Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.2010, Blaðsíða 20

Frjáls verslun - 01.07.2010, Blaðsíða 20
20 F R J Á L S V E R S L U N • 7 . T B L . 2 0 1 0 hvað ætti Framtakssjóðurinn að gera ef hann ætlaði á annað borð að kaupa fyrirtæki til að ávaxta fé sitt? Þetta hefur verið stóra málið um tíma og mikið áhyggjuefni innan viðskiptalífsins eftir hrunið. Að þau fyrirtæki sem hafa lent í krumlu banka og ríkisins fái afskrifaðar skuldir á meðan keppinautarnir verða að standa við sínar skuldbindingar og fá engar afskriftir vegna þess að þeir geta og vilja enn greiða af sínum lánum. Þeir reyna að standa við sitt – en fá keppinautinn með afskrifuð lán tvíefldan í fangið í samkeppninni. Margir forstjórar í landinu eru bálreiðir yfir þessari ósanngirni. Nýir eigendur taka við hinum föllnu fyrirtækjum með afskrifaðar skuldir og eru jafnvel orðnir sterkari en keppinauturinn sem rembist við að greiða af sínum lánum. Þetta er auðvitað ekki sanngjarnt. Þetta er grábölvað mál og eldfimt. Einhverjir verða að eiga fyrirtækin! Einhver kynni að segja að það skipti t.d. miklu máli fyrir samfélagið í heild að eignarhald á Icelandair Group væri í höndum fjárfestis sem geti bakkað félagið upp í niðursveiflu sem flugsagan segir okkur að komi með reglulegu millibili. Að því leyti er Framtakssjóðurinn að fjárfesta í fyrirtæki sem hefur þýðingu fyrir innviði samfélagsins, hvaða skoðun sem menn hafa á aðkomu lífeyrissjóðanna að því. Á móti er það mjög eðlileg spurn ing hvort lífeyrissjóðir eigi að halda Icelandair úti og nota sparnað fólksins í það – nema það gefi í leiðinni góða ávöxtun fyrir sjóðfélaga. Finnbogi lagði áherslu á það á fundinum að sjóðurinn væri fyrst og fremst að hugsa um að ávaxta fé sitt. Það réði för. Það væri enginn utan aðkomandi þrýstingur á sjóðinn að kaupa þessi fyrirtæki. Ice land air væri t.d. mjög vel rekið fyrirtæki og myndi skila sínu. Markmiðið væri að kaupa stór og lífvænleg fyrirtæki í rekstri, gera þau verðmeiri, selja þau og ná góðri ávöxtun fyrir lífeyrissjóðina – og ekki lakari ávöxtun en með fjárfestingum í skuldabréfum. Þetta væri verkefnið. Sem og að endurreisa íslenskt atvinnulíf. Á fundinum var gagnrýnt hversu mikil leynd hvíldi yfir kaupunum á Vestia. Að það vantaði að útskýra þessi kaup fyrir sjóðfélögum líf­ eyrissjóðanna og leggja spilin á borðið. Það væri til lítils að ræða sjóðinn ef engar upplýsingar væru veittar um helstu forsendur kaupanna. Framtakssjóðurinn er í eigu sextán stærstu lífeyrissjóða landsins. Þeir koma fram sem eitt afl. Einn stór fjárfestir. Áður hafa þeir meira fjár fest hver í sínu horni í fyrirtækjum. Lífeyrissjóðirnir líta svo á að núna séu kauptækifæri á markaðnum og kjörið tækifæri til að ná góðri ávöxtun við kaup á fyrirtækjum jafnframt því að móta og taka þátt í endurreisn atvinnulífsins. En hvaða áhættu eru lífeyrissjóðirnir að taka? Gert er ráð fyrir að þeir leggi 42 milljarða í Framtakssjóðinn á móti 18 milljörðum frá Lands bankanum. Eignir lífeyrissjóðanna í landinu eru rúmir 1.800 mill jarðar. Lífeyrissjóðir Framtakssjóðsins eru með 64% af því eða um 1.200 milljarða. Þessir 42 milljarðar eru því um 3,5% Því er haldið fram við Frjálsa verslun að búið hafi verið að afskrifa hátt í 30 milljarða af skuldum Teymis og breyta þeim í hlutafé áður en það var sett inn í Vestia og selt Framtakssjóðnum og að skuldir Teymis séu núna í kringum 12 milljarðar. Finnbogi Jónsson, framkvæmdastjóri Framtakssjóðs Íslands. KAUPIN Á VESTIA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.