Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.2010, Síða 79

Frjáls verslun - 01.07.2010, Síða 79
F R J Á L S V E R S L U N • 7 . T B L . 2 0 1 0 79 það að hann á engin systkin sem sjá um hann. Hann á þrjú eldri hálfsystkin sem faðir hans, Earl Woods, átti með fyrri eiginkonu sinni og eru þau á aldrinum 52­ 55 ára. Tiger hefur lítið haft af þeim að segja og ekki sést á mynd með þeim. Earl, faðir Tigers, sem var fyrrverandi hermað ur og hafnaboltaleikmaður, ól son sinn upp í að verða golfstjarna. Hann gaf honum fyrstu kylfuna þegar hann var eins árs og þá byrj uðu æfingarnar. Þegar Tiger Woods var tveggja ára kom hann fram í sjónvarpsþætti og fór þá í pútt­ keppni við Bob Hope. Eftir það var fylgst vel með honum og afrekin létu ekki á sér standa. Átta ára gamall vann hann sitt fyrsta stóra krakkamót og sex sinnum varð hann krakkameistari Bandaríkjanna. Fimmtán ára varð hann yngsti unglingameistari Banda­ ríkjanna. Í öllum mótunum stóð faðir hans á hliðarlínunni og hafði gát á syni sínum. Earl réð ferðinni. Þótt Tiger eigi að baki tvö ár í háskóla fer litlum sögum af menntun hans. Þegar lífshlaup föður hans er skoðað sést að Tiger hefur fetað í fótspor hans hvað varðar kvensemi og spilafíkn. Kunnugir segja að Tiger hafi lært allt sem þurfti með því að fylgjast með hjákonum föður síns. Hið eina sem vantar upp á er drykkjuskapurinn. Earl þótti drykkfelldur og hegðun hans æ undarlegri eftir því sem sonurinn varð frægari. Fræg er sagan af honum þegar honum var veitt viðurkenningin Faðir ársins. Allir voru mættir í sínu fínasta pússi nema Earl Woods sem mætti blindfullur á svæðið í stuttbuxum og golfbol. Hann drakk síðan sleitulaust. Þegar kom að því að nafn hans var kallað upp var hann steinsofandi. Hann vaknaði við uppkallið og rauk til með þeim afleiðingum að það helltist úr glasinu yfir nærstadda. Tiger­liðið verður til Áður en Tiger gerðist atvinnumaður var búið að ákveða framtíðina hvað varðar fjár­ málin og annað. Faðir hans og lögfræðingur þeirra, John Merchant, gerðu samning við IMG um að fyrirtækið tæki Tiger Woods að sér. IMG er eitt stærsta batteríið í golfheim­ inum. Það er með umboðsmenn kylfinga á sínum snærum, heldur mót, teiknar velli og kemur nánast að öllu sem viðkemur golfi. Þess má geta að goðsögnin Arnold Palmer er einn aðaleigenda IMG. Það var við þessar aðstæður sem sterkt lið í kringum Tiger var myndað; Tiger­liðið. Frá þeirri stundu var líf Tigers Woods verndað frá öllum utanaðkomandi og enginn komst nálægt honum nema Tiger­liðið samþykkti. Þetta átti m.a. við um viðtöl, fjárfestingar og góðgerðarfjárveitingar. Það var einmitt þetta lið sem byggði upp sterkan varnarmúr í kringum kvennamál hans. Leyndarmálin Tiger­liðið þurfti oft að vera á tánum og beita ýmsum brögðum til að vernda orð­ sporið. Það var ekki svo erfitt. Svo sterk var goðsögnin Tiger Woods í huga fólks að það vildi ekki trúa neinu illu um hann. En sögur fóru að sjálfsögðu að leka. Eitt viðhaldið, klámstjarnan Holly Samp ­ son, kom fram í sjónvarpsþættinum Naughty America og sagði frá kynlífi sínu með Tiger Woods. Fáir horfðu á þáttinn og enginn trúði henni. Þetta var sex mánuðum fyrir bílslysið. Þau kynntust í piparsveina partí Tigers rétt fyrir brúðkaup hans. Las Vegas Eftir áreksturinn fyrir utan heimili Tigers og allt komst upp gekk betur að halda spilafíkninni leyndri. Leyndarmálin í Las Vegas eru ekki á lausu. Oft var sagt í frétt­ um að á leið heim af móti eða á leið í mót hefði Tiger komið við á einkaþotu sinni í Las Vegas. Ekkert meira um það sagt. Þekktir spilafélagar Tigers í Las Vegas eru Michael Jordan og Charles Barkley. Þeir spila yfirleitt á Mainson eða MGM Grand þar sem háar fjárhæðir eru í húfi. Einn sjónarvottur segir svo frá: „Þegar þeir hafa spilað dágóða stund fara þeir á næturklúbb þar sem þeir eru umvafðir kvenfólki, eru ekkert að leyna hver tilgangurinn er og yfirleitt er það svo að allra augu beinast að Tiger Woods.“ Á erfitt með að skilja mótlætið Strax eftir umferðarslysið og sjúkrahúsvist­ ina í kjölfarið skrifaði Tiger á vefsíðu sína að hann hefði gert mistök. Hann hélt að það væri nóg, allir myndu fyrirgefa honum. Þegar annað kom í ljós fór hann á taugum og skildi í raun ekki af hverju allir væru á móti sér, leit ekki í eigin barm. Tiger, sem var miðdepill í eigin lífi og lífi annarra, varð allt í einu að horfast í augu við það að hann var hafður að háði og spotti og brandararnir flugu um hann. Tiger er enn stórt fyrirtæki. Honum hefur ekki gengið sem best í golfíþróttinni á árinu. Hann vann sig ekki inn í Ryder­ lið Bandaríkjanna heldur var hann einn fjögurra sem fyrirliðinn valdi. Tiger á örugglega eftir að vinna nokkur mót – þar af nokkur stórmót. En hann vant ar ennþá sjálfstraustið sem einkenndi hann þegar stjarna hans skein skærast. Ímynd fyrirtækisins hefur skaðast og tekj­ u r nar minnkað. Tiger virðist samt sækja í sig veðrið jafnt og þétt. Hann kemur enn vel fyrir og sýnist rólegur og yfirvegaður í viðtölum. Allir hugsa þó það sama; hér hefur illa farið fyrir góðum manni. Hann á sér enn marga aðdáendur og framlag hans til golfíþrótt arinnar hefur gert hana að einni allra vinsælustu íþrótt í heimi. Öll golfmót fá meiri vigt og áhorf ef Tiger er á meðal keppenda. Í Hávamálum segir: Orðstír deyr aldrei þeim er sér góðan getur. Það verður erfitt fyrir Tiger að öðlast sama sess og virðingu og áður. Nokkur af viðhöldum Tigers sem hafa á síðustu mánuðum verið að tjáð sig við fjölmiðla um samband sitt við hann. Tiger Woods ásamt föður sínum Earl Woods, sem lést 2006. „Hann er alltaf í vissri fjar­ lægð frá okkur eins og hann sé yfir okkur hafinn, samt alltaf kurteis og vina legur þegar við ræðum saman en gefur aldrei neitt af sér.“
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.