Frjáls verslun - 01.10.2010, Page 53
F R J Á L S V E R S L U N • 1 0 . T B L . 2 0 1 0 53
ALASKA
RÚSSLAND
KÍNA
BERINGSSUND
ÍSLAND
NOREGUR
LAPTEVHAF
AUSTUR-
SÍBERÍUEYJAR
BOLSEVIKKAEYJA
KAMTSJAKASKAGI
TAIMYRSKAGI
NOVA
ZEMLJA
KARAHAF
MURMANSK
KIRKINES
GRÆNLAND
ALASKAALASKA
KANADA
Mikilvægi norðurslóða og norðurheimskautsins hefur fengið nýja
vikt með hlýnun jarðar og bráðnun íss á norðurslóðum. Áætlað er að
um fimmtungur alls ónýtts jarðeldsneytis í heiminum sé að finna á
þessum slóðum. Sem og að gríðarlegt magn af málmum sé á svæðinu.
Siglingaleiðir um þetta svæði geta minnkað flutningskostnað frá
Kína til Evrópu um 40 prósent – sem er mikilvægt fyrir Kína og
Evrópu sambandið.
Löndin sem eiga bein réttindi á þessum slóðum eru Bandaríkin,
Kanada, Noregur, Grænland og Rússland.
Norðausturleiðin er siglingaleiðin frá Kyrrahafi um Bergingssund
og norðan við Rússland til Atlantshafs. Norðvesturleiðin liggur einn ig
frá Kyrrahafi og um Beringssund en hins vegar á milli Kanada og
Grænlands í gegnum norðurhluta Kanada – og tengir Kyrrahafið einnig
við Atlantshaf.
Eftir að Kína varð eitt stærsta hagkerfið í heiminum hefur um ræðan
um að stytta siglingaleiðina frá Kína til Evrópu fengið meiri vigt. Hin
hefðbundna siglingaleið frá Kína og Asíu til Evrópu er núna í gegnum
Súesskurðinn.
Áhugi Evrópusambandsins fyrir málefnum norðurslóða fer vaxandi
í kjölfar aukins mikilvægis auðlinda svæðisins og opnun þess fyrir sigl
ingum. ESB hefur mikla hagsmuni af opnun NorðurÍshafsins fyrir
siglingum og bættum aðgangi að auðlindum þess.
Ekkert aðildarríki ESB á land að NorðurÍshafi nema Danmörk í
gegnum Grænland sem er ekki aðili að ESB.
Pantaðu far núna
Ef þig langar til að sigla Norðausturleiðina er best að leita eftir þjónustu
Rosatomflot, stærstu útgerðar kjarnorkuísbrjóta í heim inum. Og það er
vissara að panta strax því eftirspurn eftir þjónustu félags ins fer ört vaxandi.
Vert er að leggja nafn þessa fyrirtækis á minnið. Það á örugglega eftir
að koma við sögu, þegar og ef við Íslendingar verðum að einhverju
leyti þátttakendur í þróun samgangna og viðskipta á norður slóðum.
Greinarhöfundur við stjórnvölinn á kjarnorkuísbrjótnum Lenín. Lenín
var stolt íshafsflota Sovétmanna og hélt Norðausturleiðinni opinni í
fjörutíu ár. Nú á hann sér sex arftaka.
„Rússar eru þeir einu sem eiga ísbrjóta sem geta þjónustað skip á þessari leið
og fylgt þeim í gegnum ísinn.“