Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.2010, Blaðsíða 24

Frjáls verslun - 01.07.2010, Blaðsíða 24
24 F R J Á L S V E R S L U N • 7 . T B L . 2 0 1 0 5 milljarðar króna að nafnverði eða um 12,5 milljarðar að söluverði miðað við gengið 2,5. Samkvæmt ársreikningi 2009 voru brúttóskuldir Icelandair Group um 74 milljarðar króna í lok síðasta árs. Þær skuldir voru að sliga félagið. Nauð synlegt var að lækka skuldir félagsins. Þegar Framtakssjóðurinn keypti í félaginu sl. sumar voru nettó­vaxta berandi skuldir Icelandair um 40 milljarðar. Íslandsbanki hefur síðan tekið út úr félaginu bæði eignir og skuldir að fjárhæð 10 milljarða. Nýtt hlutafé á síðan að nota til að lækka skuldirnar úr 30 mill jörðum í 20 milljarða. 300 milljarða velta Velta Icelandair Group, Icelandic Group, Vodafone, Skýrr, EJS, Hugar­Ax, Húsasmiðjunnar og Plastprents nemur um 300 mill jörð­ um króna á ári. Þessi fyrirtæki hafa um átta þúsund starfs menn á sínum vegum. Þar af hefur Icelandair um tvö þúsund starfs menn og veltir um 90 milljörðum á ári. Framtakssjóðurin telur flest þessi fyrirtæki mjög lífvænleg. Þau séu í rekstri og með sterkan rekstrargrunn og þau hafi allar forsendur til að spjara sig á næstu árum og verða verðmeiri. Icelandic Group hefur ekki skilað miklum hagnaði undanfarin ár. Fyrirtækið er með mikla veltu en litla framlegð. Hagnaður Icelandic á þessu ári hefur þó braggast og var hagnaður af reglulegri starfsemi fyrir skatta rúmir tveir milljarðar króna á fyrri hluta þessa árs. Um 35% af útflutningi sjávarafurða Íslendinga fer í gegnum Icelandic og á meðan það veiðist fiskur í sjó við Ísland má ætla að þetta fyrirtæki eigi framtíð fyrir sér. EBITDA framlegð Icelandic á þó fyrst og fremst rætur sínar að rekja til verksmiðjustarfseminnar erlendis en í heild veltir félagið um 150 milljörðum á ári og skuldar um 25 milljarða. Stefnt er að því að skrá Icelandic í kauphöllina bæði hér heima og erlendis á næstu árum. Fyrirtækið er alþjóðlegt. Það að skrá fyrir­ tækið líka erlendis eftir 18 til 24 mánuði bendir til þess að leitað verði eftir erlendum fjárfestum inn í það á næstunni. Það hefur lítinn tilgang að vera á erlendum hlutabréfamörkuðum nema vera með erlenda fjárfesta í félaginu. Stoðtækjafyrirtækið Össur hf. er gott dæmi um svona tvískráningu sem hefur gefist vel. Teym issamstæðan er svolítið sérstök samstæða. Hún var eiginlega bara búin til út af flæði ódýrs fjármagns á sínum tíma. Fyrirtækjum var skellt saman bara til að skella þeim saman. Samstæðan var yfir­ skuldsett og því er haldið fram að eftir hrunið hafi skuldirnar verið yfir 43 milljarðar og útilokað að reka fyrirtækin með þann klafa. 