Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.2010, Page 58

Frjáls verslun - 01.10.2010, Page 58
58 F R J Á L S V E R S L U N • 1 0 . T B L . 2 0 1 0 Hvergi í hinni stóru Ameríku sér maður betur hve maðurinn er lítill eða stór tækur og í Appalachia­fjöllum í Vestur­Virginíu, hjarta kolaiðnaðarins í þessu víðfeðma landi. Á hverjum degi eru notaðar 3,5 milljónir punda af sprengiefni til þess að losa um kol. Þarna hefur í áratugi farið fram það sem er kallað upp á engilsaxnesku „Mountain Top Removal“, en heilu fjöllin hafa verið sléttuð. Nú er svo komið að 500 fjöll eru horfin, hafa verið mokuð niður í árfarvegi, og fyllt hefur verið upp í 3.200 kílómetra af dölum. Ár hverfa, landslagið umbreytist. Þessu fylgir mikið umrót, mikið af eiturefnum fellur til í stað þess að vera föst í fjalli. Kolalögin liggja ekki eins og víðast hvar djúpt í jörðu. Hér liggja þau hátt uppi í jarð lögunum – þar sem auð velt og ódýrt er að nálgast þau. Þetta er kallað mesta umhverfisslys Bandaríkjanna. Kanawaha­sýsla í Vestur­Virginíu er á lista yfir tíu menguðustu staði jarðar. Meðan kol eru 23% af þeirri orku sem notuð er í Bandaríkjunum eru ekki miklar líkur á að þetta breytist. Það er barist hart gegn þessum umhverfisspjöllum um þver og endi­ löng Bandaríkin, alls staðar nema í Vestur­Virginíu, í hjarta kola ­ iðnaðarins. Þarna er fólk þakklátt fyrir að hafa vinnu. Það eru ekki mörg önnur tækifæri í þessu fátæka ríki. Í Kanawha­sýslu gengur allt út á kol. Ríkishöfuðborgin er Charlestone. Kolatrukkar, kolabátar, kolanámur, kolabingir, kolanáma fólk og kola­ fyrirtæki. Íbúarnir skilja ekki þessa andstöðu við að slétta fjall og annað. Eins og einn kola kallinn sagði við mig: „Þú sérð þetta ekki, námasvæðin eru lokuð, það kemst enginn að, það sér þetta enginn. Fyrir okkur eru kol gull. Svart gull, sem knýr Ame ríku áfram.“ Í Kanawha­sýslu gengur allt út á kol. Ríkishöfuðborgin er Charlestone. Kola­ trukkar, kolabátar, kolanámur, kolabingir, kolanámafólk og kolafyrirtæki.

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.