Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.2010, Síða 60

Frjáls verslun - 01.07.2010, Síða 60
60 F R J Á L S V E R S L U N • 7 . T B L . 2 0 1 0 Frumkvöðla- og nýsköpunarsamfélagið Ásbrú KADECO Ásbrú er stórt frumkvöðla­ og nýsköp ­unarsamfélag sem rekið er af Þró ­unar félagi Keflavíkurflugvallar í sam ­ starfi við nokkra aðila, þar á meðal Nýsköp ­ unarmiðstöð Íslands, Keili o.fl. Uppbygging á sviði orku, samgangna og heilsu Að sögn Kjartans Þórs Eiríkssonar, fram­ kvæmdastjóra KADECO, er mikið húsnæði á Ásbrú og landrými sem nýtist mjög vel fyrir ný verkefni og frumkvöðlastarfsemi: „Frumkvöðlasetur hýsir minni frum kvöðla ­ fyrirtæki og fyrirtækjahótel hýsir mörg lengra komin fyrirtæki. Þá eru mörg fyrirtæki með aðsetur í mismunandi fasteign um á svæðinu. Á meðal spennandi frum kvöðlafyrirtækja á Ásbrú má nefna Gagnavörsluna sem býður fyrirtækjum upp á alhliða lausnir í gagnamálum. Eftir að íslenska ríkið yfirtók eignir á gamla varnarsvæðinu var farið í greiningarvinnu á mögulegri uppbyggingu svæðisins. Í kjöl farið var ákveðið að leggja áherslu á uppbygg ingu þriggja þekkingarklasa á sviði orku, sam gangna og heilsu. Í dag ber svæðið heitið Ásbrú – samfélag frumkvöðla, fræða og atvinnu lífs. Fullkomið orkurannsóknarsetur Heilsuþorpið Ásbrú er stærsti klasinn í dag. Þar hefur verið tekið á móti þúsundum gesta til meðferðar og mun það aukast gríðarlega á næstu árum í tengslum við ný verkefni, t.d. sjúkrahús sem sérhæfir sig í aðgerðum á heilsuferðamönnum auk verkefnis sem tengist tannlækningum. Þá skipar Heilsu ­ skóli Keilis stóran sess í heilsutengdri menntun og uppbyggingu á svæðinu. Í orkumálum hefur verið byggt upp fullkomið orkurannsóknarsetur hjá Keili sem jafnframt býður upp á nám í orkutæknifræði. Þá eru á Ásbrú spennandi fyrirtæki í orkutengdri uppbyggingu, m.a. HBT sem er með spennandi orkulausnir og selur þær þegar á alþjóðavísu. Gagnaver Verne Global er stærsta verkefnið á Ásbrú en heildarfjárfestingin á bak við gagnaverið er metin á 87 milljarða. Hvað varðar sam­ gönguklasa snýst upp bygg ingin um öfluga flugakademíu á vegum Keilis og fram tíðar­ áætlanir um vöruflutningamiðstöð tengda Kefla víkur flug velli og samþættingu við skipa­ flutninga. Þau verkefni verða unnin í góðu sam ­ starfi við sveitar félög á svæðinu og Keili.“ „Í kjölfarið var ákveðið að leggja áherslu á uppbyggingu þriggja þekkingarklasa á sviði orku, samgangna og heilsu.“ Kjartan Þ. Eiríksson, framkvæmdastjóri Kadeco. Við dönsum ballett í skotfærageymslum www.asbru.is Menntun » Nýsköpun » Heilsa » Orka » Lífsgæði » Samgöngur Á Ásbrú breytist flugskýli í kvikmyndaver, kirkja í skrifstofu og hernaðarmannvirki fá borgaralegt hlutverk. Skotfærageymslan var upplögð fyrir listdansskólann – þar er Bryn Ballett Akademían með blómlega starfsemi og krúttlega nemendur. Við breytum hlutunum á Ásbrú! www.bryn.is
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.