Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.2010, Side 81

Frjáls verslun - 01.07.2010, Side 81
F R J Á L S V E R S L U N • 7 . T B L . 2 0 1 0 81 Fólk GUNNHILDUR ARNARDÓTTIR framkvæmdastjóri félagasamtakanna Stjórnvísi Gunnhildur tók nýlega við fram-kvæmda stjórastarfi hjá Stjórnvísi sem er stærsta og öflugasta fagfélag um framsækna stjórnun á Íslandi. Markmið félagsins er að stuðla að umbótum í stjórnun íslenskra fyrirtækja með miðlun þekkingar og reynslu meðal stjórnenda. „Starf mitt felst aðallega í að vera í góðu sambandi við félagsmenn sem eru 800 talsins hjá 250 fyrirtækjum. Kjarnastarfið fer fram í faghópum sem í dag eru 16 talsins á jafnmörgum sviðum stjórnunar. Hver hópur boðar til fundar að jafnaði einu sinni í mánuði þar sem tiltekið málefni er tekið til umfjöllunar í fyrirlestra- og umræðuformi eða á annan hátt. Ég að stoða hópana við að auglýsa fundina á heima síðu félagsins og senda út fundarboð ásamt því að hvetja þá til samstarfs og aðstoða við ráðstefnur. Í starfi mínu felst jafnframt almennur rekstur félagsins og nýt ég stuðnings frábærrar stjórnar og félags - manna. Þessa dagana er allt á fullu hjá fag hópunum að undirbúa metnaðarfulla dag- skrá vetrarins. Sumir hópanna auglýsa strax alla fundi vetrarins á heimasíðu félagsins á meðan aðrir kynna þá jafnóðum. Hin árlega Haustráðstefna Stjórnvísi er í undirbúningi og mun hún skarta frábærum fyrirlesurum sem enginn ætti að missa af.“ Það þarf engan að undra að Gunnhildur skyldi veljast í framkvæmdastjórastarf Stjórnvísi. „Félagsstarf hefur verið stór hluti af lífi mínu alla tíð. Í dag er ég formaður Emblna sem er félagsskapur MBA-kvenna sem eru útskrifaðar frá HR. Einnig er ég í Advisory- board fyrir MBA-námið í HR “ Gunnhildur er alin upp í veðursældinni í Laugarnesinu og lék sér þar í fjörunni öllum stundum. „Ég nýt mín hvergi eins vel og í fjörum því þær eru svo fullar af lífi hvert sem litið er. Þegar ég var að alast upp voru sveitabæir í Laugardalnum og hesthús Fáks. Í dag búum við á Seltjarnarnesi sem er algjör náttúruparadís þar sem við vökn um upp við fuglasöng á morgnana. Þrjár ólíkar fjörur umkringja Nesið og ekkert er eins endurnærandi og að ganga í fersku sjávarloftinu í kringum Nesið eftir vinnudag. Maðurinn minn Hafsteinn er mikil aflakló hvort heldur er á fisk, fugl eða dýr. Hann á bát með vinum sínum og sonurinn veit ekkert skemmtilegra en sigla út á sjó með pabba sínum, hann ætlar að verða sjómaður þegar hann er orðinn stór. Meðan eiginmaðurinn er við veiðar nýt ég þess að fara í sund sem ég geri nær daglega og að lesa góðar bækur. Reyndar er ég mikill bókaormur, er fastagestur á Bókasafni Seltjarnarness og er líka dug leg að vera í leshringjum. Svo legg ég stund á heimspeki í fimm vikur á haustin með krökkunum sem ég var með í barna skóla. Við hittumst í gamla skólanum okkar, Laugalæk, og njótum handleiðslu bekkjar félaga okkar Jóns Thoroddsen heim- spekings. Þarna ræðum við tilgang lífsins, og leitum svara við spurningum eins og: Fylgir virðing valdi? Hvers vegna fylgir oft leynd valdi? Með hverju hugsum við? Hvar er ímyndunaraflið staðsett? – Einnig hittumt við stundum á kaffihúsum og ræðum undirbúnar „klípusögur“. Haustið er tíminn sem ég nýt best því ég er fædd í september, mánuðinum sem náttúran skartar sinni fegurstu litadýrð og uppskera sumarsins er færð í hús. Það allra skemmtilegasta sem ég er að gera þessa dagana fyrir utan að vera í Stjórnvísi, heim speki og Emblum er að vinna með vini mínum og viðskiptafélaga í nýstofnuðu fyrirtæki okkar. Mér finnst ég einstaklega heppin manneskja og legg mig fram við að lifa lífinu lifandi. Mitt mottó í lífinu er að skilja við fólk jákvæðara en ég kom að því.“ Nafn: Gunnhildur Arnardóttir Fæðingarstaður: Reykjavík, 21. september 1957 Foreldrar: Anna E. Elíasdóttir og Örn Gunnarsson Maki: Hafsteinn Jónsson Börn: Hrafnhildur, 34 ára, Berglind, 29 ára, og Hafsteinn Ernir, 13 ára Menntun: Lagði stund á stjórn mála­ fræði við HÍ og er með BSc og Master in Business Administration frá Háskólanum í Reykjavík. „Haustið er tíminn sem ég nýt best því ég er fædd í september, mánuðinum sem nátt- úran skartar sinni fegurstu lita dýrð og upp skera sumarsins er færð í hús.“

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.