Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.2010, Side 6

Frjáls verslun - 01.07.2010, Side 6
6 F R J Á L S V E R S L U N • 7 . T B L . 2 0 1 0 C M Y CM MY CY CMY K Augl-NMI_Frumkvodlasetur-NMI_210x275_Sept2010-02-PATHS.pdf 17.9.2010 12:03:01 RITSTJÓRNARGREIN Seðlabankinn undirbýr afnám hafta Seðlabankinn hefur sett afnám gjaldeyrishafta framar í forgangsröðina. Núna eru tvö ár frá því að bankakerfið hrundi og höftin voru sett á. Margir fagna auknum áhuga á að afnema höft ­ in, aðrir óttast slík áform og telja þau ekki tíma bær og jafnvel óðs manns æði. Í sjálfu sér er það eðli allra hafta og stýringar að ótt ast hvað taki við þegar slakað er á klónni. Íslendingar bjuggu í áratugi við höft og margir óttuðust að eitt hvað hræðilegt gerðist við afnám þeirra. Núna erum við á sérstakri undan ­ þágu með höftin en EES­samn ing urinn gerir ráð fyrir frjálsu fjármagnsflæði á Evrópska efna hags svæðinu. Ég hef haldið því fram að betra sé fyrir atvinnulífið og heimilin að vextir lækki og haldist lágir þótt fórnar ­ kostnaðurinn sé áframhaldandi höft. Auðvitað kemur að því að þau verða afnumin, en atvinnu lífið má ekki við annarri holskeflu í bráð. Sterkt atvinnulíf er for s enda fyrir stöðugri krónu, veikt atvinnulíf táknar veika krónu. Fyrirtækin verða að ná sér betur á strik áður en hægt er að afnema höftin að fullu. Gjaldeyrishöftin eru gerviheimur. Það er nánast ekkert að marka gengi krónunnar. Við afnám hafta félli gengi krónunnar og evran færi jafnvel í kringum 250 krónur. Það er ekki gott að sjá út hvar jafn vægis ­ punkturinn verður þegar rykið sest. Ýmsir hafa rætt um að „eðlilegt“ gengi evrunnar væri um 150 krónur. Mark að ur inn hefur lokaorðið í þeim efnum; hann snýst um fram boð og eftirspurn eftir krónunni. Við afnám gjaldeyrishaftanna er líklegt að fjármagn streymi hratt út. Að vísu dregur það væntanlega úr vilja manna að fara út með fjármagn og kaupa evruna á 250 krónur; slík yrði eignarýrnunin. Erlent fjármagn kæmi hins vegar frekar til landsins á því verði. Þó verður að teljast líklegt að stórar erlendar bankastofnanir, sem eiga svonefnd krónubréf hérlendis og hafa beðið eftir að höftin verði afnumin, láti það ekki aftra sér og nái í þessar eignir sínar á hvaða verði sem er. Það er hægt að gefa sér að gjaldeyrisforðinn minnki um nokkur hund ruð milljarða við afnám haftanna. Stóri vandinn við gengisfall krónunnar er hins vegar sá að stórfellt verðbólguskot drægi hratt úr kaup mætti launa og hækkaði öll verðtryggð lán heimila og fyrir ­ tækja í landinu á svipstundu. Viðbrögð Seðla bank ans yrðu þau sömu og áður, þ.e. hækka vexti til að hemja verð bólguna. Þess vegna eru margir laf hræddir við að afnema gjaldeyrishöftin nema þá aðeins að það verði gert í nokkrum hægum skrefum og haft yrði hámark á því fjár­ magni sem hægt væri að flytja úr landi í einu. Ég hef hamrað á því að stjórnvöld bindi vísitöluna í öllum lánasamningum við ákveðið stig og taki þannig verðtrygginguna úr sambandi. Hvað þá ef afnema á höftin. Enn og aftur skal þetta áréttað! Jafnvel þótt því sé haldið fram að afnám verð tryggingar veiki krónuna og ýti undir fjárflótta frá land inu – en næstum 1.900 milljarðar eru núna í inn stæðum í bankakerfinu og ríkið ábyrgist. Í tilkynningu peningastefnunefndar Seðlabankans frá 22. september, þegar stýrivextir voru lækkaðir úr 7,0% niður í 6,25%, kom fram aukinn vilji til að afnema höftin. Þar sagði að bankinn teldi svigrúm enn fyrir hendi til að lækka vexti vegna hjöðnunar verðbólgu og stöðugs gengis krónunnar en að áætlanir um afnám hafta á fjármagnshreyfingar sköpuðu óvisssu um hversu mikið svigrúmið væri til skemmri tíma. Þarna kemur hið sanna í ljós. Bankinn tregðast við að lækka stýrivexti vegna þess að hann telur að það þurfi að hækka þá aftur við afnám gjaldeyrishaftanna. Í tvö ár hef ég margoft hvatt til þess að stýrivextir verði lækkaðir niður í 1%, líkt og Bretar og Bandaríkjamenn gerðu, og koma þannig til móts við atvinnulífið og heimilin í mestu kreppu lýðveldisins. Már Guðmundsson seðlabankastjóri sagði á blaða­ manna fundi eftir vaxtadóm Hæstaréttar að dregið hefði úr óvissu um styrk fjármálakerfisins í kjölfar dóms ins og fyrir hugaðrar lagasetningar ríkis stjórn arinnar um vexti í gengisbundnum lánum heimila. Lamað banka kerfi hjálpaði engum. Árni Páll Árnason efna hags­ og við skipta ­ ráð herra sagði að löggjöfin næði ekki til fyrir tækja því þá yrði höggið á bankakerfið enn meira og nánast óyfir ­ stíganlegt. Atvinnulífið er þess í stað látið taka höggið á sig. Eða hvað? Heldur ráð herrann að banka kerfið þurfi ekkert að afskrifa vegna gengis tryggðra lána fyrirtækja þótt þeir hafi yfirtekið lánin með 60% afslætti úr gömlu bönkunum og séu tregir til að gefa eftir? Hvers á atvinnulífið að gjalda? Seðlabankastjóri sagði að lausafjárstaða bankanna væri almennt góð og bætti svo við að bankarnir væru auk inheldur „enn á bak við höft“ og því engin hætta á að gert yrði áhlaup á þá að utan líkt og gerðist 2008. Hvað er hér verið að gefa í skyn? Ef menn eru að forgangsraða þá er málið þetta: Geng is felling, verðbólguskot og stórfelld hækkun verð ­ tryggðra lána fyrirtækja og heimila er allra síst það sem við þurfum núna. Jón G. Hauksson Gengisfelling, rýrnun kaupmáttar, verðbólguskot og stórfelld hækkun verðtryggðra lána er allra síst það sem við þurfum núna.

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.