Frjáls verslun - 01.07.2010, Blaðsíða 30
30 F R J Á L S V E R S L U N • 7 . T B L . 2 0 1 0
ORÐRÉTT ÚR RÆÐU
FINNBOGA
„Ég held að það sé rétt að benda
þeim sem hafa áhyggjur af óeðlilegri
samkeppni á að það er miklu
heilbrigðara til lengri tíma litið að
Vestia og félögin í eignasafni þess
séu tekin út úr Landsbankanum.
Bankar almennt, og hvað þá ríkisbanki
eins og Landsbankinn, eiga ekki
að standa í rekstri fyrirtækja á
samkeppnismarkaði. Það er í raun
miklu óeðlilegri samkeppni en að
lífeyrissjóðirnir taki þátt í endurreisn
atvinnulífsins.“
„Það er sagt að allar verklagsreglur
hafi verið þverbrotnar. Einhvers
staðar var fullyrt að sjóðurinn mætti
bara eiga 15-30% hlut í fyrirtækjum.
Þess er hins vegar sérstaklega getið
í skilmálum sjóðsins að ekki séu
lagðar takmarkanir á eignarhlut FSI
í fyrirtækjum. Það er hins vegar skýr
stefna okkar að við viljum að jafnaði
ekki eiga meira en 30–55%.“
„Framtakssjóðurinn er því að kaupa
fyrirtæki, sem þegar hefur verið ákveðið
að bjarga. Ef einhver þessara fyrirtækja
eru ekki í lagi þá kemur það í ljós í
þeirri áreiðanleikakönnun sem nú er að
fara í gang og þá verða þau einfaldlega
ekki keypt. Svo einfalt er það.“
„Icelandair er dæmigert fyrirtæki
sem var sligað af miklum skuldum en
hafði og hefur góðan undirliggjandi
rekstur. Með aðkomu sinni tekur
Framtakssjóðurinn þátt í fjárhagslegri
endurskipulagningu Icelandair en
markmið hennar var að minnka skuldir
félagsins um allt að 20 milljarða króna
án þess að nokkrar skuldir félagsins
væru afskrifaðar.“
„Megininntak hluthafastefnu
Framtakssjóðsins er að sjóðurinn sé
áhrifafjárfestir sem hefur ásamt góðri
arðsemi af hlutabréfaeign sinni það að
markmiði að stuðla að vexti og viðgangi
þeirra fyrirtækja sem hann fjárfestir
í. Þetta atriði, áhrifafjárfestir, er mjög
mikilvægt, enda er hér um töluverða
stefnubreytingu að ræða.“
„Við viljum ekki eiga 100% hlut
í einstökum fyrirtækjum nema
takmarkaðan tíma. Við munum því selja
Hallbjörn Karlsson gerði Warren Buffett að umtalsefni. Buffett
fjárfestir alls ekki í flugfélögum vegna áhættunnar. „Það er þó
einn maður sem hefði grætt á því að fjárfesta í flugfélögum
og selja þau aftur á uppsprengdu verði; það er Pálmi
Haraldsson.“
KAUPIN Á VESTIA
hluta af okkar eign í þessum félögum um
leið og áhugavert tækifæri gefst.“
„Ég get vel skilið gremju þeirra sem
eru að keppa við þessi fyrirtæki og töldu
sig jafnvel geta setið einir að kökunni
þegar þau fara á höfuðið. Það er hins
vegar ekki í þágu samkeppni og þar með
neytenda að keyra lífvænleg fyrirtæki í
þrot. Þó svo að við hefðum ekki keypt
Vestia er ekkert sem bendir til annars en
að þessi fyrirtæki hefðu verið rekin áfram
af bankanum þar til annar kaupandi hefði
fundist.“