Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.2010, Blaðsíða 42

Frjáls verslun - 01.07.2010, Blaðsíða 42
42 F R J Á L S V E R S L U N • 7 . T B L . 2 0 1 0 Erum við með nægilegt úrval af fjárfestum (3F, englar, áhættufjárfestar, fyrirtæki sem fjárfesta o.s.frv.) og tegundum fjármagns (þ.e. styrkir, lánsfé, hlutafé o.s.frv.)? Eggert: Ég tel svarið við þessu vera öruggt NEI. Þótt verulegur árangur hafi náðst á undanförnum árum, bæði hvað varðar styrki og áhættufjármagn, þá vantar sér staklega viðskiptaengla og aðila með erlendar teng- ingar og sérstaklega aðila með þekk ingu á markaðsmálum. Gísli: Augljóslega ekki. Það mun ekkert breytast nema með aukinni þátttöku er - lendra fjárfesta. Ég sé það ekki gerast nema hindranir fyrir erlenda fjárfesta hverfi, bæði gjaldeyrishöftin og að við leggjum niður krónuna. Baldur: Fyrir fyrirtæki sem eru komin af klakstigi og eru að leita að hlutafé til vaxtar er ágætisbreidd meðal fjárfesta, bæði opin berir sjóðir, einkasjóðir, reynslumiklir ein staklingar og erlendir fjárfestar, þ.e. fyrir ekki stærra land finnst mér úrvalið mjög gott. Hins vegar er alltaf hægt að gera betur í styrkveitingum, bæði til fyrirtækja á hugmynda- og klakstigi og eins til grunn - rannsókna hjá háskólunum. Helga: Úrval fjárfesta og skilningur þeirra á sprotafyrirtækjum hefur aukist töluvert á undanförnum árum. Ég finn þó fyrir því í mínu starfi að það mætti vera skipulagðari starfsemi í kringum við skiptaengla. Jafn framt, eins og ég sagði áðan, vantar okkur þessa stóru fjárfesta sem geta hjálp að fyrirtækjum að ná hröðum vexti á alþjóðamarkaði. Það er ólíklegt að hér verði til stór sjóður sem kemur inn á seinni stigum þannig að við þurfum örugglega að efla sam starf við erlenda fjárfesta sem geta hjálpað okkur að fylgja eftir fjárfestingum okkar. Ef við horfum á Íslenska erfða grein ingu, Marel, Össur og CCP hafa þau öll tekið inn alþjóðlega fjárfesta á einhverju stigi. Er mikilvægt að laða að erlenda fjár festa til þess að fjárfesta í íslenskum sprotafyrirtækjum? Baldur: Það er mjög mikilvægt að fá erlent áhættufjármagn til Íslands. Fyrir fjármagninu fer oftar en ekki hæfileikaríkt fólk með dýr- mæt sambönd sem getur skipt sköpum þegar sprotafyrirtækin færa sig út fyrir land- steinana. Fyrirtæki eins og deCode og CCP væru ekki á þeim stað sem þau eru í dag án aðkomu erlendra fjárfesta. Síðan má ekki gleyma því að til að innlendir fjárfestar geti innleyst hagnað af góðum fjárfestingum þá er það oftar en ekki með sölu til er l- endra fjárfesta, bæði áhættufjárfesta og fyrir tækja. Dæmi um það eru sölurnar á Calidris, LS Retail AX-ausninni og Oz auk þess sem t.d. Össur er sífellt að komast í stærri eigu erlendra fjárfesta. Helga: Já ef við fáum rétta erlenda fjárfesta þá koma þeir með djúpa vasa, þekkingu og tengsl inn á alþjóðlega markaði. Þetta er allt mjög mikilvægt fyrir íslensk fyrirtæki. Að mínu mati er best ef erlendur fjárfestir fjárfestir samhliða íslenskum þannig að það sé líka „lókal“ fjárfestir sem hefur þekkingu og tengsl hér innanlands. Gísli: Já. Flest íslensk sprotafyrirtæki hyggja á útflutning. Aðkoma erlendra fjárfesta er lykilatriði í að búa við sam - bærilega samkeppnisstöðu og sam- keppnisfyrirtæki erlendis, hvað varðar aðgengi að fjármagni, tengslum og mark aðsþekkingu. Auðvitað er stórmál í samkeppni að okkar fyrirtæki búi við sambærilegan stöðugleika og keppinautar þeirra. Ég sé það ekki gerast meðan við rekum eigin peningastefnu með eigin gjaldmiðil studda af örhagkerfi. Eggert: Augljósa svarið er já, því að það er jákvætt fyrir sprotaheiminn hér á landi að sem flestir komi að fjármögnun hans. Hvort það er það mikilvægasta er annað mál. Það hefur lengi verið í umræðunni að búa til virkan fjármagns-/hluta- bréfamarkað fyrir sprotafyrirtæki, er það fýsilegt og mögulegt og hve mikilvægt er það fyrir framþróun sprotafyrirtækja? Baldur: Reynslan sýnir að fjárfestingar í sprotafyrirtækjum eru almennt áhættu- samar þó að hægt sé að draga úr áhætt unni og auka líkur á árangri með marg víslegum hætti eins og bandarískir VC-fjárfestar hafa sýnt fram á undanfarna áratugi. Það byggist m.a. á því að geta valið úr stórum hópi sprotafyrirtækja, sett fé í þau í skömmtum eftir því sem þau ná árangri, og ekki síst fylgja fyrirtækjunum vel eftir og styðja þau með margvíslegum öðrum hætti en fjármagni. Við erum nýbúin að sjá áhættuna sem fylgir fjárfestingum í skráðum hlutabréfum og því get ég ekki mælt með því að einstaklingar setji fjármagn beint í einstök sprotafyrirtæki nema eitthvað meira búi að baki en arðsemisvonin ein, eins og að aðkoma einstaklingsins styrki sprotafyrirtækið á einhvern hátt. Helga: Auðvitað er gott að hafa góðan hlutabréfamarkað fyrir sprotafyrirtæki. Að mínu mati þarf örugglega að fara varlega í þessa hluti. Það er fróðlegt að hugsa um hvaða þýðingu markaðir eins og AIM í Bretlandi eða First North á Norðurlöndum hafa haft fyrir sprota. Maður er alltaf svolítið hræddur þegar almenningur fer að fjárfesta AUÐUR CAPITAL Baldur Már Helgason er sjóðsstjóri hjá Auði Capital. Félagið stýrir fagfjárfestasjóðnum AUÐI I sem er 3,2 milljarðar að stærð og fjárfestir í vaxtarfyrirtækjum sem eru með að lágmarki þriggja ára rekstrarsögu og jákvætt sjóðstreymi. BJÖRK er hins vegar fjárfestingarsjóður sem mun fjárfesta í sprotafyrirtækjum. Ég geri ráð fyrir að þessir tveir sjóðir muni fjárfesta fyrir u.þ.b. einn milljarð króna árið 2011. Baldur Már Helgason. FRUMTAK Eggert Claessen er framkvæmdastjóri Frumtaks. Félagið fjárfestir í nýsköpunarfyrirtækjum sem búa yfir möguleikum til vaxtar og útrásar. Fyrirtækin þurfa að vera komin af klakstigi og það þarf að liggja fyrir ítarleg viðskiptaáætlun. Frumtak hóf fjárfestingar í mars 2009, hefur fjárfest í sex fyrirtækjum og teljast fimm þeirra til upplýsingatækni og eitt í hönnun. Frumtak hefur fjárfestingagetu hátt í tvo milljarða árið 2011. Eggert Claessen
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.