Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.2010, Blaðsíða 75

Frjáls verslun - 01.07.2010, Blaðsíða 75
traðkar á öllum í kringum sig og í besta falli sem miskunn arlaust séní sem hefur einangrað sig frá öðrum og tekur ekki eftir því hversu illa hann fer með annað fólk. Í myndinni er Zuckerberg ekki alveg eins neikvæð persóna en þar sem Sorkin fékk ekki heldur að gang að Zuckerberg til að segja sína útgáfu þarf eng um að koma á óvart að Zuckerberg fær ekki silki mjúka meðhöndlun. Margir bíða spenntir eftir við brögðum Facebook við myndinni en þar á bæ er dagskipun sögð sú að leiða myndina hjá sér og gefa ekki neinar yfirlýsingar. Aðrar fréttir benda til að Zuckerberg hafi verið í sambandi við Fincher til að fegra ímynd sína en það hefur ekki verið staðfest og eina sem hann hefur fengist til að segja um kvik myndina er að hún sé skáldskapur. Eitt sem gefur myndinni fyrirfram ekki trúverðugleika er að komið hefur í ljós að hluti af bókinni The Accidental Billionaires er ekki sannleikanum samkvæmt. Handritshöfundurinn Aron Sorkin er best þekktur fyrir að hafa skrifað megnið af sjónvarps seríunni West Wing. Einnig skrifaði hann handritið að Charlie Wilsons War með Tom Hanks og Juliu Roberts í aðal hlutverkum, en sú kvikmynd var byggð á ævi um deilds stjórn málamanns. Einn af stofendum Propaganda David Fincher er ekki afkastamikill leikstjóri, hefur aðeins leikstýrt átta kvikmyndum í fullri lengd, en myndir hans vekja alltaf athygli enda fer hann yfirleitt ótroðnar slóðir. Fincher var einn af stofnendum Propaganda ásamt Sigurjóni Sig hvats­ syni og fleirum og leikstýrði hann nokkrum vel þekktum tónlistarmyndböndum og leik stýrir enn af og til slíkum myndum. Fyrsta kvik mynd hans í fullri lengd var Alien 3 (1992). Hann stimplaði sig svo rækilega inn með næstu kvikmynd sinni Seven. The Game fór fyrir ofan garð og neðan en Fight Club, sem kom næst, er í hópi klassískra kvik mynda í dag þótt dómar í upphafi hafi ekki verið góðir. The Panic Room var hörkugóður tryllir með Jodie Foster. Síðan kom Zodiac og síðasta kvikmynd hans fyrir The Social Network var The Curious Case of Benjamin Button sem fjallar um mann sem fæðist gamall en yngist upp með árunum. Ljóst er að næstu árin verður Fincher upptekinn við Millennium­þríleikinn og verður spennandi að sjá hvernig honum tekst upp og hvort hann nær sömu gæðum og sænsku myndirnar. KVIKMYNDAFRÉTTIR Stone Fyrir níu árum léku stórleikararnir Robert DeNiro og Edward Norton saman í sakamálamyndinni The Score. Þeir hafa nú endurtekið leikinn í Stone, annarri sakamálamynd sem frumsýnd verður í október. Þeim til halds og traust í The Score var Marlon Brando, sem nú er horfinn til feðra sinna og DeNiro og Norton geta því ekki treyst á hann. Í Stone leikur Norton fanga sem ákærður er fyrir að hafa verið minniháttar þátt- takandi í morðum á afa sínum og ömmu. Nú er komið að því að hann á möguleika á náðun og til að tryggja að slíkt gerist sendir hann fagra eiginkonu sína á aldraðan lögregluforingja (DeNiro) sem á að fara yfir mál hans. Eiginkonan á að draga lögreglumanninn á tálar og tryggja að hann verði hliðhollur í um sögn sinni. Í hlutverki eiginkonunnar er Milla Jovovich. Leikstjóri er John Curran en hann leikstýrði Norton í The Painted Veil fyrir þremur árum. 127 stundir Hinn ágæti breski leikstjóri Danny Boyle náði nýjum hæðum þegar hann sendi frá sér hina margverðlaunuðu Slumdog Millionaire. Eftir það voru honum allar dyr opnar en í stað þess að velja úr tilboðum stórfyrirtækjanna fór hann eigin leiðir og er nú að senda frá sér 127 Hours sem byggð er á sönnum atburðum. Fjallar hún um fjallgöngumanninn Aron Ralston (James Franco) sem er einn í fjallgöngu í einangruðum fjöllum í Utah þegar bjarg fellur á aðra hönd hans og kremur hana. Á fimm dögum fer hann í hug- an um í gegnum líf sitt og uppgötvar að hann hefur hugrekki til að bjarga sér. Hann notar vasahníf til að skera hluta af öðrum handleggnum til þess að losna undan bjarginu, klífur 20 metra niður á jafnsléttu og gengur 10 kílómetra áður en hann hittir fyrir fólk sem kemur honum undir læknishendur. Ótrúlegt afrek sem vakti heimsathygli á sínum tíma. 127 Hours verður frumsýnd í byrjun nóvember. Heiðarlegur leikur Hver man ekki eftir fjaðrafokinu í kring - um bandaríska kvennjósnarann Valerie Plame Wilson, sem komst í frétt irnar þegar stórblöð fóru að birta greinar um feril hennar. Í ljós kom að æðstu menn innan ríkisstjórnar Bush láku upplýsingum til að hefna sín á eigin- manni hennar, sendiherranum Joseph Wilson, sem hafði skrifað grein þar sem hann ásakaði Bush og hans menn um gefa upp rangar upplýsingar um stríðið í Írak. Leikar fóru svo að hjónin fóru í einkamál við Dick Cheney, Karl Rove og Lewis „Scooter“ Libby sem endaði með því að Rove viðurkenndi að hafa lekið upplýsingum og Libby var dæmdur fyrir að ljúga að dómurum. Fair Game, sem leikstýrt er af Doug Liman (Bourne Identity, Mr. and Mrs. Smith), segir frá atburðum þessum. Í hlutverkum sendi herrahjónanna eru Naomi Watts og Sean Penn. Fair Game var kynnt á kvikmyndahátíðinni í Cannes í vor en fer í almennar sýningar í byrjun nóvember. Edward Norton leikur titilhlutverkið í Stone, fanga sem beitir brögðum til að fá náðun. Naomi Watts og Sean Penn í hlutverkum sendiherrahjónanna, Valerie Plame Wilson og Joseph Wilson. F R J Á L S V E R S L U N • 7 . T B L . 2 0 1 0 75 Fincher var einn af stofnendum Propaganda ásamt Sigurjóni Sig­ hvats syni og fleirum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.