Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.2010, Qupperneq 47

Frjáls verslun - 01.10.2010, Qupperneq 47
F R J Á L S V E R S L U N • 1 0 . T B L . 2 0 1 0 47 Menntamannahverfi Sigurður ólst upp við Aragötuna. Hann er sonur Ármanns heitins Snævarr, rektors og hæstaréttardómara, og Valborgar Sigurðardóttur skólastjóra. Við Aragötuna voru ráðherrar eða prófessorar í öðru hverju húsi og stundum hvort tveggja í senn: Gylfi Þ. Gíslason bjó þar og Ólafur Jóhannesson í næsta húsi. Gunnar Thoroddsen skammt undan og Vigdís forseti á númer 2 og þannig mætti áfram telja. Þarna bjó elítan. Sigurður samþykkir þetta tal um uppeldi í elítuhverfi umyrðalaust. Stefán bróðir hans bregst hins vegar reiður við. „Við vorum engin helv … elíta! Foreldrar okkar áttu ekki bót fyrir rassinn þegar þau byrjuðu að búa,“ segir Stefán. „En það voru aðrir í hverfinu sem litu á sig sem elítu.“ Hjónabönd Sigurður var kvæntur Beru Nordal og því tengdasonur Jóhannesar Nordal seðla­ banka stjóra. Þau eiga tvö börn en skildu. Síðar kvæntist Sigurður Eydísi Kristínu Sveinbjarnar dóttur geðhjúkrunar fræðingi, aðstoðarfram kvæmda stjóra hjúkrunar á Landspítala. Þau eiga fjögur börn til samans, hann tvö og hún tvö. Eydís er systir Þórunnar Svein bjarnardóttur, þingmanns og fyrrverandi ráðherra. „Við vorum fyrst í tvö ár í fjarbúð, Eydís fyrir vestan og ég fyrir austan læk,“ segir Sigurður. „Það var síðan undir lok fyrri aldar að við rugluðum saman reytunum og fluttum með börn, hund og buru í Selja­ hverfi. Svo drapst hundurinn og börnin urðu stór. Og við Eydís tókum okkur upp með okkar hafurtask og yngsta barnið og fluttum í Þingholtin.“ „Hann er brjálæðislega góður kokkur,“ segir Sefán um heimilishaldið hjá bróðurn­ um. Hann segist hafa verið fimm mínútur að ganga í vinnuna í ráðhúsinu en þótt það of langt og sé nú þrjár mínútur að ganga í stjórnarráðið. Maraþonhlaupari Þó er Sigurður ekki sporlatur, hvorki að upplagi né erfðum. Faðir hans gekk mikið og hafði mikla hreyfiþörf. Ef til vill voru sömu gen sem gerðu Sigurð að lang hlaupara. Stefán bróðir hans segir að Sigurður hafi verið íþróttamaður og til dæmis æft fótbolta. „Ég man reyndar ekki eftir að hann stundaði aðrar íþróttir í menntaskóla en að reykja camel en hann hefur alltaf verið mjög sprækur,“ segir Stefán. Sigurð minnir að hann hafi alls hlaupið 15 maraþon, þar á meðal á Kúbu og víðar utanlands, „og einhvern slatta af hálfum hér og þar“ bætir hann við. Hann hafi meira að segja setið um það á fundum og ráðstefnum erlendis, til dæmis hjá OECD í París, að komast í hlaup. Hann viðurkennir einnig að hafa oft sagst vera að fara á fund síðdegis þegar hann ætlaði í raun og sann að hlaupa. „Þetta var heilmikil vinna og hlaupa­ skórnir eru sem stendur aðallega á hillunni, hvað sem síðar veður,“ segir Sigurður. „Mitt helsta afrek á íþróttasviðinu er að hafa verið Gunnlaugi Júlíussyni, ofurhlaupara og hagfræðingi Sambands sveitarfélaga, fyrir mynd og nokkur hvatning. Þetta hef ég fyrir satt og beint frá Gunnlaugi.“ Fyrirmynd ofurhlaupara Gunnlaugur vill síst af öllu gera lítið úr þessu afreki Sigurðar. „Það er rétt hjá Sigurði. Hann var mín stóra fyrirmynd,“ segir Gunnlaugur „Ég man vel fyrsta maraþonhlaupið sem ég tók þátt í. Það var í Reykjavík sumarið 2000. Þar hljóp Sigurður líka og mér þótti hann áberandi léttur á fæti. Hann var hrein og tær fyrirmynd,“ segir Gunnlaugur, sem ólíkt Sigurði hefur haldið áfram að hlaupa og lengt leiðirnar með árunum. Gunnlaugur kannast þó við að það sé tímafrekt að stunda langhlaup eins og Sigurður segir. „Þetta er bara fyrirsláttur hjá Sigurði,“ segir Gunnlaugur sem nú hleypur daglega fyrir vinnu, leggur af stað klukkan sex að morgni á virkum dögum en hálfsex um helgar. Djöfullegt að hann reykir Gunnlaugur vann hjá bændasamtökunum þegar hann kynntist Sigurði fyrst. Síðasta áratuginn hafa þeir þó einkum átt mikil samskipti: Gunnlaugur hjá Sam bandi sveitarfélaga en Sigurður sem borgar hag­ fræðingur. „Hann er afskaplega traustur. Sterka hlið hans er þjóðhagfræðin og ég er viss um að Jóhanna verður ekki svikin af að fá hann í vinnu,“ segir Gunnlaugur. „Ég met hann mikils bæði sem fræðimann og félaga en djöfullegt að hann skuli ekki geta hætt að reykja,“ segir Gunnlaugur. Stefán Snævarr lýsir bróður sínum svo að hann sé húmoristi og orðheppinn en ekki skaplaus. „Hann er langrækinn ef í það er farið,“ segir Stefán. N Æ R M Y N D A F S I G U R Ð I Á R M A N N I S N Æ V A R R „Stundum þarf auðvitað efnahagsstjórn að ganga þvert á markaðinn.“
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.