Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.2010, Blaðsíða 43

Frjáls verslun - 01.07.2010, Blaðsíða 43
F R J Á L S V E R S L U N • 7 . T B L . 2 0 1 0 43 beint í nýsköpunarfyrirtækjum, því að þetta eru í eðli sínu áhættusamar fjárfestingar en geta verið mjög arðbærar, þess vegna er ég fylgjandi þeirri áhættudreifingu sem felst í fjárfestingu í gegnum sjóði. Að mínu mati ættu almennir fjárfestar að fjárfesta frekar í gegnum sjóði en í einstökum fyrirtækjum. Sjóðinn mætti síðan skrá á markað. Eggert: Ég hef ekki farið dult með þá skoðun mína að það eigi að nota skatta- afslætti til að hvetja til fjárfestinga í sprota- fyrirtækjum líkt og nýsamþykkt lög gera ráð fyrir. Hins vegar þarf að tryggja ákveðna upplýsingagjöf og áhættudreifingu í þessum viðskiptum. Þess vegna finnst mér að minnihluti þess fjármagns sem fjárfest er með þessum hætti eigi að koma beint frá einstaklingum til fyrirtækja, þeir eigi heldur að geta fjárfest í skráðum sjóðum sem uppfylla upplýsingaskyldu og dreifa áhættu. Gísli: Ég er efasemdamaður á slíkar hug - myndir og tel að reynslan af því sé ekki góð. Ég tel reyndar að Íslenska kaup höllin sé of lítil til að geta talist virkur mark aður og sé enn frekari vandkvæði fyrir þrengri markað. Upplýsingaaðgengi í sprotafyrirtækjum er mjög takmarkað fyrir fjárfesta sem ekki eru virkir í rekstrinum. Eina leiðin til að breyta því er að fyrirtækin stórauki upplýsingagjöf sína til fjárfesta sem ég tel að myndi hamla vexti og viðgangi svo lítilla fyrirtækja. Eitt- hvað í þessa veru er til erlendis, en jafnvel þá erum við að tala um fyrirtæki sem eru allstór á íslenskan mælikvarða. Hversu áhugaverðir og líklegir til árangurs eru þeir sprotar sem hafa verið að skjóta upp kollinum á síðustu árum? Hvað hamlar helst árangri? Baldur: Það má ekki gleyma því að allt tekur tíma og þau fyrirtæki sem oft er hamp að á Íslandi sem árangursríkum sprota fyrirtækjum, eins og Marel og Össur, eru í dag um 30 ára gömul. Öflug sprota- fyrirtæki eins og CCP, Marorka, Caoz og Mentor eru um áratugar gömul. Það mun líða talsverður tími þar til við sjáum hvort sprotar dagsins í dag skila raunverulegum árangri til lengri tíma. Ég hef hins vegar trú á því að bæði meðal yngri sprotanna, og ekki síður meðal þeirra sprotafyrirtækja sem lifðu af góðærið, séu mjög spennandi tækifæri á komandi árum. Öll þessi fyrir- tæki standa og falla með stjórnendum sínum og starfsfólki og því tel ég nægilegt framboð af hæfileikaríku fólki það mikil- vægasta fyrir framgang þeirra. Þar má tína til marga jákvæða punkta, t.d. aukna aðsókn í tæknigreinar í háskólum landsins og sífellt stærri hóp fólks sem hefur yfir áratugar reynslu af vinnu við sprotafyrirtæki. Hann fer sífellt stækkandi sá hópur fólks sem hefur unnið í sprotafyrirtækjum sem hafa náð glæsilegum árangri og mikilvægt að hann miðli af reynslu sinni, sérstaklega svokallaðir „raðfrumkvöðlar“ sem við sjáum sem betur fer æ meira af. Gísli: Sum þessara fyrirtækja eru mjög áhugaverð. Það virðist vera gat í nýliðun í kringum 2007, þannig að mjög stór hluti þeirra fyrirtækja sem við sjáum er mjög stutt kominn. Á móti kemur að þessi fyrir- tæki eru með betur unnin og þroskaðri viðskiptamódel. Ég þakka það meðal annars Innovit og Viðskiptasmiðju Klaks. Í dag er gríðarleg áskorun að búa til út - flutningsfyrirtæki á