Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.2010, Blaðsíða 49

Frjáls verslun - 01.10.2010, Blaðsíða 49
F R J Á L S V E R S L U N • 1 0 . T B L . 2 0 1 0 49 S T J Ó R N U N LENGI LIFI BARNEY? Auðlindasýn Jays B. Barneys Auðlindasýnin, sem Jay B. Barney hefur átt hvað ríkastan þátt í að þróa, leitar hins vegar orsakanna innan fyrirtækisins, í auðlindum þess og færni. Með auðlindum er átt við efnis legar eignir (þar með talið þær eignir sem koma fram í efnahagsreikningi) og óefnislegar eignir. Þær síðarnefndu koma alm ennt ekki fram í efnahagsreikningi, t.d. virði vörumerkja, tengsl við viðskiptavini, fyrir tækjabragur, rútínur, þekking og færni starfs fólks. Þetta eru eignir sem fyrir tæki nota til að hugsa upp og innleiða stefnu. Ef auðlindir og færni fyrirtækisins eru verðmætar og fágætar geta þau náð sam­ keppnisforskoti og hagnast meira en meðal ­ talið í atvinnugreininni. Ef við bætist að það sé erfitt (kostnaðarsamt) fyrir keppi nauta að herma eftir þeim geta sum fyrirtæki náð viðvarandi betri árangri en önnur. Auðlindasýnin snýst fyrst og fremst um að leggja mat á S­ið og V­ið í SVÓT­ greiningu, þ.e. styrkleika og veikleika, á meðan atvinnuvegasýnin, t.d. fimm krafta líkan Michaels E. Porters, snýr meira að Ó­inu og T­inu (þ.e. ógnunum og tæki­ færum). Það takmarkar notagildi hefðbundinnar SVÓT­greiningar, eins og henni virðist yfirleitt vera beitt í íslenskum fyrirtækjum, að atvinnuvegasýninni (og öðrum verk­ fær um) er ekki beitt með skipulögðum hætti til að fá fram tækifæri og ógnanir né auðlindasýninni til að meta styrkleika og veikleika eða hvort styrkleikarnir séu líkleg uppspretta samkeppnisforskots og þar af leiðandi meiri hagnaðar. SVÓT­greiningar þar sem ofangreindu er ekki beitt eru harla lítils virði. Tengslin milli SVÓT, auðlindasýnar og atvinnuvegasýnar En hvort skiptir þá meira máli staðfærsla fyrirtækjanna í atvinnugreininni eða auðlindir þess og færni? Hvort skiptir með öðrum orðið meira máli stjórnun fyrir tækisins sem slíks eða að vera í réttu atvinnu greininni? Hvort útskýrir meira af breytileikanum í árangri fyrirtækja? Fjölmargar rannsóknir hafa verið gerðar á þessu. Einungis tvær þær fyrstu (önnur gerð 1985 og hin 1988) komust að þeirri niðurstöðu að atvinnugreinin sem fyrir­ tækið væri í hefði meiri áhrif á árangur þess en auðlindir þess og færni. Allar aðrar rann sóknir á þessu sem gerðar hafa verið frá árinu 1988 hafa komist að því að þessu sé öfugt farið. Auðlindir og færni fyrirtækja útskýra að meðaltali 5,5 sinnum meira af breytileikanum í árangri en atvinnugreinin! 1:0 fyrir Jay B. Barney! Í rannsókn sem gerð var 2008 kom síðan í ljós að meira en tvöfalt sterkari tengsl eru á milli auðlinda/færni og árangurs ef auðlindirnar og færnin eru verðmætar, fágætar og erfitt að herma eftir þeim en ef þær eru það ekki. Rannsóknin sýndi líka að óefnislegar auðlindir og færni skipta meira máli en efnislegar þegar árangur er annars vegar. Samkeppnishæfni þjóða En hvað þá með samkeppnishæfni þjóða? Hve miklu máli skiptir það umhverfi sem fyrirtækin starfa í fyrir árangur þeirra? Árið 1990 setti Micheal E. Porter fram þá fullyrðingu að eini vitræni mælikvarðinn á samkeppnishæfni þjóða væri framleiðni þeirra, þ.e. þjóðartekjur á vinnustund (eða einingu fjármagns). Porter hélt því jafnframt fram að hagsæld þjóða væri búin til en ekki fengin í arf (t.d. náttúruauðlindir). Að lokum hélt hann því fram að fyrirtæki öðluðust fyrst og fremst Michael E. Porter Michael E. Porter er prófessor við Harvard Business School. Sérsvið hans eru stefnumótun fyrirtækja og samkeppnishæfni þjóða og svæða. Meðal þekktustu verka Porters eru bækurnar Competitive Strategy (1980), Competitive Advantage (1985) og Competitive Advantage of Nations (1990). Meðal helstu framlaga Porters eru atvinnuvegasýn hans (fimm krafta líkanið) og demantslíkanið/ klasakenningar (samkeppnishæfni þjóða). En hvað þá með samkeppnishæfni þjóða? Árið 1990 setti Micheal E. Porter fram þá fullyrðingu að eini vitræni mælikvarðinn á sam­ keppnishæfni þjóða væri framleiðni þeirra, þ.e. þjóðartekjur á vinnustund (eða einingu fjármagns). Hvort skiptir meira máli stjórnun fyrirtækisins sem slíks eða að vera í réttu atvinnugreininni? Tengslin milli SVÓT, auðlindasýnar og atvinnuvegasýnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.