Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.2010, Side 64

Frjáls verslun - 01.07.2010, Side 64
64 F R J Á L S V E R S L U N • 7 . T B L . 2 0 1 0 Gistiheimilið Kríunes stendur við vatnsbakkann á nesi sem gengur út í Elliðavatnið í landi Vatnsenda. Á þessum herra ­ garði er að finna lúxussvítur, venjuleg hótel ­ herbergi, frábæra fundaraðstöðu og flottar stofur með frábæru útsýni. Fjölskrúðugt fuglalíf og gönguleiðir „Við erum með bátaleigu og seljum veiði ­ leyfi í vatninu,“ segir Björn Ingi Stefánsson, framkvæmdastjóri Kríuness, en hann rekur hótelið í félagi við foreldra sína, Stefán Ágústsson og Helgu Björnsdóttur. „Hótelið okkar er á tveggja hektara landi sem hefur að geyma fallegan lund um ­ kringdan hávöxnum trjám. Vík gengur að lundinum og þar er bryggja og bátar sem hægt er að fá leigða. Afar fjölskrúðugt fuglalíf er við vatnið og margar merktar gönguleiðir í nágrenninu. Í Kríunesi er boðið upp á morgunverðar ­ hlaðborð og hádegis­ og kvöldverð auk þess sem reitt er fram miðdagskaffi og snarl. Það er mikið um ilmandi heimabakstur, við ræktum kálið sjálf og einnig er í boði silungur úr vatninu. Kríunes er fallegt gisti heimili í suðrænum stíl. Öll herbergin eru með baði og einnig er boðið upp á svítur, sem eru vinsælar, sérstaklega fyrir brúðkaupsnætur. Við erum með góða fund­ ar aðstöðu sem fylgt getur kvöldverður. Vinsæl fundaraðstaða Það er vinsælt að funda hér, m.a. vegna þess að fólk upplifir sig uppi í sveit eða „út úr bænum“ þótt það sé í örskotsfjarlægð frá fyrirtæki sínu. Fundargestir upplifa frið og kyrrð og ná góðri slökun. Við leitumst við að klæðskerasauma að ­ stöð una að fyrirtækjum. Við bjóðum upp á margvíslega afþreyingu, eins og fjallahjól, klifurvegg, kajaka, hjólabáta, púttvöll og smá­golf, gönguferðir og spa­svæði. Nú sem stendur erum við með heitan pott og gufu ­ bað, sem mikið er notað. Það færist í vöxt að fyrirtæki, innlend sem erlend, komi í lengri heimsóknir og séu þá með staðinn í nokkra daga.“ Fundaraðstaða og gisting við Elliðavatn í suðrænum stíl KRÍUNES „Það er mikið um ilmandi heimabakstur, við ræktum kálið sjálf og í boði er einnig silungur úr vatninu.“ Björn Ingi Stefánsson, framkvæmdastjóri Kríuness.

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.