Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.2010, Page 39

Frjáls verslun - 01.10.2010, Page 39
F R J Á L S V E R S L U N • 1 0 . T B L . 2 0 1 0 39 SIGURÐUR MÁR JÓNSSON BLAÐAMAÐUR Hörður sagði að árið 2030 gætu arðgreiðslur Landsvirkjunar jafnframt num ið allt að 1.300 milljónum Bandaríkjadala eða jafn gildi 150 millj­ arða króna, en til að það næði fram að ganga væri mikil vinna fram­ undan við að móta skýra framtíðarsýn fyrirtækisins. Hörður sagði að nauðsynlegt væri að stjórnvöld mörkuðu nú þegar skýra stefnu um skiptingu umframarðs í orkugeiranum, en megin­ mark mið og ábyrgð Landsvirkjunar fælist í því að hámarka arð til ís lenskra hagsmunaaðila. Þetta eru djarfar tölur og koma í kjölfar þess að Hörður hafði ný lega bent á að það væri nánast handan við hornið að Landsvirkjun gæti farið að greiða eiganda sínum – íslenska ríkinu – 25 milljarða króna í árlegan arð. Það eru tölur sem hægt er að meðtaka, en 150 millj arðarnir fást aðeins með því að elta excel­töfluna mjög langt til hægri, nokkuð sem menn gerðu gjarnan þegar þeir reiknuðu sig til útrásargróða! Þessi talnaleikur Harðar er þó merkilegur fyrir þær sakir að augljóst er að hann hyggst breyta ásýnd Landsvirkjunar. Í stað þess að fyrir­ tækið standi fyrir virkjanir, eignarnám og landspjöll, eins og virkj­ ana andstæðingar gjarnan vilja halda fram, þá sé félagið mark aðsdrifið nú tímafyrirtæki. Fyrirtæki sem virkjar ekki mjög mikið og borgar arð. Staðreyndin er sú að andstæðingar virkjana hafa komist upp með það of lengi að sjá um að skilgreina Landsvirkjun. Þannig hefur skáldið Andri Snær Magnason haldið því fram að rekstur félagsins sé vondur, arðsemi lítil og í raun sé tap af virkjanaframkvæmdum. Þetta er þvert á veruleikann því Kárahnjúkavirkjun hefur reynst vera arðsöm framkvæmd, orkan talsvert meiri en gert var ráð fyrir og fram kvæmdakostnaður minni. Þegar farið er um svæðið sést að rask er til þess að gera lítið enda allir skurðir og mannvirki neðanjarðar. Þannig skipti verulegu máli síðasta sumar að lónið fylltist hraðar en gert var ráð fyrir þannig að lítið sem ekkert fok varð úr fjörunni. Þetta hefur Landsvirkjun ekki tekist að benda á þannig að eftir sé tekið. Hvað fjármögnun félagsins varðar blasir við að lánshæfi Landsvirkjunar hefur hrapað eins og allra annarra sem tengjast Íslandi en margt bendir til þess að félagið ætti að geta verið fært um að fjármagna sig á ásættanlegum kjörum á alþjóðlegum lánamarkaði strax á næsta ári. Meðal stjórnenda má greina talsverða spennu fyrir því hvernig Herði tekst upp. Í fyrsta lagi vegna þess að metnaðarfullir stjórnendur geta á ný hugsað sér að starfa fyrir opinbera aðila, einfaldlega að einkageirinn er ekki eins spennandi og áður! En einnig skiptir verulegu máli að þeir sjái tækifæri í opinberum fyrirtækjum því vanir stjórnendur geta gefið þeim nýja sýn eins og sannast hefur rækilega með Hörð. Með því að segja að fyrirtækið snúist ekki aðeins um að virkja heldur einnig markaðsstarf og aðra vöruþróun er hann í raun að senda álfyrirtækjunum skilaboð um að þau verði að greiða meira í framtíðinni, nokkuð sem þau gera ekki með glöðu geði en engum blöðum er um það að fletta að samkeppnishæfni íslenskrar orku mun aukast á næstu árum. Um leið þarf að draga að aðra orku kaupendur. Það þarf að sýna álfyrirtækjunum að aðrir kostir eru í stöðunni og líklega mun Landsvirkjun leggja áherslu á að landa samningum við nýja aðila þótt það hafi reynst þrautin þyngri að semja við netþjónabú sem margir hafa horft til. Staðreyndin er sú að þau vilja ekki semja til það langs tíma að það réttlæti sérstakar virkjanaframkvæmdir. Þá er umframorka ekki nóg í kerfinu til að styðja við samninga við þá eina og sér. Þær áhyggjuraddir heyrast að Landsvirkjun hafi ekki mikinn áhuga á jarðhita, það sé einfaldlega ekki hluti af kúltúr félagsins. Það væri miður ef Landsvirkjun gripi ekki tækifærið til þess að taka við boltanum þar, nú þegar önnur orkufyrirtæki munu aug ljóslega eiga í vandræðum með að fjármagna sig. Tal um orkusölu um sæstreng verður hins vegar að túlka sem viðleitni til að bæta samningsstöðu Landsvirkjunar við raunverulega kaupendur. Hvort sem villtustu excel­draumar Harðar rætast eða ekki hefur Lands ­ virkjun byggt upp gríðarlega sterka eiginfjárstöðu og það er ljóst að næstu árin gæti ríkissjóður haft umtalsverðan arð af þessari stærstu eign sinni. Jafnvel svo að hann gæti byggt upp eigið láns hæfis mat á ný. Það væri líklega alveg geðveikt, eins og skáldið sagði. Á haustfundi Landsvirkjunar fyrir skömmu sagði Hörður Arnarsson, forstjóri Landsvirkjunar, að næðu áætlanir fyrirtækisins um aukna raforkusölu og hærra raforkuverð fram að ganga myndu tekjur fyrirtækisins geta fimm fald- ast fram til ársins 2030 á meðan raforkusala myndi tvöfaldast. ORKAN OG ARÐURINN Hörður hafði nýlega bent á að það væri nánast handan við hornið að Landsvirkjun gæti farið að greiða eiganda sínum – íslenska ríkinu – 25 milljarða króna í á rlegan arð. Landsvirkjun boðar mikinn hagnað: Hörður sagði að árið 2030 gætu arð­ greiðslur Landsvirkjunar numið allt að 1.300 milljónum Bandaríkjadala eða jafn gildi um 150 milljarða króna. Hörður Arnarsson

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.