Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.2010, Síða 42

Frjáls verslun - 01.10.2010, Síða 42
42 F R J Á L S V E R S L U N • 1 0 . T B L . 2 0 1 0 S T J Ó R N U N Bandaríski fræðimaðurinn Jim Coll­ins sendi frá sér bókina Good to Great (fínt til framúrskarandi) árið 2001. Hún hefur vakið mikla at ­ hygli innan stjórnunarfræðanna og vekur enn mikið umtal. Collins og aðstoðarmenn hans (22 tals­ ins) vörðu fimm árum í að rannsaka 1.435 fyrirtæki sem áttu sæti á Fortune 500­listanum á tuttuga ára tímabili frá 1965­1995. Rannsóknarspurningin fjall aði um hvort góð fyrirtæki gætu orðið framúr­ skarandi fyrirtæki. Ef svo væri, hvernig gæti það átt sér stað? Collins og félagar leituðu svara við rann­ sóknar spurningunni með því að skoða sér ­ staklega fyrirtæki sem höfðu breyst frá því að vera góð fyrirtæki yfir í það að verða fram­ úrskarandi, og viðhaldið þeirri stöðu sinni. Það voru aðeins ellefu fyrirtæki af öllum þessum fjölda sem stóðust umræddar rann­ sóknarforsendur, enda sköruðu þau fram úr öllum hinum og skiluðu einstökum hagnaði. Collins nefnir þessi ellefu fyrirtæki „fín – framúrskarandi“ (good to great). Það sem þessi fyrirtæki áttu sameiginlegt var það sem Collins og félagar nefndu „fimmta stigs forystu“ (Level 5 Leadership). Fimmta stigs leiðtoginn situr efst í stig­ skiptu kerfi. Þar fyrir neðan eru fjögur lög. Hann umbreytir fyrirtækinu úr því að vera fínt yfir í að verða framúrskarandi. Stig­ skipt ingin er eftirfarandi: Fimmta stig – Forstjórinn/leiðtoginn byggir upp framúrskarandi fyrirtæki sem heldur stöðu sinni vegna þess mótsagna­ kennda samblands auðmýktar og faglegs vilja sem hann býr yfir. Fjórða stig – Áhrifamikill leiðtogi sem hvetur starfsmenn til að leita skýrrar fram­ tíðarsýnar og örvar þá til að setja sér háleit frammistöðumarkmið. Þriðja stig – Hæfur stjórnandi virkjar starfsmenn og aðrar auðlindir skipulags­ heildar í leit að fyrirfram ákveðnum mark­ miðum. Annað stig – Liðsmaður sem leggur fram sinn skerf í framkvæmd markmiða hópsins. Hann vinnur vel í liðsvinnu. Fyrsta stig – Mjög hæfur einstaklingur sem leggur fram sinn skerf til skipulags heild ar með hæfileikum sínum, þekkingu og færni. Auðmýkt þessara fimmta stigs leiðtoga byggist á því að sýna undirmönnum virð­ ingu og traust. Metnaðurinn er mikill fyrir hönd skipulagsheildarinnar. Þeir eru dug­ legir að deila verkefnum til annarra. Þegar vel gengur hjá fimmta stigs leiðtogum horfa þeir út um gluggann og finna þar skýringar á velgengni fyrirtækja sinna. Þegar illa árar líta þeir gjarnan í spegilinn og sjá þar það sem þeir vilja bæta. Mikilvægasta atriðið í farsæld þessara ellefu fyrirtækja er þetta ein­ staka sambland af auðmýkt og járnvilja sem leiðtogarnir búa yfir. Fimmta stigs forystan er ekki eini grund­ vallarþátturinn sem þarf að vera fyrir hendi Collins og aðstoðarmenn hans (22 talsins) vörðu fimm árum í að rannsaka 1.435 fyrirtæki sem áttu sæti á Fortune 500-listanum á tuttuga ára tímabili frá 1965-1995. Fimmta stigs forysta: TEXTI: BJARNI ÞÓR BJARNASON MYNDIR: GEIR ÓLAFSSON Collins og aðstoðarmenn hans vörðu fimm árum í að rannsaka 1.435 fyrirtæki sem áttu sæti á Fortune 500-listanum á tuttuga ára tímabili frá 1965-1995. Aðeins ellefu þessara fyrirtækja voru skildgreind sem framúrskarandi fyrirtæki. Mikilvægasta atriðið í farsæld þessara ellefu fyrirtækja er þetta einstaka sam bland af auðmýkt og járnvilja sem leið- togarnir búa yfir. Greinarhöfundur, Bjarni Þór Bjarnas on, er prestur og M.Sc. í mannauðs- stjórnun.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.