Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.2010, Blaðsíða 53

Frjáls verslun - 01.07.2010, Blaðsíða 53
F R J Á L S V E R S L U N • 7 . T B L . 2 0 1 0 53 S T J Ó R N U N Kelley segir að „gullfólkið“ geti hvort sem er verið leiðtogar eða fylgjendur, vegna þess að leiðtogamennskan eða fylgdarmennska sé ákveðin hlutverk sem fólk leiki á leiksviði lífsins. Það sem skilur að leiðtoga og fylgjendur séu ekki andlegir hæfileikar heldur þessi hlut verkaskipting. Í mörgum fyrirtækjum er braut leiðtogamennskunnar eina leiðin til að komast til metorða. Þessu vill Kelley breyta. Hann vill að fyrirtæki þrói og þroski markvisst virka fylgjendur (gullfólk). Það komi viðkomandi fyrirtæki til góða og auki hagnað þess. Út frá rannsóknum Kelleys ættu ábyrgir leiðtogar og/eða stjórn­ endur að þekkja helstu kenningar um hvatningu og starfsánægju, enda hafa þeir þættir bein áhrif á frammistöðu starfsmanna. Stjórnendur skipulagsheilda þurfa að fjölga „gullfólkinu“ í röðum starfsmanna sinna. Ánægt og sátt starfsfólk hlýtur að vera hagur hverrar skipulagsheildar. Þekking stjórnenda á helstu kenningum um hvatningu og starfsánægju starfsmanna er afar mikilvæg í þessu sambandi. Hér er tæpt á fjórum kenningum um hvatningu og tveimur um starfsánægju til frekari upplýsingar. Þarfakenning Maslows (Maslow’s Hierarchy of Needs) fjallar um lægstu til æðstu þarfa mannsins. Maslow setur þessar þarfir í píramíta. Neðstar eru líkamlegar þarfir, þá koma koma öryggis ­ þarfir, þá félagsleg þörf og ástúð, eftir það viður kenn ingar þörf og loks sjálfsbirtingarþörf er trónir á toppn um. Þegar tiltekinni þörf hefur verið fullnægt dvínar mikilvægi hennar og næsta þörf fyrir ofan er virkjuð. Þarfakenning McClellands (Theory of Needs) fjallar um þörf mannsins fyrir árangur og setningu ögrandi markmiða, úthald og að takast á við erfiðleika. Þá er það þörfin fyrir völd, sem snýst um að hafa áhrif á aðra, breyta öðrum eða hafa áhrif á viðburði með þeim hætti að breytingin skipti máli í lífinu. Loks er það þörfin fyrir félagsleg tengsl, sem snýst um að stofna til og viðhalda nánum tengsl um við aðra. Kenningin um sanngirni (Equity Theory). Samkvæmt þessari kenningu vilja starfsmenn að það sé komið fram við þá af sann­ girni. Ef starfsmenn skynja það, að vinnuveitandi komi fram við þá af réttlæti, er það mikill hvati fyrir þá að standa sig vel í vinnu. Ef þeim finnst aftur á móti að það sé ekki komið fram við þá af sanngirni má búast við að þeir beini kröftum sínum í þá átt að minnka þetta ranglæti. Kenningin um væntingar (Expectancy Theory) er ein vinsælasta kenningin á sviði hvatningar. Þetta er hugræn kenning sem gerir ráð fyrir að fólk viti hvað það vill, og viti að frammistaða þess í vinnu ákvarðar þá umbun sem það fær. Það eru þrír meginþættir lagðir til grundvallar: gildi (valence), tilstilli (instrumentality) og væntingar (expectancy). Gildi vísar til ákveðinnar umbunar fyrir framlag. Tilstilli vísar til þess hversu miklar líkur starfsmaður telur á því að ákveðin útkoma fylgi frammistöðu. Væntingar vísa til sambandsins á milli þess hversu mikið starfsmaður leggur á sig og frammistöðu hans. Tveggja þátta kenning Herzbergs (Two-factor Theory) er bæði kenn ing hvatningar og starfsánægju. Hún gengur út á tvo þætti eins og nafnið gefur til kynna. Það eru annars vegar viðhaldsþættir og hins vegar hvatningarþættir Viðhaldsþættir: Stefna fyrirtækis Gæði stjórnunar Samskipti við aðra Laun Starfsöryggi Vinnuaðstæður Hvatningarþættir: Árangur Möguleiki á stöðuhækkun Persónulegur þroski Áhugavert starf Viðurkenning Ábyrgð Höfundur kenningarinnar vill meina, að starfsánægja og starfs­ óánægja séu tvær aðskildar og sjálfstæðar víddir, ólíkt hefðbundinni skoðun. Samkvæmt þessari kenningu þarf að uppfylla viðhalds­ þætt ina svo möguleiki sé að öðlast starfsánægju. En það er ekki þar með sagt að maður öðlist starfsánægju með því, heldur þarf maður einnig að hafa hvatningarþætti í lagi. Það þarf því að taka á báðum þáttum til þess að öðlast starfsánægju. Kenningin um stöðugt ástand (The Steady-State Theory) fjallar um starfsánægju. Hver starfsmaður hefur ákveðið stig starfsánægju, stöðugt ástand eða jafnvægi. Síðan getur ýmislegt komið upp á tímabundið, sem verður þess valdandi að starfsánægjan minnkar eða eykst. Til dæmis fær starfsmaður kauphækkun, eða hann er skammaður af yfirmanni. Eftir því sem neikvæðu þættirnir koma oftar og vara lengur minnkar starfsánægjan í heildina. Ef þessar sveiflur eru stundum og í jöfnu hlutfalli vont/gott endar við kom­ andi aftur í fyrra jafnvægi og í stöðugu ástandi starfs ánægju. Tilgangur Kelleys með þessari grein er m.a. sá að hvetja stjórn ­ endur til að breyta um áherslur og leyfa fylgjendum (undir mönn um) að njóta sín og aðstoða þá að komast á þann stað sem þeim ber að vera á. Hann segir að fylgjendur séu annar hlutinn af ákveð inni heild sem mynduð sé af þeim og leiðtogum. Flokkunarlíkan Kelleys er frábært verkfæri fyrir leiðtoga. Þá eru kenn ingar um hvatningu og starfsánægju einnig mikilvægar í þessu sambandi. Stjórnendur og/eða leiðtogar hljóta að vilja fjölga „gull fólk­ inu“ fyrirmyndarfylgjendum í sínum röðum, og þeim ein stakl ingum sem eru sáttir og ánægðir í vinnuumhverfi sínu. Á þann hátt efla leiðtogar skipulagsheildir sínar og auka framleiðni þeirra og hagnað. Ef gullfólkið er á öndverðum meiði kemur það með aðra tillögu sem er þá uppbyggileg og hjálpar leiðtoganum. Það er stundum sagt að þetta fólk sé „leiðtogar í dulargervi“. Fræðimaðurinn dr. Robert E. Kelley er heims þekktur fyrir skrif sín á sviði stjórn unarfræða.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.