Frjáls verslun - 01.07.2010, Qupperneq 25
F R J Á L S V E R S L U N • 7 . T B L . 2 0 1 0 25
Vodafone er stærsta fyrirtækið í Teymi og þar hefur framlegðin verið
góð og reksturinn skilað vel af sér upp í fjármagn og afskriftir. Þarna
eru sagðir góðir möguleikar og lítil áhætta fyrir Framtakssjóðinn.
Flestir eru á því að Framtakssjóðurinn byrji á því að setja HugAx
inn í Skýrr og skrá fyrirtækið á markað. Þessi fyrirtæki hafa skilað
ágætri framlegð. Mikil óvissa er hins vegar sögð í kringum EJS og
spurning hvernig Framtakssjóðurinn tekur á því máli. Þar hafa verið
erfiðleikar.
Aðeins að öðru. Það er vitað að starfsmenn einstakra fyrirtækja
innan Teymissamstæðunnar vildu kaupa viðkomandi fyrirtæki áður
en þeim var skellt inn í Skýrr eftir hrunið. Yfirmenn Vestia voru á
þeim tíma ekki tilbúnir að gefa slíkum hugmyndum gaum.
Vitað er t.d. að starfsfólk í HugAx vildi kaupa það fyrirtæki á verði
sem samkvæmt upplýsingum blaðsins var mjög viðunandi, jafn vel
svo að menn væru að teygja sig til hins ýtrasta.
Nú heyrast sögusagnir af því að verðmat á t.d. HugAx inn í Vestia,
nú þegar Framtakssjóðurinn er að kaupa, sé miklu lægra en það verð
sem starfsmenn vildu greiða á sínum tíma. Ef svo er, þá bendir það
nú til þess að Framtakssjóðurinn sé að gera vel – að minnsta kosti
varð andi kaupin á HugAx.
Húsasmiðjan og Plastprent eru eiginlega aukastærðir í Vestiakaup
unum. Húsasmiðjan er í grunninn gott fyrirtæki og það verður alltaf
þörf fyrir viðhald húsa þótt nýbyggingar séu ekki fyrirsjáanlegar á
næstu tveimur til þremur árum. En hvers vegna er Framtakssjóður
að taka Húsasmiðjuna yfir? Búið var að afskrifa skuldir þar áður en
fyrirtækið var sett inn í Vestia.
Hvers vegna ekki hringt í Bauhaus?
Hvers vegna auglýsti Landsbankinn verslanirnar ekki bara til sölu? Eða
hvers vegna hringdi hann ekki út í þá Bauhausmenn og bauð þeim
verslunina til kaups svo þeir gætu stytt sér leið inn á íslenskan bygg
ingarmarkað? Kannski það símtal hafi átt sér stað! Annað eins er nú
hringt. Ekki kæmi á óvart þótt Framtakssjóðurinn kannaði áhuga
Bauhausmanna.
Það er kannski ekki ástæða til að eyða löngum tíma í Plastprent.
Þetta er traust iðnfyrirtæki í plastiðnaði. Og það verður alltaf þörf fyrir
plast og vörur Plastprents. Að vísu er hægt að flytja þær inn líka. En
Plastprent skuldar of mikið og þar þarf að ná skuldum niður.
Á markaðnum er staðan núna sú að fjárfestar hafa engan áhuga á að
kaupa fyrirtæki með þeim skuldaklafa sem á þeim hvílir. Fjár festarnir
segja að bankarnir verði fyrst að afskrifa skuldir þeirra fyrirtækja sem
þeir hafa tekið yfir svo einhverjir hafi áhuga á að kaupa þau.
Bent hefur verið á að þegar Japanir lentu í sinni krísu upp úr 1990
hafi mestu mistökin verið þau að bankarnir voru mjög tregir til að
skola skuldunum út úr fyrirtækjunum svo þau gætu byrjað upp á
ICELANDIC GROUP Á HLUTA-
BÉFAMARKAÐ
Ætlunin er að skrá Icelandic Group á hlutabréfamarkað.
Framtakssjóðurinn mun beita sér fyrir skráninguni á næstu 18
til 24 mánuðum háð markaðsaðstæðum.
„Í ljósi víðtækrar alþjóðlegrar starfsemi Icelandic Group og
áhuga alþjóðlegra fjárfesta á félaginu verða kannaðir kostir
tvö faldrar kauphallarskráningar, það er, að hlutabréf félagsins
verði skráð í tveimur kauphöllum, bæði hér og erlendis,“ segir
í tilkynningu.
„Til að breikka hluthafahópinn gerir Framtakssjóðurinn ráð
fyrir að bjóða öðrum langtíma fjárfestum að kaupa allt að 35%
hlut í félaginu á næstu mánuðum. Að mati Framtakssjóðsins
mun samstarf við langtíma fagfjárfesta með áhuga og áherslu
á sjávarafurðir auðvelda kauphallarskráningu félagsins og
skapa því tryggari framtíð.“
Icelandic Group hét áður Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna.
Hagnaður Icelandic Group af reglulegri starfsemi fyrir skatta
var rúmir tveir milljarðar króna á fyrri hluta þessa árs.
Rekstrarhagnaður jókst um 20 prósent og var 4,1 milljarður kr.
Hagnaður fyrir skatta jókst um 135 prósent milli ára á fyrri
helming þessa árs þrátt fyrir að árið 2009 væri besta ár í sögu
félagsins.
Icelandic Group er alþjóðlegt sjávarútvegsfyrirtæki og eitt það
stærsta sinnar tegundar í heiminum. Um 35% af íslenskum
sjávarafurðum eru seld af Icelandic.
Ekki er ólíklegt að verðmiðinn á Högum (10-
11 er komið út) gæti legið í kringum 12 til 15
milljarða króna í mesta lagi. Hagar hafa verið
að skila hagnaði upp á um 700 milljónir til
einn milljarð á undanförnum árum.