Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.2010, Blaðsíða 27

Frjáls verslun - 01.07.2010, Blaðsíða 27
F R J Á L S V E R S L U N • 7 . T B L . 2 0 1 0 27 Frummælendur á fundinum voru þeir Finnbogi Jónsson, fram­kvæmda stjóri Framtakssjóðs Íslands, Matthías Imsland, for­ stjóri Iceland Express, og Hallbjörn Karls­ son fjárfestir. Finnbogi sagði að Framtakssjóðurinn væri stofnaður til að ávaxta fé líf eyris sjóð­ anna og taka þátt í að endurreisa atvinnu­ lífið. Annað hefðu lífeyrissjóðirnir ekki að leiðar ljósi. Hann sagði að lífeyrissjóðirnir ætluðu að nýta sér þau tækifæri sem myndast hefðu í íslensku atvinnulífi í kjölfar efna­ hagshrunsins og það væri ekkert óeðlilegt við það. „Við erum að kaupa lífvænleg og í grunninn góð fyrirtæki sem við höfum trú á að við getum gert verðmeiri og ávaxtað þannig okkar fé.“ Finnbogi sagði að það væri svolítið sérstök staða ef Framtakssjóðurinn væri kominn til að taka þátt í endurreisn atvinnulífsins því það vantaði fé inn á markaðinn en mætti svo ekki kaupa nein fyrirtæki í samkeppni. „Það verður ekki komist hjá því að kaupa samkeppnisfyrirtæki. Þannig er það bara.“ Hallbjörn Karlsson fjárfestir gagnrýndi lífeyrissjóðina fyrir að hætta sparifé landsmanna til að fara í áhættufjárfestingu sem kaup á fyrirtækjum væru. Þeir ættu að einbeita sér frekar að skulda bréfa mark­ aðnum. Þetta væru alltof áhættusamar fjárfestingar. „Lífeyrissjóðirnir hafa litla reynslu af að kaupa beint í fyrirtækjum, hvað þá fyrir ­ tækjum sem standa illa og þarf að endur ­ reisa,“ sagði Hallbjörn á fundinum og bætti við að mikil óvissa væri um íslenskt atvinnulíf – ekki síst vegna þess að hér væru ennþá mikil gjaldeyrishöft. Hallbjörn gagnrýndi einnig hversu mikla áherslu Framtakssjóðurinn hefði lagt á að lífeyrissjóðirnir væru að móta og taka þátt í endurreisn atvinnulífsins. Þeir ættu Hörðum skeytum var beint að Finnboga Jónssyni, framkvæmdastjóra Fram takssjóðs Íslands, á fundi Samtaka verslunar og þjónustu á dögunum. Sjóð urinn var harðlega gagn rýndur fyrir að vera nýr fjárfestingarrisi á mark aðnum í eigu lífeyrissjóðanna og kæmi inn í fallin fyrirtæki og keppti við þau sem fyrir væru á markaðnum og hefðu ekki fengið afskrifað hjá bönkunum. SKEYTIN DUNDU Á FINNBOGA SJÓÐHEITUR FUNDUR: TEXTI: JÓN G. HAUKSSON MYNDIR: GEIR ÓLAFSSON O.FL.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.