Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.2010, Blaðsíða 82

Frjáls verslun - 01.07.2010, Blaðsíða 82
82 F R J Á L S V E R S L U N • 7 . T B L . 2 0 1 0 SIGRÚN KJARTANSDÓTTIR framkvæmdastjóri NordicaSpa NordicaSpa er heilsulind sem veitir fyrsta flokks þjónustu í rólegu og þægilegu umhverfi og er áhersla lögð á persónulegt viðmót, fallegt og notalegt umhverfi og fagleg vinnubrögð. „Ég tók við rekstri NordicaSpa 12. júlí sl. og starfa með frábæru starfsfólki sem er tilbúið að taka þátt í nýjungum og tekur þátt í nýrri stefnumótun stöðvarinnar. Mitt starf er fjölþætt rekstrarlega en stór hluti af því er að sjá til þess að allir starfsmenn hafi þau tæki, tól og aðstöðu sem þarf ásamt réttri hvatningu og eftirfylgni. Ég er jafnmikið að vinna fyrir þau eins og þau fyrir mig. Yfirmaður/undirmaður á ekki heima á NordicaSpa; þar vinnum við fyrst og fremst saman og höfum gaman í vinnunni. Við setjum viðskiptavininn í fyrsta sæti og stefnum að því að vera besti valkostur bæði viðskiptavina sem og starfsmanna þegar líkamsrækt og heilsa er annars vegar. Við erum nýfarin af stað með nýtt nám- skeið sem heitir ZUMBA fitness og byggist á auðveldum danssporum fyrir allan aldur. Þetta námskeið hefur slegið í gegn og færri komast að en vilja. Einnig fórum við af stað með nýtt námskeið byggt á hreinsun líkam ans með mataræði og hreyfingu. Þar er unnið með aðallífsstílsvandamál þjóð - ar innar sem er tengt meltingarfærunum enda segjum við ekki að þú sért það sem þú borðar heldur að þú sért það sem þú meltir.“ Það kemur ekki á óvart að líkamsrækt skuli vera eitt aðaláhugamál Sigrúnar. „Ég spilaði í nokkur ár körfubolta með meistara - flokki Fram sem unglingur og fannst alltaf gaman í leikfimi í skóla. Fór reyndar ekki að stunda reglulega líkamsrækt fyrr en um tvítugt. Lengi vel stundaði ég líkamsrækt inni á stöðvunum en upp úr 2005, í kjöl - far þess að ég kláraði meistaranámið, langaði mig að gera eitthvað sem reyndi sér staklega mikið á mig og ákvað að hlaupa hálft maraþon og síðan heilt. Í kjölfarið hljóp ég oft hálft maraþon og nokkrum sinn um heil, bæði hér heima og erlendis, og hef alltaf tengt heilu maraþonhlaupin við styrktarsöfnun. Hef hlaupið bæði fyrir MS-félagið og Ljósið. Hlaup er partur af minni líkamsrækt og ég hleyp oft í vinnuna. Annað stórt og mikilvægt áhugamál mitt og fjölskyldunnar hefur verið samkvæmis- dans. Tvö börnin okkar voru í dansi og kepptu í mörg ár, bæði hér heima og erl end is. Í kjöl- farið fórum við hjónin að læra dans og svo að keppa. Við tókum meira að segja þátt í fjórum heimsmeistarakeppnum fyrir Íslands hönd. Við eigum t.d. okkar bestu vini úr dansinum og þessi vinahópur er okkur mjög dýrmætur enda vorum við mikið saman. Við dönsuðum og kepptum saman og fórum í göngur, langar og stuttar, útilegur og gerðum ýmislegt skemmtilegt annað. Þessi hópur er að mestu hættur að dansa í dag en við störfum mörg með Dansíþróttasambandi Íslands, sérstaklega við keppnishaldið. Við hjónin kepptum síð ast árið 2007 en það er á dagskránni að dusta rykið af dansskónum og byrja aftur að dansa og jafnvel keppa. Annað mikilvægt að mínu mati er að finna stundir þar sem öll fjölskyldan getur komið saman. Það verður æ erfiðara eftir því sem fjölskyldan stækkar en engu að síður mikil vægt. Á tímabili, þegar öll börnin voru við nám erlendis og við hjónin ferðuðumst mikið í okkar fyrri störfum, þá hittist fjöl- skyldan oft í smáfríi í London. Þá fannst mér við vera orðin ansi alþjóðleg. Þetta var skemmtilegur tími sem við eigum öll eftir að minnast með gleði en nú eru nýir tímar sem ég hlakka til að takast á við.“ Nafn: Sigrún Kjartansdóttir Fæðingarstaður: Reykjavík, 8. júlí 1958 Foreldrar: Kjartan Sveinn Guðjónsson, fv. skrifstofumaður hjá Skeljungi, og Lína Guðlaug Þórðardóttir, fv. eigandi Upp setn­ ingarbúðarinnar. Bæði á lífi. Maki: Eggert Claessen, framkvæmda stjóri Frumtaks. Börn: Ásdís, 35 ára, sálfræðingur; Anna, 24 ára, fjölmiðlafræðingur; Stefán, 22 ára, nemi við Háskóla Íslands. Menntun: Kennarapróf (B.Ed.) frá Kennaraháskóla Íslands, 1983. Meistara próf í viðskiptafræði (M.Sc.) og meistarapróf í mannauðsstjórnun (MA) frá Háskóla Íslands, 2004. Sigrún Kjartansdóttir. „Lengi vel stundaði ég líkamsrækt inni á stöðvunum en upp úr 2005, í kjölfar þess að ég kláraði meistaranámið, langaði mig að gera eitthvað sem reyndi sérstaklega mikið á mig og ákvað að hlaupa hálft maraþon og síðan heilt.“ Fólk Borgartúni 37 | 105 Reykjavík | Sími 516 1000 | skyggnir.is ISO 27001 Umvafin þjónustu Rekstrarþjónusta Skyggnis Treystu okkur fyrir heildarrekstri tölvukerfa þinna og þú getur áhyggjulaus tryggt viðskiptavinum þínum gæði og framúrskarandi þjónustu. Frá því að hýsa staka netþjóna og til þess að ráðleggja þér um öryggi gagna, sinna þjónustu við útstöðvar, afrita eða annast rekstur sýndarnetþjóna. Við umvefjum þig þjónustu og pössum uppá að tölvukerfi þín sé til reiðu þegar þú þarft að vinna og vökum yfir þeim þegar þú sefur. Skyggnir - Rekstrarþjónusta án aukareikninga. Hafðu samband við söluráðgjafa Skyggnis til að fá frekari upplýsingar um rekstrarþjónustu Skyggnis. Síminn er 516 1000 og netfangið: sala@skyggnir.is H 2 H Ö N N U N
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.