Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.2010, Page 73

Frjáls verslun - 01.10.2010, Page 73
F R J Á L S V E R S L U N • 1 0 . T B L . 2 0 1 0 73 ÞAÐ ALDIN ÚT ER SPRUNGIÐ Hún hélt tónleika í Hofi, nýja menningarhúsinu á Akureyri, í byrjun desember þar sem flutt var barokk­tón list og jólalög og þá söng hún á jóla tón leik um kirkju kórs Saurbæjarprestakalls í Hvalfirði þar sem eigin maður hennar, Örn Magnús son, er organ isti. Síðan lagði hún leið sína til London með sönghópnum Carminu en á þeim tónleikum var íslensk tónlist frá endurreisnar tímanum í aðal hlut verki. Marta Guðrún kennir í Tónskóla Sigursveins D. Kristinssonar. „Þar er alltaf mikið um að vera enda margir jólatónleikar í stórum skóla fyrir jólin. Við Örn eigum tvö börn í listnámi og er aðventan sannkallaður upp ­ skerutími hjá þeim. Það er alltaf jafngaman að vera á tónleikum eða ballettsýningum innan um hina aðstandendurna og finna fyrir því hvað við erum öll rík. Inn á milli tónleika reynum við svo að baka smákökurnar og laga svolítið til. Einn dagur er frátekinn í laufabrauð sem við fletjum og skerum með vinum okkar. Við skreytum á Þorláksmessu eða daginn áður; berum inn greinar og lýsum upp með jólaseríum og kertaljósum.“ Að sögn Mörtu Guðrúnar er maturinn á aðfangadagskvöld ein­ faldur og góður. „Lambalæri með gráfíkjum í rauðvínslegi, kryddað með kóríander og kummíni að hætti Palestínumanna.“ Þegar Marta Guðrún sópransöngkona er spurð hvaða jólalag er í uppá­ haldi svarar hún: „Það aldin út er sprungið.“ „Aðventan er mikill annatími í tónlistinni,“ segir Marta Guðrún Halldórsdóttir sópransöngkona. Marta Guðrún Halldórsdóttir. „Inn á milli tónleika reyn um við svo að baka smákökurnar og laga svolítið til.“ TÖFRARNIR OG TÓNLISTIN MARTA GUÐRÚN HALLDÓRSDÓTTIR SÓPRANSÖNGKONA

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.