Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.2010, Page 24

Frjáls verslun - 01.07.2010, Page 24
24 F R J Á L S V E R S L U N • 7 . T B L . 2 0 1 0 5 milljarðar króna að nafnverði eða um 12,5 milljarðar að söluverði miðað við gengið 2,5. Samkvæmt ársreikningi 2009 voru brúttóskuldir Icelandair Group um 74 milljarðar króna í lok síðasta árs. Þær skuldir voru að sliga félagið. Nauð synlegt var að lækka skuldir félagsins. Þegar Framtakssjóðurinn keypti í félaginu sl. sumar voru nettó­vaxta berandi skuldir Icelandair um 40 milljarðar. Íslandsbanki hefur síðan tekið út úr félaginu bæði eignir og skuldir að fjárhæð 10 milljarða. Nýtt hlutafé á síðan að nota til að lækka skuldirnar úr 30 mill jörðum í 20 milljarða. 300 milljarða velta Velta Icelandair Group, Icelandic Group, Vodafone, Skýrr, EJS, Hugar­Ax, Húsasmiðjunnar og Plastprents nemur um 300 mill jörð­ um króna á ári. Þessi fyrirtæki hafa um átta þúsund starfs menn á sínum vegum. Þar af hefur Icelandair um tvö þúsund starfs menn og veltir um 90 milljörðum á ári. Framtakssjóðurin telur flest þessi fyrirtæki mjög lífvænleg. Þau séu í rekstri og með sterkan rekstrargrunn og þau hafi allar forsendur til að spjara sig á næstu árum og verða verðmeiri. Icelandic Group hefur ekki skilað miklum hagnaði undanfarin ár. Fyrirtækið er með mikla veltu en litla framlegð. Hagnaður Icelandic á þessu ári hefur þó braggast og var hagnaður af reglulegri starfsemi fyrir skatta rúmir tveir milljarðar króna á fyrri hluta þessa árs. Um 35% af útflutningi sjávarafurða Íslendinga fer í gegnum Icelandic og á meðan það veiðist fiskur í sjó við Ísland má ætla að þetta fyrirtæki eigi framtíð fyrir sér. EBITDA framlegð Icelandic á þó fyrst og fremst rætur sínar að rekja til verksmiðjustarfseminnar erlendis en í heild veltir félagið um 150 milljörðum á ári og skuldar um 25 milljarða. Stefnt er að því að skrá Icelandic í kauphöllina bæði hér heima og erlendis á næstu árum. Fyrirtækið er alþjóðlegt. Það að skrá fyrir­ tækið líka erlendis eftir 18 til 24 mánuði bendir til þess að leitað verði eftir erlendum fjárfestum inn í það á næstunni. Það hefur lítinn tilgang að vera á erlendum hlutabréfamörkuðum nema vera með erlenda fjárfesta í félaginu. Stoðtækjafyrirtækið Össur hf. er gott dæmi um svona tvískráningu sem hefur gefist vel. Teym issamstæðan er svolítið sérstök samstæða. Hún var eiginlega bara búin til út af flæði ódýrs fjármagns á sínum tíma. Fyrirtækjum var skellt saman bara til að skella þeim saman. Samstæðan var yfir­ skuldsett og því er haldið fram að eftir hrunið hafi skuldirnar verið yfir 43 milljarðar og útilokað að reka fyrirtækin með þann klafa. 30 milljarða skuld breytt í hlutafé Því er haldið fram við Frjálsa verslun að búið hafi verið að afskrifa hátt í 30 milljarða af skuldum Teymis og breyta þeim í hlutafé áður en það var sett inn í Vestia og selt Framtakssjóðnum og að skuldir Teymis séu núna í kringum 12 milljarðar. Fyrirtækin í Teymi hafa flest hver í grunninn verið í ágætum rekstri og með þokkalega stöðu – fyrir utan auðvitað skuldirnar. En núna er búið að laga þar til og tálga þær niður. STOFNENDUR FRAMTAKSSJÓÐSINS 16 LÍFEYRISSJÓÐIR MEÐ UM 64% LÍFEYRISEIGN LANDSMANNA. Lífeyrissjóður verslunarmanna 19,9%, Gildi lífeyrissjóður 18,8%, Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins 13,3%, Sameinaði lífeyrissjóðurinn 10,0%, Stafir lífeyrissjóður 10,0%, Söfnunarsjóður lífeyrisréttinda 8,0%, Lífeyrissjóður starfsm. sveitarf. 5,0% Festa lífeyrissjóður 3,3% Lífeyrissjóður Vestmannaeyja 2,7% Lífeyrissjóður Vestfirðinga 2,0% Almenni lífeyrissjóðurinn 2,0% Lífeyrissjóður bankamanna 1,6% Eftirlaunasjóður FÍA 1,4% Lífeyrissjóður verkfræðinga 1,0% Lífeyrissjóður Rangæinga 0,7% Íslenski lífeyrissjóðurinn 0,2% Vestia var í raun aldrei almennilega til friðs innan Landsbankans. Bankinn var að nálgast lokadagsetningar varðandi eignarhald á mörgum þessara fyrirtækja vegna sam keppnis- sjónarmiða. KAUPIN Á VESTIA KAUPIN Á VESTIA Þau félög sem fylgja Vestia til Framtakssjóðs Íslands eru eftir- farandi sjö fyrirtæki en hjá þeim vinna um sex þúsund manns, bæði hér á landi og í starfsstöðvum félaganna erl endis. Framtakssjóður Íslands greiðir Landsbankanum sam kvæmt samkomulaginu 19,5 milljarða króna fyrir Vestia. Vaxtaberandi skuldir fyrirtækjanna sjö eru um 40 milljarðar króna. Framtakssjóðurinn miðar í kaupunum við að EBITDA í kringum 5,0 sem er krafa um að hagnaður fyrirtækjanna sjö fyrir vexti, skatta og afskriftir séu í kringum 12 milljarðar króna á ári. Fyrirtækin eru. Icelandic sem áður hét SH og er alþjóðlegt sjávarútvegs fyrir- tæki með samtals 30 dótturfélög og starfsemi í 14 lönd um. Teymi sem er eignarhaldsfélag á sviði fjarskipta og upp lýs- inga tækni og á eftirfarandi félög: Vodafone, Skýrr, EJS og HugurAx. Húsasmiðjan sem er byggingavöruverslun með 16 verslanir um allt land. Plastprent sem er leiðandi fyrirtæki í framleiðslu plastumbúða og plastfilma. Hlutir Framtakssjóðins í ofangreindum félögum er 100%, nema í Teymi en þar er hann 60%. Samfara kaupunum á Vestia kaupir Landsbankinn 30% hlut í Framtakssjóðnum. Hlutafé Framtakssjóðsins verður tvöfaldað úr 30 milljörðum króna í 60 milljarða. Landsbankinn kaupa hlut í sjóðnum fyrir allt að 18 milljarða króna og lífeyrissjóðirnir leggja fram 42 milljarða í hlutafé. Áhætta lífeyrissjóðanna felst í því að þessir 42 milljarðar tapist ef allt fer á versta veg – sem er mjög ólíklegt að verði. Það er um 3,5% af heildareignum þessara sextán lífeyrissjóða eru um 1.200 milljarðar. Stjórn Framtakssjóðsins hefur heimild til að hækka hlutafé sjóðsins í allt að 90 milljarða króna. Framtakssjóður Íslands er samlagshlutafélag; sjóður í eigu sextán lífeyrissjóða innan vébanda Landssamtaka lífeyrissjóða og hlutverk hans er að taka þátt í og móta endurreisn íslensks atvinnulífs.

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.