Íslandi. Hér er erfitt um fjármagn, umframeftirspurn eftir góðu fólki, sérstaklega meðal tölvunarfræðinga, og óstöðugt umhverfi. Á heildina litið skortir reynslu, fagmennsku og raunsæi í hóp frumkvöðla – stjórnendateymin eru einsleit frekar en blanda af ólíku fólki. Mér finnst jákvætt að sjá hvað mikið af mjög ungu fólki er að stofna fyrirtæki. Ég trúi því að þetta unga fólk verði raðfrumkvöðlar sem breyti þessari blöndu á nokkrum árum. Akkilesarhæll íslenskra fyrirtækja er og verður sölu- og markaðsmál. Þetta er nokkuð sem okkur virðist ekki í blóð borið og lítil virðing borin fyrir á Íslandi. Ég tel að mörg ný fyrirtæki hafi allt sem þarf til að klára þá vöru sem þau hyggjast bjóða en vinni eftir mjög ósannfærandi mark- aðsáætlun. Helga: Hér er mikið af frábærum fjár - festingatækifærum. Til okkar hjá Nýsköp - unarsjóði kemur mikið af mjög flottum erindum, enda fjárfestum við fyrir rúman milljarð árið 2009. Ég sé ekki betur en við náum nokkrum góðum fjárfestingum í ár. Í grundvallaratriðum held ég að það sé teymið á bak við fyrirtækið sem er mikilvægasti þátturinn í velgengni fyrirtækja. Ég held að það sé ekkert eitt atriði sem hamlar árangri. Það að byggja upp fyrirtæki er samspil margra mismunandi þátta og svo blandast jafnvel heppni og tímasetning inn í þetta líka. Eggert: Ég held að það sé óhætt að fullyrða að margir af sprotunum séu áhuga- verðir og muni ná árangri með einum eða öðrum hætti. Það sem ég tel helst hamla árangri er lítill heimamarkaður og tak- mörk uð reynsla af erlendum mörkuðum. Hvaða ráð hefur þú til stjórnenda sprota fyrirtækja um hvað þeir þurfa að gera til þess að geta sótt fjármagn til fagfjárfesta? Baldur: Almennt virðist vera lögð mest áhersla á tækniþróun hjá ís lenskum sprotafyrirtækjum á meðan sala, mark- aðsmál og ekki síst þróun viðskipta- líkans situr oft á hakanum. Á þessu hafa ótal sprotafyrirtæki flaskað, setið uppi með frábæra vöru eða tækni sem síðan reyndist ekki markaður fyrir. Þetta er eitt af þeim atriðum sem við horfum mikið til og frumkvöðlar mættu almennt leggja meiri áherslu á. Að lokum er nauðsynlegt að frum - kvöðlar hafi ástríðu fyrir því sem þeir eru að fást við. Það mun ekki eingöngu auðvelda þeim fjármögnun á fyrirtækinu, heldur einnig hjálpa til við að ráða gott starfs fólk í upphafi þegar fyrirtækið er ekkert nema hugmynd, klára fyrstu sölurnar og fá að borðinu réttu samstarfsaðilana svo dæmi séu tekin. Eggert: Vera vel undirbúnir og vera búnir að kortleggja vel þá framtíð sem þeir ætla sér og vera trúverðugir þegar þeir lýsa henni fyrir fjárfestum. Það þarf að hafa í huga að það er ekki endilega hugmyndin sem skiptir öllu máli heldur hitt að teymið sé til staðar til að láta hugmyndina verða að veruleika. THULE INVESTMENTS Gísli Hjálmtýsson er framkvæmdastjóri Thule Investments. Félagið leitar að fyrirtækjum sem geta notað fjármagn til að vaxa hratt um nokkurt skeið. Þetta eru fyrirtæki sem eru að komast úr klakfasanum, eða byrjuð að vaxa. Við horfum á teymið númer eitt, vaxtarmöguleika númer tvö, og viðurkenningu/sannreynt módel númer þrjú. Við höfum umtalsverða fjárfestingagetu, en förum okkur mjög varlega í nýjum fjárfestingum þessa dagana, að stórum hluta vegna gjaldeyrishafta og almennrar óvissu um ástand mála hérlendis. Gísli Hjálmtýsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.