Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.2010, Síða 16

Frjáls verslun - 01.07.2010, Síða 16
16 F R J Á L S V E R S L U N • 7 . T B L . 2 0 1 0 Könnun meðal 1.500 starfsmanna í fyrirtækjum víða um heim tekur af öll tvímæli um hvað fólki mislíkar mest á vinnustað: Óánægja á oftast upphaf sitt í samskiptum starfsfólks og stjórnenda. Fólkið, sem á að vinna sjálfa vinnuna, er óánægt með framkomu, gerðir eða aðgerðaleysi yfir­ mann anna og segir heldur upp en að búa við slíka óáran. Í könnuninni voru gefnir upp nokkrir möguleikar og spurt: Hvað gæti orðið til þess að þú segðir upp vinnu þinni? Svörin dreifðust að vonum svolítið er samt komu fram skýrar línur. Sænska stjórn unar ­ tímaritið Chef hefur tekið saman lista yfir þau fimm atriði sem valda mestum pirringi á vinnustað. Þetta eru helstu ástæður þess að fólk tekur pokann sinn í fússi og bara fer: Boðleiðir milli yfirmanna og starfsfólks virðast tepptar og stjórnendur fyrirtækisins láta sér á sama standa. Alls gáfu 42% að spurðra þetta upp sem fyrstu ástæðu þess að þeir myndu leita sér að annarri vinnu. Sambandsleysi af þessu tagi veldur óvissu og óöryggi. Enginn vill áhugalausa og fjarlæga stjórnendur. Of mikið vinnuálag og yfirvinna. Þetta reyndist umkvörtunarefni númer tvö. Starfsfólki finnst sem yfirmennirnir hafi engan skilning á hve mikið það geti unnið. Fólkið vill fá aðeins meiri tíma til að ljúka verkum sínum og vill ekki að vinnan éti upp frítímann. 37% gáfu upp þessa ástæðu fyrir að hætta. Skortur á umbun fyrir vel unnin störf veldur nagandi óánægju. Ólundin grefur um sig í fyrirtækinu. Stundum er hrós nóg en það hefur líka mikil áhrif ef stjórinn opnar bæði munninn og budduna samtímis og lætur launahækkun fylgja hrósinu. Skortur á umbun var frágangssök fyrir 33% aðspurðra. Stefnuleysi í störfum fyrirtækisins. Góðir starfskraftar hverfa oft ef fyrirtækið virðist ekki stefna að neinu sérstöku, það hefur engar hugsjónir og engin markmið að keppa að. Allir vilja vera í sigurliði en enginn sigrar nema sækja að marki. 31% nefndi markmiðin. Leiðinlegir vinnufélagar. Auðvitað er ástæða til að leita á ný mið ef fýlupoki situr við hvert borð á skrifstofunni. Stundum er baktal og rógur innan fyrirtækis ástæða þess að fólk leitar burt út leiðindunum. Þarna geta yfirmenn beitt sér og reynt að bæta andrúmsloftið. 29% sögðust myndu flýja leiðindi. ÞAU HAFA ORÐIÐ GRÆJUR011 SNJALL Í SPJALL Páll Stefánsson, ljósmyndari: Nokia, finnski farsímarisinn, er að koma með nýjan snjallsíma, Nokia N8, sem verður þeirra toppsími. Snjallsímar hafa slegið í gegn á síðustu misserum, en á fyrsta hálfa árinu 2010 seldust tæplega 50 milljónir snjallsíma í heiminum. Nokia eru stærstir með 41% markaðshlutdeild, næstir koma Blackberry með 18% og síðan Apple með 14%, aðrir framleiðendur eru mun minni. Hvað hefur N8 upp á að bjóða? Hann er með GPS­ og Ovi­kort yfir mestallan hinn byggilega heim. Það er rými fyrir hátt í 10.000 uppáhaldslög þín í símanum, hann er með útvarpi, netvafra og myndavél sem slær flestum venjulegum myndavélum við. Hann er með stóra flögu, Carl Zeiss­linsu og myndirnar eru 12 milljón pixlar. Vídeóupptakan í símanum er í HD og með GPS­hnitum eins og myndirnar. Skjárinn er 3,5 tommu snertiskjár í sömu stærð og keppinauturinn iPhone frá Apple. En það sem N8 hefur fyrst og fremst fram­ yfir iPhoninn er alvöru myndavél og kort sem eru svo nákvæm, að jafnvel minnstu sumarbústaðarvegir eru merktir þar inn á. Síðan er hægt að hringja og taka á móti símtölum í snjallsímanum N­áttunni, það er víst mikill kostur. STJÓRNUN012 FLÝJA FÁLÆTI YFIRMANNA Gísli kristjánsson blaðamaður í Ósló:
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.