Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.2010, Page 74

Frjáls verslun - 01.10.2010, Page 74
74 F R J Á L S V E R S L U N • 1 0 . T B L . 2 0 1 0 MJÖG HELG STUND Hvað aðfangadag varðar segist hann fara snemma af stað til að syngja fyrir aldraða á elliheimilum. Þá er hann vanur að syngja í kirkjum á aðfanga dags kvöld.„Foreldrar mínir koma í mat á aðfangadagskvöld en við náum ekki að byrja að borða fyrr en um níuleytið; svona er að vera söngvari! Ég byrja að undirbúa jóla mat ­ inn á Þorláksmessu en á aðfangadagskvöld borðar fjölskyldan svo­ kall aða „beinlausa fugla“ sem er niðurskorið lambalæri, marínerað í sólarhring með svínaspekki. Jólaguðspjallið er alltaf lesið á aðfanga­ dags kvöld, síðan syngjum við jólasálma sem endar á Heims um ból, tökum upp pakkana og borðum svo desert, Toblerone­ís, sem konan mín, Íris Björk, er snillingur í að búa til.“ Þegar Jóhann Friðgeir er spurður hvað jólin séu í huga hans segir hann: „Af því að ég er trúaður þá er þetta mjög helg stund og hátíð­ legir dagar. Þetta er sá árstími sem fjölskyldan nær að eyða saman, stund um með fjölskylduboðum og vaninn er líka að fara í spilaboð þar sem mæta rúmlega fimmtíu manns og spiluð er félagsvist.“ Jó hann Friðgeir segist halda veislu og partí á gamlárskvöld þar sem vinir, vandamenn og ættingjar mæta. „Bílskúrinn troðinn af skot kök um og rakettum og svo skálar hópurinn saman þegar nýárið er gengið í garð.“ Jóhann Friðgeir Valdimarsson tenórsöngvari syngur á fjölmörgum Frostrósatónleikum fyrir þessi jól auk þess að koma fram í mörgum kirkjum í kringum jólin. Jóhann Friðgeir Valdimarsson. „Af því að ég er trúaður þá er þetta mjög helg stund og hátíðlegir dagar.“ TÖFRARNIR OG TÓNLISTIN JÓHANN FRIÐGEIR VALDIMARSSON TENÓRSÖNGVARI í textanum um Jóhann Friðgeir kemur fram að hann muni koma fram á rúmlega 30 tónleikum Frostrósa. Hins vegar sá ég á heimasíðunni, frostrosir,.is, að tæplega 30 tónleikar verði haldnir!!! Gætir þú breytt þessu - orðað þetta á annan hátt??? (Til dæmis að hann komi fram á fjölda Frostrósartónleikum eða einfaldlega að hann komi fram á tónleikum Frostrósa )

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.