Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.2010, Blaðsíða 47

Frjáls verslun - 01.07.2010, Blaðsíða 47
F R J Á L S V E R S L U N • 7 . T B L . 2 0 1 0 47 Næsta kynslóð netbanka Netbankar stökkbreyttu þjónustu banka og eru nú hluti af daglegu lífi flestra. En hafa þeir staðnað síðan þeir komu fyrst fram? Svo segir Georg Lúðvíksson hjá hugbúnaðarfyrirtækinu Meniga. Hægt sé að nýta miklu betur þær upp- lýsingar sem liggja í færslum í netbönkum til að hjálpa fólki að stjórna heimilisfjármálunum á skilvirkari og skemmtilegri hátt. Georg Lúðvíksson, frumkvöðull hjá hugbúnaðarfyrirtækinu Meniga: Heitið Meniga var ekki bara valið vegna þess að það rímar við peninga eins og í frægum texta Ólafs Hauks Símonar-sonar. Þetta er líka orð sem gengur vel á erlendum tungu-málum þótt það þýði svo sem ekkert. Og svo var lénið www.meniga.com falt fyrir hóflegt verð. Þetta skiptir allt máli. „Það er hægt að nýta netbankana miklu betur en gert er í dag,“ segir Georg Lúðvíksson. Að hans mati er „næsta kynslóð“ net banka einmitt núna að koma fram og bankar víða um heim eru áhuga samir um lausnir á borð við Meniga. Þetta er þróun sem hófst í Bandaríkjunum um það bil sem fjármálakreppan fór að gera vart við sig. Bankahrunið á Íslandi hefur stutt við þessa þróun. Í fyrsta lagi eru meðstofnendur Georgs að Meniga tveir fyrrverandi bankastarfsmenn og svo hefur eftirspurn eftir lausnum í heimilisfjármálum aukist gríðar lega, enda margir sem þurfa að horfa í hverja krónu. „Nýsköpun á Íslandi átti undir högg að sækja í góðærinu vegna þess að gengið var of hátt og það var erfitt fyrir sprotafyrirtæki að keppa við bankana um starfsfólk,“ segir Georg. Meiri upplýsingar Fyrirtækið var stofnað snemma árs 2009 en þá var Georg nýlega kominn heim eftir nokkur ár í Bandaríkjunum þar sem hann stundaði MBA-nám við Harvard Business School og stofnaði hlutabréfavefinn UpDown.com. Meniga fór snemma í samstarf við Íslandsbanka sem var annar bankinn í Evrópu til að bjóða upp á lausnir á borð við þá sem Meniga þróar en vefurinn fór í loftið í byrjun þessa árs. Viðtökurnar hafa verið frábærar og yfir 8.000 heimili nota nú hug- búnað Meniga. „Núna notar fólk netbanka fyrst og fremst til að borga reikninga, millifæra og skoða stöðu reikninga,“ segir Georg. „Við erum að útvíkka þjónustu netbankanna á ýmsan hátt, t.d. með notendavænu og myndrænu heimilisbókhaldi sem byggist á sjálfvirkri flokkun allra útgjalda. Við reynum líka að höfða til þeirra sem forðast bókhald, t.d. með því að senda þeim regulega myndræn yfirlit yfir útgjöldin ásamt einföldum ábendingum um hvað megi hugsanlega betur fara eða hvar gætu verið tækifæri til að spara. Margir eru forvitnir að sjá hvernig þeirra útgjöld eru í samanburði við aðra með svipaðan efnahag – nafnlaust að sjálfsögðu,“ segir Georg. „Áherslan er á að gera þetta notendavænt og skemmtilegt,“ segir Georg minnugur þess að þegar heimilistölvur komu fram á sínum tíma var sagt að þær mætti nota til að færa heimilisbókhald. Það heyrir þó til undantekninga að nokkur geri það. Í kynningu fyrirtækisins er fullyrt að heimilisfjármálakerfi Meniga henti „jafnvel þeim sem hlaupa í felur þegar þeir heyra minnst á orðið heimilisbókhald!“ Útrás Georg segir að aðstæður fyrir sprotafyrirtæki séu á margan hátt ákjósanlegar á Íslandi eftir hrun. Þó séu gjaldeyrishöftin til trafala og geti leitt til flótta fyrirtækja úr landi hverfi þau ekki fljótlega. „Það er mikil stemning fyrir nýsköpun á Íslandi nú um stundir og við nýtum okkur það,“ segir Georg. Markið hefur þó frá upphafi verið sett á alþjóðlega markaði en þar eru söluferli löng og það þarf fjár magn í kraftmikið markaðsstarf. Meniga horfir helst til Norður- landanna og Þýskalands og er í viðræðum við nokkra banka á þessum mörkuðum. Lengst af var fyrirtækið fjármagnað með vinnuframlagi og sparifé stofn endanna ásamt tekjum af samstarfinu við Íslandsbanka. Nú er þó komið inn hlutafé frá Frumtaki og styrkur frá Rannís sem hefur gert fyrirtækinu kleift að setja aukinn kraft í þróun og sölustarf erlendis. Starfsmenn eru orðnir sjö; bæði forritarar og markaðsfólk. „Meniga er að þróa næstu kynslóð netbanka.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.