Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.2010, Blaðsíða 31

Frjáls verslun - 01.07.2010, Blaðsíða 31
F R J Á L S V E R S L U N • 7 . T B L . 2 0 1 0 31 hefðu staðið yfir í fimm og hálfan mánuð og vandað hefði verið til verka við kaupin. „Við erum sannfærðir um að kaupin í Icelandair eigi eftir að skila góðri ávöxtun. Þetta er gott fyrirtæki og árangur þess á þessu ári er þegar yfir áætlunum þrátt fyrir áföll sem fylgdu gosinu í Eyjafjallajökli sl. vor,“ sagði Finnbogi. „Starfsmenn Ice­ landair hafa staðið sig mjög vel.“ Um það hvort Framtakssjóðurinn væri ný viðskiptablokk eða valdablokk sagði Finnbogi að vissulega væri sjóðurinn mikið afl sem myndi láta að sér kveða. En þetta væri tímabundinn sjóður sem yrði leystur upp eftir sjö ár og markmiðið væri að vera búinn að selja hlutina í fyrirtækjunum. „Þetta er tímabundinn sjóður og við stjórnendurnir eru allir launþegar og eigum ekkert hlutafé í honum,“ sagði Finnbogi. Eftir því var tekið þegar Finnbogi sagði að sjóðurinn hefði gert tilraun til að bjóða í Sjóvá, Securitas og Tal en ekki haft erindi sem erfiði gagnvart öðrum fjárfestum. Var skrafað við ýmis borð að það væri skrítið að sjóðurinn hefði orðið undir við tiltölulega litla fjárfestingu á borð við Securi­ tas, hefði hann í raun viljað það fyrirtæki. Hallbjörn Karlsson sagði að sá grunur læddist að sér að verið væri að velta vanda­ mál um Vestia af Landsbankanum yfir á lífeyrissjóðina – fólkið í landinu. Um fjárfestingar lífeyrissjóða almennt sagði Hallbjörn að það væri erfitt fyrir líf­ eyrissjóði að kaupa í fyrirtækjum þar sem þyrfti að grípa til erfiðra ákvarðana eins og segja upp fólki. Þá sagði Hallbjörn: „Mér finnst allt of mikil áhersla lögð á það í stefnu Fram taks ­ sjóðsins að verið sé að endurreisa at vinnu lífið fremur en verið sé að ná bestri ávöxtun. Ég efast stórlega um að það fari saman að leggja svo mikla áherslu á að endur­ reisa atvinnulífið og ná á sama tíma bestri ávöxtun. Það er hætta á að það fé glatist. ORÐRÉTT ÚR RÆÐU MATTHÍASAR IMSLAND 1. Var Icelandair að missa flugið? Icelandair var komið í veruleg vand- ræði áður en Framtakssjóðurinn, Lífeyrissjóður verslunarmanna, Íslands- banki og stofnanafjárfestar komu að málum. Félagið skilaði verulegu tapi. Óefnislegar eignir (goodwill etc.) voru 181% af eigin fé félagsins. Félagið hafði um 8,8 ma.kr. til að greiða um 22,7 milljarða kr. af lánum. 2. Svo kom Framtakssjóðurinn! Fyrir aðgerðir var eigið fé að frádregn- um óefnislegum eignum neikvætt um 10,6 ma.kr. Svo kom Framtakssjóðurinn, Lífeyris- sjóður verslunarmanna, aðrir stofnana fjárfestar, Íslandsbanki með skuldbreytingar og eiginfjárinnspýtingu … og viti menn – eigið fé að frádregn- um óefnislegum eignum rétt kíkir yfir núllið! 3. Heildaraðkoma Íslandsbanka Eigin fjárframlag – 3,6 milljarðar króna. (þar af afskrift upp á 1,8 ma.kr. Bankinn breytir skuldum í eigið fé á genginu 5 en aðrir þ.m.t. lífeyris sjóð- irnir kaupa á 2,5) Yfirtaka eigna – 7,6 milljarðar króna. Og ný lánveiting – 9,6 milljarðar króna. 4. „Don’t invest in airlines.” – Warren Buffett.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.