30 milljarða skuld breytt í hlutafé Því er haldið fram við Frjálsa verslun að búið hafi verið að afskrifa hátt í 30 milljarða af skuldum Teymis og breyta þeim í hlutafé áður en það var sett inn í Vestia og selt Framtakssjóðnum og að skuldir Teymis séu núna í kringum 12 milljarðar. Fyrirtækin í Teymi hafa flest hver í grunninn verið í ágætum rekstri og með þokkalega stöðu – fyrir utan auðvitað skuldirnar. En núna er búið að laga þar til og tálga þær niður. STOFNENDUR FRAMTAKSSJÓÐSINS 16 LÍFEYRISSJÓÐIR MEÐ UM 64% LÍFEYRISEIGN LANDSMANNA. Lífeyrissjóður verslunarmanna 19,9%, Gildi lífeyrissjóður 18,8%, Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins 13,3%, Sameinaði lífeyrissjóðurinn 10,0%, Stafir lífeyrissjóður 10,0%, Söfnunarsjóður lífeyrisréttinda 8,0%, Lífeyrissjóður starfsm. sveitarf. 5,0% Festa lífeyrissjóður 3,3% Lífeyrissjóður Vestmannaeyja 2,7% Lífeyrissjóður Vestfirðinga 2,0% Almenni lífeyrissjóðurinn 2,0% Lífeyrissjóður bankamanna 1,6% Eftirlaunasjóður FÍA 1,4% Lífeyrissjóður verkfræðinga 1,0% Lífeyrissjóður Rangæinga 0,7% Íslenski lífeyrissjóðurinn 0,2% Vestia var í raun aldrei almennilega til friðs innan Landsbankans. Bankinn var að nálgast lokadagsetningar varðandi eignarhald á mörgum þessara fyrirtækja vegna sam keppnis- sjónarmiða. KAUPIN Á VESTIA KAUPIN Á VESTIA Þau félög sem fylgja Vestia til Framtakssjóðs Íslands eru eftir- farandi sjö fyrirtæki en hjá þeim vinna um sex þúsund manns, bæði hér á landi og í starfsstöðvum félaganna erl endis. Framtakssjóður Íslands greiðir Landsbankanum sam kvæmt samkomulaginu 19,5 milljarða króna fyrir Vestia. Vaxtaberandi skuldir fyrirtækjanna sjö eru um 40 milljarðar króna. Framtakssjóðurinn miðar í kaupunum við að EBITDA í kringum 5,0 sem er krafa um að hagnaður fyrirtækjanna sjö fyrir vexti, skatta og afskriftir séu í kringum 12 milljarðar króna á ári. Fyrirtækin eru. Icelandic sem áður hét SH og er alþjóðlegt sjávarútvegs fyrir- tæki með samtals 30 dótturfélög og starfsemi í 14 lönd um. Teymi sem er eignarhaldsfélag á sviði fjarskipta og upp lýs- inga tækni og á eftirfarandi félög: Vodafone, Skýrr, EJS og HugurAx. Húsasmiðjan sem er byggingavöruverslun með 16 verslanir um allt land. Plastprent sem er leiðandi fyrirtæki í framleiðslu plastumbúða og plastfilma. Hlutir Framtakssjóðins í ofangreindum félögum er 100%, nema í Teymi en þar er hann 60%. Samfara kaupunum á Vestia kaupir Landsbankinn 30% hlut í Framtakssjóðnum. Hlutafé Framtakssjóðsins verður tvöfaldað úr 30 milljörðum króna í 60 milljarða. Landsbankinn kaupa hlut í sjóðnum fyrir allt að 18 milljarða króna og lífeyrissjóðirnir leggja fram 42 milljarða í hlutafé. Áhætta lífeyrissjóðanna felst í því að þessir 42 milljarðar tapist ef allt fer á versta veg – sem er mjög ólíklegt að verði. Það er um 3,5% af heildareignum þessara sextán lífeyrissjóða eru um 1.200 milljarðar. Stjórn Framtakssjóðsins hefur heimild til að hækka hlutafé sjóðsins í allt að 90 milljarða króna. Framtakssjóður Íslands er samlagshlutafélag; sjóður í eigu sextán lífeyrissjóða innan vébanda Landssamtaka lífeyrissjóða og hlutverk hans er að taka þátt í og móta endurreisn íslensks atvinnulífs.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.