Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.2010, Page 12

Frjáls verslun - 01.10.2010, Page 12
12 F R J Á L S V E R S L U N • 1 0 . T B L . 2 0 1 0 Fundir - Móttökur - Veisluþjónusta Jómfrúin | Lækjargata 4 | 101 Reykjavík | Afgreiðslutími 11-18 | Sími: 55 10 100 | Fax: 55 100 35 | jomfruin@jomfruin.is | www.jomfruin.is Fyrst þetta ... Stjórnunarmoli: Jón Gnarr borgarstjóri sagðist vera geimvera. Á það var deilt og er umdeil anlegt. Hitt mun hafið yfir allan efa að átta af tíu stjórnendum finnst þeir oft vera utangátta eins og „geimverur“ á vinnustað. Þetta sýna kannanir. Sænska stjórn- unarritið Chef spurði til dæmis 450 stjóra um tilfinningar þeirra á vinnustað og 360 reyndust vera „geimverur“ þar. TEXTI: GÍSLI KRISTJÁNSSON STJÓRINN ER GEIMVERA Aðspurðir viðurkenndu þeir að þeir pössuðu ekki inn á meðal starfs fólks-ins; þeir sögðust utanveltu í daglegu spjalli um hversdagslega hluti og fannst þeir vera öðruvísi en allir aðrir. Annað fólk er venjulegt. Það lifir eðlilegu lífi, hefur hversdagslegar áhyggjur og talar um það sem varðar fólk almennt. – Allir nema ég, sögðu stjórarnir hver á eftir öðrum. Sumir nefndu að þeir væru svo utanveltu að það jaðraði við einelti. Þannig er það. Aumingja stjórinn er ekki með og finnst hann vera skrýtinn og eins og geimvera meðal allra hinna mannlegu á vinnustaðnum. Stjórinn upplifir sjálfan sig eins og grænan kall með fálmara upp úr höfðinu og sjónvarpsskjá á maganum. En þetta er ekki satt – eða í það minnsta ýkjur – og það er hægt að komast niður á jörðina með einföldum ráðum. Hér eru þau: l Hættu að miða allt við aðra. Taktu mið af sjálfum þér. l Leitaðu eftir því sem þú gerir rétt en ekki því sem hugsanlega er rangt. l Líttu á undarlegheit þín sem kost en ekki löst. Þá munu aðrir gera það líka. l Segðu við sjálfa(n) þig: Ég þori að vera ég sjálf(ur), fremur en: Ég er skrýtin(n). l Ekki ganga of langt í að vera skrýtin(n). l Ekki eyða kröftum í að leika aðra persónu en þú ert. l Ekki nota það sem afsökun fyrir umdeildum ákvörðunum að þú sért skrýtin(n). l Hafðu hugfast að öllum öðrum finnst sem þeir séu skrýtnir líka. l Ef ekkert af þessu dugar þá er bara að leita uppi starf fyrir geimverur.

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.