Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.2010, Side 73

Frjáls verslun - 01.07.2010, Side 73
F R J Á L S V E R S L U N • 7 . T B L . 2 0 1 0 73 BUGATTI ER BESTUR Fyrir tæpar 400 milljónir króna verður hægt að kaupa dýrasta og flott asta bíl allra tíma, hinn fernra dyra Bugatti Galibier. Hann er nokk uð yfir fimm metra langur, vélin 16 strokka, nálægt þúsund hestöfl um, og hámarkshraðinn tæplega 400 kílómetrar á klukkustund. Bugatti-verksmiðjurnar voru stofnaðar árið 1909 af Ettore Bugatti, ítölskum innflytj anda og bílasnillingi, í bænum Molsheim rétt sunnan við Strassborg í þáverandi Þýskalandi. Frá 1919 hefur bærinn verið hluti af Frakklandi. Fram undir seinna stríð voru Bugatti dýrustu og flottustu bifreiðir þess tíma. Fyrir hálfri öld var framleiðslu á bílnum hætt en fyrir tólf árum keypti Volkswagen merkið, byggði verksmiðju í Molsheim og hefur síðan framleitt þar dýrustu og flottustu sportbíla samtímans. GRÆNN OG VÆNN Á næsta ári kemur Infinity með súpersportbíl, Essence, í tilefni tuttugu ára afmælis merkisins. Infinity er lúxusmerki Nissan-samsteypunnar og keppir fyrst og fremst við BMW. Standardvélin verður 3,7 lítra, fjögur hundruð og fjörutíu hestafla V6, með tveimur túrbínum. Á þarnæsta ári kemur sex hundruð hestafla ofurvetnisbíll. Hann verður kraftmesti græni bíllinn sem ekur um á jörðinni. Í þeim bíl verður þó ekki mikið pláss fyrir farangur, því litíum-íon-rafhlöðurnar fylla farangursrýmið að mestu. Essence er hannaður af Takashi Nakajima, og gefur hann fyrirheit um þá stefnu sem Infinity-merkið er að taka í hönnunarmálum. Flottur bíll, en því miður aðeins fyrir tvo. TÖLUR FRÁ ÚKRAÍNU OG VÍÐAR Zaparozhets seldi hvorki meira né minna en 3,4 mill- jónir bíla í Úkraínu á árunum 1960 til 1994; langmest seldi bíllinn þar. Á svipuðum tíma, eða frá 1965 til dagsins í dag, hefur Mercedes Benz framleitt yfir 5,1 milljón bíla af sínum stærsta og flottasta bíl, Benz S- línunni. Mest seldi Ferrari allra tíma er 360-bíllinn, en hann var framleiddur í rúmlega 17 þúsund eintökum frá 1999 til 2004. Volkswagen hefur framleitt yfir 27,2 milljónir VW Golf-bíla frá 1974, fimm milljónum fleiri en VW-bjallan sem var framleidd frá 1938 til 2003. Lada Sport er enn framleidd bæði í Rússlandi og Egyptalandi, en frá 1980 hafa yfir 13,6 milljón Lödur runnið af færibandinu, nokkru fleiri en „bestsellerinn“ Lamborghini Gallardo en 4.702 bílar voru framleiddir af honum 2004 til 2007. Bílar

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.