Frjáls verslun - 01.07.2010, Blaðsíða 54
54 F R J Á L S V E R S L U N • 7 . T B L . 2 0 1 0
Þið þessir fjölmiðlamenn, sagði Ragnar Reykás, en aldrei var ég fullkomlega viss um hvort brandarinn var á kostnað fjölmiðlamanna eða Reykása þessa lands. Fjölmiðlar eru frekir til fjörsins, ágengir, fyrirferðarmiklir og stundum uppáþrengjandi. Það er því
eðli legt að fólk hafi miklar skoðanir á þeim þótt manni finnist
stund um að þar sé kastað steinum úr glerhúsi, sérstaklega þegar
sömu vandlætarar vilja helst ekkert borga fyrir fjölmiðla og þá sér
fræðiþekkingu sem þeir í hinu orðinu kalla eftir.
Þegar mikið liggur við eru fjölmiðlar gjarnan kall
aðir fjórða valdið, dálítið eins og ófríða systir þess
þrígreinda valds sem Montesquieu reyndi að kenna
okkur að meta. Þetta vald er í raun ekkert nema
áhrifavald sem sumir taka sér í krafti þess að hafa
betri aðgang að fólki en gengur og gerist. Það vald
verður mjög auðveldlega af mönnum tekið og það
varir stutt. Almennt eru menn sammála um að fjöl
miðlar hafi ekki áhrif á það hvernig við hugsum en
vissulega geta þeir haft áhrif á hvað við hugsum um.
Vald fjölmiðla er ofmetið, rétt eins og geta fólks til
að stýra eigin lífi.
Um skeið hafa menn haft þá hugmund að það skorti laga setn
ingu um fjölmiðla á Íslandi. En á ný liggur fyrir al þingi laga frum
varp um fjölmiðla þar sem reynt er að smíða heild stæða löggjöf sem
væntanlega er ætlað að stuðla að heilbrigðu og skynsamlegu fjöl
miðla umhverfi.
Þetta er í þriðja sinn sem fjölmiðlafrumvarp birtist. Allir ættu
að muna eftir fjölmiðlafrumvarpi því sem flestir eignuðu Davíð
Oddssyni en í miðjum átökum við Baugsveldið vildi hann setja
fjöl miðlum lög sem takmörkuðu eignarhald. Þar átti að tryggja
að ekki yrði lengur heimilt fyrir sama aðilann að eiga ráðandi
hlut í bæði ljósvakamiðli og dagblaði. Skynsamlegt fyrirkomulag
myndu margir halda, en eigi að síður varð frumvarpið að gjá milli
þings og þjóðar að dómi forsetans sem neitaði að skrifa undir. Það
dagaði uppi, því af herkænsku ákvað Davíð að afturkalla lögin,
sem voru fordæmalaus viðbrögð við fordæmalausri ákvörðun for
setans. Á þeim tíma voru margir farnir að trúa því að við lifðum á
for dæmalausum tímum en það átti eftir að breytast.
Næst gerði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir tilraun til að koma
með fjölmiðlafrumvarp, að því er virtist með það að megin mark
miði að takmarka eigendavaldið. Endurskilgreining RÚV var síðan
aukageta og vissulega tókst henni að breyta RÚV í ohf. þótt ávinn
ingur þess liggi ekki í augum uppi. Frumvarp Þorgerðar Kat rínar
dagaði uppi í miðju hruninu.
Núverandi menntamálaráðherra er komin með sína eigin út
gáfu af fjölmiðlafrumvarpi og er stefnt að því að afgreiða það
í vetur. Semsagt; þrjú mismunandi frumvörp, öll með ólíkar
áherslur. Er það svona sem við viljum að lagasetning sé stunduð?
