Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.2010, Qupperneq 78

Frjáls verslun - 01.07.2010, Qupperneq 78
78 F R J Á L S V E R S L U N • 7 . T B L . 2 0 1 0 tímabili eða allt fram að aðfaranótt 27. nóvem ber 2009. Þá nótt ók hann kádilják sínum á tré og brunahana rétt utan við innkeyrslu glæsivillu sinnar í Flórída. Bálreið eiginkona hljóp á eftir honum með golfkylfu og lamdi í bílinn. Tiger slasaðist lítillega og var fluttur á sjúkra hús, skráður fyrst undir öðru nafni en það stóð ekki lengi. Þegar lögreglan ætlaði að tala við hann eftir að heim var komið neitaði hann að veita viðtal í þrjá daga. Það var svo ekki fyrr en alls konar sögu sagnir fóru eins og eldur í sinu um heims byggðina að í ljós kom að Tiger var í vond um málum og það átti eftir að versna. Hetjan féll af stallinum. Það gerðist hratt og kom honum á óvart. Íþróttahetja sem aldrei hafði þurft að hafa áhyggjur af neinu og var verndaður af fjölda manns í Tiger­ lið inu svonefnda þurfti allt í einu að glíma við veruleikann. Það fórst honum illa úr hendi. Sagt hefur verið að hann hafi haft jafn mikla hæfileika til að bjarga sér í heimi almúgamannsins og ósynt barn sem hent er út í djúpa sundlaug. Líf sem fáir vissu um Tiger átti sér sem sagt annað líf fyrir utan íþróttina og fjölskylduna, líf sem einhverj­ ir vissu af en enginn þorði að nefna. Og hvern ig nánast allan hans feril var hægt að halda leyndu framhjáhaldi hans og spilafíkn er óskiljanlegt í ljósi þess hversu vel fjölmiðl­ ar fylgdust með lífi hans. Sprengjan sprakk. Fjórtán konur, sem flestar eru stúlkur sem þjóna gestum á flottum veitingahúsum, súludansarar eða klámleik­ konur, gáfu sig fram hver af ann arri og lýstu sambandi sínu við hann. Ekki þó allar því sumum tókst að múta. Þegar fjölmiðlar voru búnir í nokkra mán uði að velta sér upp úr framhjáhaldinu og flestir höfðu fengið nóg af krydduðum frá sögum af kynlífi kappans var komið að spila fíkninni og þar kom Las Vegas mikið við sögu. Helstu spilafélagar hans þar voru körfubolta hetjurnar Michael Jordan og Charles Barkley. Þegar þeir félagar birtust var veisla í Las Vegas, vín flæddi, glæsipíurn ar eltu þá og upphæðirnar voru háar sem spilað var um. Michael Jordan var ekki minni íþrótta­ hetja en Tiger Woods. Hann var á sama stalli, en hans dökku hliðar voru yfirleitt sýnilegar, hann skildi við eiginkonur og átti opinber viðhöld og spilaði fjárhættuspil án þess að hneyksli kæmi upp í kringum hann. Þessu er öðruvísi farið með Tiger Woods. Golf réttamaður sem fylgst hefur með Tiger Woods sagði: „Tiger lærði að tala við fjölmiðla og talaði mikið og oft, en sagði aldrei neitt. Hann hældi sér aldrei mikið, sagði kannski eftir sigur að hann hefði átt góðan dag, hrósaði alltaf mótherjum sínum og var aldrei pirraður þegar hann fékk asna legar spurningar. Hann vissi alltaf þegar sjón varpsvélum var beint að honum vegna þess að honum var stjórnað af hliðarlínunni, einhver úr Tiger­liðinu var alltaf nálægt og lét hann vita með bendingum hvenær hann átti að hætta. Þegar við svo stóðum upp og fórum yfir afrakstur fundarins kom í ljós að við vorum ekki með neitt í höndunum.“ Einfari Ólíkt Michael Jordan, sem var og er mjög félagslyndur og blandar geði við alla, er Tiger Woods einfari. Eftir mót og jafnvel eftir hvern hring var algengt að blaðamenn sem skrifuðu um mótin hittu fyrir kepp­ end ur á bar og ættu góða stund, aldrei Tiger. Um leið og golfinu lauk hvarf hann. Sam band hans við aðra kylfinga var heldur ekki upp á marga fiska. Allir báru þeir virð ingu fyrir honum og vissu að hann var yfir burðamaður í þeirra hópi, golfari sem hafði unnið 71 atvinnumót á þrettán ára tímabili og þar af fjórtán sigra á stórmót­ um. Þeir áttu honum einnig að þakka að verðlaunafé rauk upp úr öllu þegar hann birtist á sjónarsviðinu. Heildarverðlaunafé á ameríska PGA­túrnum árið 1976 var 71 milljón dollara en árið 2008 var upphæðin komin í 279 milljónir dollara. Einn atvinnumaðurinn í golfi hefur lýst Tiger með þessum orðum: „Hann er alltaf í vissri fjarlægð frá okkur eins og hann sé yfir okkur hafinn, samt alltaf kurteis og vina legur þegar við ræðum saman en gefur aldrei neitt af sér.“ Michael Bamberger, sem er einn helsti blaða maður á Sports Illustrated og hefur fylgst náið með Tiger Woods í gegnum tíðina, segir: „Tiger reyndi allt sem hann gat til að vera eðlileg manneskja og við tókum hon um þannig. En nú er ljóst að hann lifði aldrei eðlilegu lífi í íþrótt þar sem langflestir lifa opnu og vanabundnu lífi. Þegar einn sker sig úr í þessum stóra hópi einangrast hann fljótt. Tiger hafði sína djöfla að draga og hann faldi þá vel.“ Pabbadrengur Eftir að poppgoðið Michael Jackson lést hefur mikið verið skrifað og rætt um að verndað uppeldi og ekkert samneyti við önnur börn en systkini sín hafi átt þátt í því að hann varð aldrei fullorðinn. Jackson var alltaf krakkinn sem aðrir vernduðu. Sama má segja um Tiger Woods. Nema Hamingjusöm hjón með fyrsta barnið sitt. Falleg mynd sem eins og margar aðrar álíka voru vel til þess fallnar að halda við þeirri ímynd að Tiger Woods væri skyldurækinn fjölskyldufaðir. Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, tekur á móti Tiger Woods í Hvíta húsinu áður en sögurnar um meint framhjáhald tóku að birtast.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.