Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.2010, Side 19

Frjáls verslun - 01.10.2010, Side 19
F R J Á L S V E R S L U N • 1 0 . T B L . 2 0 1 0 19 Fyrst þetta ... Finnbogi Jónsson, framkvæmdastjóri Framtakssjóðsins. Framtakssjóðurinn eignast ekki Icelandic Group að fullu eins og upphaflega var gert ráð fyrir heldur mun Landsbankinn halda eftir 19% hlut. Þetta er meginskýringin á því að kaupverðið lækkar um fjóra milljarða. Framtakssjóðurinn hyggst selja að lágmarki 30% hlut í Icelandic Group í fram­ haldi af kaupunum á Vestia. Ef það gerist mun Framtakssjóðurinn nýta sér kauprétt á 19% hlut bankans. Stefnt er að því að ganga frá sölu á verulegum hlut í Icelandic á næstu mánuðum og hafa ýmsir sýnt áhuga á að eignast í félaginu. Icelandic Group er langstærsta og verð­ mesta fyrirtækið í Vestia­kaupunum. Veltan er um 150 milljarðar. Fram hefur komið áður að vaxtaberandi skuldir séu 25 milljarðar í kaupunum en miðað við að eigið fé félags­ ins sé 25 milljarðar og eiginfjárhlutfall 34% þá verður ekki annað lesið út úr því en að heildarskuldirnar séu um 48 milljarðar. Áætluð heildarvelta fyrirtækja innan Teymis á árinu 2010 verður um 40 millj­ arðar króna. Hjá þeim starfa um 1.350 manns. Áætluð velta Húsasmiðjunnar á þessu ári er um 12,5 milljarðar króna og hjá félaginu starfa ríflega 500 manns. Bókfært eigið fé Húsasmiðjunnar í árslok er áætlað um 1,3 milljarðar króna og eiginfjárhlutfall um 30%. Samkvæmt því eru skuldirnar þrír milljarðar. Þær voru yfir sex milljarðar í lok síðasta árs. Plastprent hefur gengið í gegnum endur­ skipulagningu við kaupin og þar er búið að skafa hressilega af skuldunum. Skuldir Plastprents voru um tveir milljarðar en eru núna komnar í 540 milljónir. Dótturfélögin í Eystrasaltsríkjunum fylgja ekki með en dótturfélagið í Skotlandi er inni í kaupunum. Áætluð velta Plastprents á þessu ári er áætluð um 1,6 milljarðar og starfsmenn um 100. Bókfært eigið fé Plastprents í árslok er áætlað um 200 milljónir króna og eiginfjárhlutfall 27%. Icelandic Group og Teymi vega langþyngst í kaupunum og kaupverðið á þeim er uppistaðan í kaupunum. Takið eftir samhenginu á milli kaup verðs­ ins á Vestia og hlutafjárloforðs Lands­ bankans í Framtakssjóðnum. Þegar kaup­ verðið lækkar um fjóra milljarða niður í 15,5 millj arða lækkar hlutafjárloforð bankans úr 18 milljörðum í 15 milljarða. Icelandic Group. Framtakssjóðurinn ætlar að selja 30% hlut í fyrirtækinu á næstu mánuðum.

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.