Segj um sem svo að borgarar þessa lands séu sammála um að um
fjöl miðla eigi að vera heildstæð löggjöf – væri þá ekki eðlilegt
að halda að sú löggjöf kæmi eftir nokkuð vandaða yfir legu þar
sem hagsmunaaðilar og löggjafinn sameinuðust um mark mið og
framtíðarsýn og settu sér lög sem gætu dugað sem starfs grund völlur?
Þess í stað eru sérfræðingar mennta mála ráðu neyti sins látnir kokka
upp nýja uppskrift í hvert skipti sem nýr ráð herra stígur inn fyrir
dyrnar. Á sama tíma eru starfsmenn fjár málaráðuneytisins að pukrast
með hugmyndir um að hækka virðis aukaskatt á fjölmiðla úr 7% í
25,5% og þannig reka síðasta nagl ann í líkkistu fjölmiðlarekstrar á
Íslandi. Rekstrarstaða fjöl miðla hefur verið þannig um langt skeið
að þeir eiga erfitt með að stunda þá vöruvöndun sem nauð synleg
er og almenningur virðist seint þreytast á að kalla eftir. Þótt það
sé sjálfsagt lýjandi að hlusta á fjölmiðlamenn barma sér yfir eigin
bókhaldi þá er þetta staðreynd sem ekki verður
komist hjá að ræða. Það gengur ekki upp að setja
rekstr inum marg vís legar skorður vegna menningarlegs
hlut verks, svo sem með banni á áfengis auglýsingum,
og setja nýjar álögur sem ekki verður komið út til
neytenda, sem margir hverjir virðast telja að ókeypis
fréttamiðlun sé nokkuð sem gengur fullkomlega upp.
En nú er íslenskufræðingurinn og menntamála ráð
herrann Katrín Jakobsdóttir komin fram með sitt
frumvarp þar sem eignarhald á fjölmiðlum er ekki
lengur þungamiðjan og staða RÚV siglir framhjá. Í
stað útvarpsréttarnefndar er komin Fjölmiðlastofa.
Stofnun, segja hægrimenn, og vissulega stendur það í fjölmiðla
mönn um að þurfa að heyra undir eitthvert apparat enda erfitt
að sjá hvernig það getur samrýmst því rúma tjáningarfrelsi sem
fjölmiðlum er svo nauðsynlegt. Hægrimenn hafa sjálfsagt blend
nar tilfinningar þegar kemur að eignarhaldi fjölmiðla. Þó að
það væri að þeirra frumkvæði að farið var að fjalla um slíkt eiga
margir erfitt með að sætta sig við slíkar skorður við atvinnufrelsi.
Mætti jafnvel leyfa sér að halda að samkeppnislög gætu dugað.
Það er reyndar forvitnilegt að skoða þann fjölbreytta kokkteil
sem fjölmiðlafrumvarpið færir okkur. Í 64. grein er tiltekið að
gerð ar verði breytingar á sex öðrum lögum samhliða samþykkt
fjöl miðlafrumvarpsins. Þessi bandormur tekur til breytinga á lög
um um prentrétt, höfundalaga, fjarskiptalaga, laga um RÚV (þó
minna en margir vildu), laga um eftirlit með aðgangi barna að
kvik myndum og tölvuleikjum og að síðustu lyfjalaga. Má vera að
nú loksins verði tekið á ávanabindingu fjölmiðla.
Sigurður Már Jónsson
FJÖLMIÐLALÖG –
ÞRIÐJA TILRAUN
Sigurður Már Jónsson
blaðamaður
SIGURÐUR MÁR JÓNSSON
Úr frumvarpi til laga um fjölmiðla:
Sigurður Már Jónsson blaðamaður skrifar hér um
fjölmiðlafrumvarp Katrínar Jakobsdóttur mennta mála -
r áðherra þar sem sett verður á laggirnar Fjölmiðla stofa.
Þetta er þriðja fjölmiðlafrumvarpið á nokkrum árum og
nú er eignarhald á fjölmiðlum ekki lengur þungamiðjan.