svo að „gluggi tækifæranna sé þar galopinn“ og því að vonum mikil tækifæri ef menn rata á snjalla lausn. Það er hægt að nálgast vandamálið frá báðum endum. Annars vegar að láta farsímana breyta síðunum og uppröðun á þeim þannig að þær birtist aðgengilegar á litlum símaskjá. Hin aðferðin er að send andi síðunnar breyti henni þannig að hún passi í farsíma. Þetta er snúið mál því nú eru til 18.000 gerðir af farsímum og fjarri því að hugbúnaður þeirra sé staðlaður. Fótfesta í Bandaríkjunum „Við bjóðum lausnir þar sem netfyrirtækin laga síðurnar að farsím- unum,“ segir Þórarinn. Hugbúnaður Mobilitus er þegar kominn á markað og stærsti notandi hans er bandaríska netmiðasalan Ticket master, sem á dótturfyrirtæki um allan heim, og selur átta af hverjum tíu miðum á tónleika í heiminum. Þetta er dæmigerð þjónusta, sem yngra fólk leitar eftir í gegnum farsíma. Mobilitus þjónustar einnig brandaravefinn CollegeHumor, sem nýtur mestra vinsælda meðal skólafólks. Síðurnar verða að passa bæði fyrir tölvur og farsíma. Og nú er æ algengara að fólk leiti til dæmis uppi veitingahús í gegnum farsíma á netinu. Fyrir veitingahús er mikilvægt að hafa síður sem opnast í farsímum. Viðskiptahugmyndin að baki Mobilitus byggist á að bjóða upp á létt kerfi sem breytir síðunum hratt. Einnig eru í þróun lausnir fyrir smáfyrirtæki þar sem hver og einn getur sett upp síðu sjálfur. „Farsímavefir þeir sem Mobilitus rekur eru nú umfangsmeiri en nokkur íslenskur vefur,“ segir Þórarinn. Ríflega þrjár milljónir ein- staklinga nýttu sér farsímavefi frá Mobilitus í ágústmánuði. Í byrjun september kynnti tölvufyrirtækið Apple síðan nýja útgáfu af iTunes, sem beintengir miðasölu innan iTunes í iPhone og iPod við kerfi Mobilitus. Erfitt á Íslandi Þórarinn segir að fyrirtækið hafi verið stofnað árið 2007, í mestu góðærisbólunni þegar vaxtarmöguleikar sprota voru verri en nú. Núna sé mun auðveldara að fá hæft fólk. Fastráðnir starfsmenn eru orðnir sjö, bæði tæknimenn og markaðsfólk. Fjármagn var lengi vel aðeins sparifé eigendanna og launalaus vinna áður en tekjur fóru að berast. Síðan hefur komið fé frá tækni- þróunarsjóði til markaðssetningar, og hefur það komið í góðar þarfir að sögn Þórarins. Hins vegar segir hann að aðstæður á Íslandi séu ekki sérlega hag stæðar fyrirtæki sem vill ná langt á erlendum mörkuðum. Þrátt fyrir hrunið eru tölvufræðingar ekki á lausu og víða erlendis er fram- boð af hæfu fólki miklu meira. Gengi krónunnar og gjaldeyrishöft hafa ekki veruleg áhrif því tekj- urnar eru allar í erlendri mynt. „Til lengdar gengur auðvitað ekki að búa við ónýtan gjaldmiðil og aðra aðstöðu en keppinautarnir,“ segir Þórarinn. „Það er hugs- anlega enginn kostur við að vera á Íslandi og því fylgja aukaútgjöld vegna ferðalaga.“ Hann leggur áherslu á mikilvægi þess að hitta viðskiptavinina aug- litis til auglitis. Nýjasta tölvutækni leysir ekki þann vanda og það kostar til dæmis tvö til þrjú hundruð þúsund krónur að fara á fund á vesturströnd Bandaríkjanna. „Mér kæmi ekki á óvart þótt mörg fyrirtæki færu úr landi einmitt vegna þessara aðstæðna,“ segir Þórarinn. „Til lengdar gengur auðvitað ekki að búa við ónýtan gjaldmiðil og aðra aðstöðu en keppinautarnir.“ Tölvuskjáir eru breiðir en farsímar á lengdina. Þetta er vandamál þegar opna á netsíður í farsímum. Það er hörð samkeppni milli tölvu fyrir- tækja í heim inum um að brúa þetta bil. Íslenska hug búnaðarfyrirtækið Mobilitus hefur hellt sér út í þá samkeppni. TEXTI: GÍSLI KRISTJÁNSSON MYNDIR: GEIR ÓLAFSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.