Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.2010, Qupperneq 37

Frjáls verslun - 01.10.2010, Qupperneq 37
F R J Á L S V E R S L U N • 1 0 . T B L . 2 0 1 0 37 Verkefnalistinn III Fyrir norðan hefur Atvinnuþróunarfélag Þingeyinga komist að því, með hjálp Saga Fjárfestingarbanka, að ekki er hægt að virkja án þess að til komi erlend fjárfesting í orkuveri. Það yrði að stofna hluta­ félag í erlendri eigu að hluta eða öllu til að sjá álveri á Bakka fyrir rafmagni. Það minnir óhjákvæmilega á hið umdeilda Magma­mál og kaup eigenda þess á HS­orku. Það eru ekki ólögleg viðskipti en brjóta samt í bága við hugmyndir um þjóðleg yfirráð yfir orkulindum lands ins. Hvað er rétt í þeim efnum? Það skarst í odda í sumar með Katrínu og Svandísi vegna HS­orku. Ragnheiður Elín segir að hin pólitíska óvissa sem myndaðist í Magma­ málinu og andstaðan gegn stóriðju innan ríkisstjórnar hræði erlenda fjárfesta. Ál eða umhverfi Það eru mjög mikilsverð rök bæði með og á móti svokallaðri stór­ iðjustefnu. Til dæmis þessi: Atvinnuleysi virðist vera að festast við um sjö prósent. Það er meira en við eigum að venjast og veldur áframhaldandi land flótta. Aðrar lausnir í atvinnumálum hafa ekki skilað sér í nýjum störf um og tekjum að því marki sem orkufrekur iðnaður gerir. Það liggja fyrir áætlanir um bæði virkjanir og iðjuver. Fjárfestar eru áhugasamir ef þeir fá frið. Því er haldið fram að bara það að hefja framkvæmdir fyrir alvöru í Helguvík kalli á tvö þúsund. ný störf. Það skortir innlent fjármagn til að skapa ný störf. Einangrun frá erlendri fjárfestingu leiðir til fátæktar. En á móti koma mikilvæg rök: Öllum lausnum í orkumálum og stóriðju fylgja erlendar fjár fest ingar og erlend ítök í íslensku atvinnulífi. Náttúruspjöll fylgja öllum virkjunum og háspennuvirkjum tengd ­ um þeim. Uppistöðulón kaffæra verðmætt land og jarðvarmavirkjunum fylgir mengun. Stóriðja mengar. Það er óhjákvæmilegt þótt unnt sé að hemja meng unina að einhverju marki. Á að láta panik í tímabundinni efnahagskreppu reka okkur út í að glata fjárhagslegu sjálfstæði og spilla landinu? Ef einblínt er á álver lenda öll eggin í sömu körfunni. Atvinnumál í gíslingu Eftir nýafstaðinn ársfund Alþýðusambands Íslands þarf ekki að fara í grafgötur með viðhorf launþegahreyfingarinnar. Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, talaði þar um „ótrúlegt framtaksleysi stjórnvalda í atvinnu­ málum“ og nauðsynlegar atvinnu­ og tekjuskapandi fram kvæmdir. Forsvarsmenn Samtaka atvinnulífsins, SA, hafa áður sagt það sama. Og ef spyrja á hvort ASÍ og SA hallist fremur að stefnu Katrínar eða Svandísar liggur svarið líka fyrir: „Það er mikið áhyggjuefni að svo virðist sem málaflokkurinn atvinnu­ mál hafi verið tekinn í gíslingu fámenns hóps og ríkisstjórnin í raun misst forræði á málinu,“ sagði Gylfi á ársfundi ASÍ. Það hefði vissulega þótt sæta stórtíðindum ef forseti ASÍ hefði sent Alþýðubandalaginu slík skilaboð meðan það var við lýði. Og að ASÍ og SA töluðu einu máli. En núna í kreppunni er þrýstingurinn mikill: Getur þjóðin beðið? PERSÓNUR OG LEIKENDUR: Svandís Svavarsdóttir: Fædd á Selfossi 24.8. 1964. Foreldrar: Svavar Gestsson og Jónína Benediktsdóttir. Gift Torfa Hjartarsyni. Fjögur börn, tvö frá fyrra hjónabandi. Stúdent frá Menntaskólanum við Hamrahlíð 1983. Nám og kennsla í íslensku, málvísindum og táknmálsfræði. Formaður VG í Reykjavík 2003­2005. Borgarfulltrúi VG 2006­2009. Alþingismaður VG í Reykjavík suður frá 2009. Umhverfisráðherra frá 10. maí 2009. „Ég treysti því að Svandís gefi ekki eftir.“ Pétur Óskarsson, Sól í Straumi.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.