Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.2010, Page 27

Frjáls verslun - 01.07.2010, Page 27
F R J Á L S V E R S L U N • 7 . T B L . 2 0 1 0 27 Frummælendur á fundinum voru þeir Finnbogi Jónsson, fram­kvæmda stjóri Framtakssjóðs Íslands, Matthías Imsland, for­ stjóri Iceland Express, og Hallbjörn Karls­ son fjárfestir. Finnbogi sagði að Framtakssjóðurinn væri stofnaður til að ávaxta fé líf eyris sjóð­ anna og taka þátt í að endurreisa atvinnu­ lífið. Annað hefðu lífeyrissjóðirnir ekki að leiðar ljósi. Hann sagði að lífeyrissjóðirnir ætluðu að nýta sér þau tækifæri sem myndast hefðu í íslensku atvinnulífi í kjölfar efna­ hagshrunsins og það væri ekkert óeðlilegt við það. „Við erum að kaupa lífvænleg og í grunninn góð fyrirtæki sem við höfum trú á að við getum gert verðmeiri og ávaxtað þannig okkar fé.“ Finnbogi sagði að það væri svolítið sérstök staða ef Framtakssjóðurinn væri kominn til að taka þátt í endurreisn atvinnulífsins því það vantaði fé inn á markaðinn en mætti svo ekki kaupa nein fyrirtæki í samkeppni. „Það verður ekki komist hjá því að kaupa samkeppnisfyrirtæki. Þannig er það bara.“ Hallbjörn Karlsson fjárfestir gagnrýndi lífeyrissjóðina fyrir að hætta sparifé landsmanna til að fara í áhættufjárfestingu sem kaup á fyrirtækjum væru. Þeir ættu að einbeita sér frekar að skulda bréfa mark­ aðnum. Þetta væru alltof áhættusamar fjárfestingar. „Lífeyrissjóðirnir hafa litla reynslu af að kaupa beint í fyrirtækjum, hvað þá fyrir ­ tækjum sem standa illa og þarf að endur ­ reisa,“ sagði Hallbjörn á fundinum og bætti við að mikil óvissa væri um íslenskt atvinnulíf – ekki síst vegna þess að hér væru ennþá mikil gjaldeyrishöft. Hallbjörn gagnrýndi einnig hversu mikla áherslu Framtakssjóðurinn hefði lagt á að lífeyrissjóðirnir væru að móta og taka þátt í endurreisn atvinnulífsins. Þeir ættu Hörðum skeytum var beint að Finnboga Jónssyni, framkvæmdastjóra Fram takssjóðs Íslands, á fundi Samtaka verslunar og þjónustu á dögunum. Sjóð urinn var harðlega gagn rýndur fyrir að vera nýr fjárfestingarrisi á mark aðnum í eigu lífeyrissjóðanna og kæmi inn í fallin fyrirtæki og keppti við þau sem fyrir væru á markaðnum og hefðu ekki fengið afskrifað hjá bönkunum. SKEYTIN DUNDU Á FINNBOGA SJÓÐHEITUR FUNDUR: TEXTI: JÓN G. HAUKSSON MYNDIR: GEIR ÓLAFSSON O.FL.

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.