Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.2010, Page 75

Frjáls verslun - 01.10.2010, Page 75
F R J Á L S V E R S L U N • 1 0 . T B L . 2 0 1 0 75 JÓHANN FRIÐGEIR VALDIMARSSON TENÓRSÖNGVARI Jóhann Jónsson, eigandi Ostabúðarinnar. Girnilegar sælkerakörfur OSTABÚÐIN Í glæsilegri verslun Ostabúðarinnar við Skólavörðustíg hefst jólavertíðin í nóvember. Þá er hafist handa við að undirbúa glæsilegar sælkerakörfur sem innihalda freistandi góðgæti af ýmsu tagi og eru körfurnar vinsælar til gjafa. Jóhann Jónsson, eigandi verslunarinnar, segir þá útbúa körfurnar eftir óskum hvers og eins. „Í þeim getur verið til dæmis blanda af íslenskum og erlendum ostum, einnig heitreykt villigæsabringa, villibráðarpaté; alls kyns blanda af því sem fæst í versluninni; ostar og kjöt úr forréttaborði verslunarinnar.“ Gómsæt súkkulaðikaka Jóhann segist þá líka hafa ýmislegt fyrir þá sem vilja fá eitthvað sætt undir tönn, svo sem belgískt súkkulaði og franska súkkulaðiköku sem er bökuð á staðn um. „Svo eru hér ýmsar gerðir af ólífum og úr þeim vinnum við ýmsa rétti. Það er um að gera að koma og finna sér góðan forrétt úr forréttaborðinu til þess að gæða sér á með jólamatnum. Færeyskir sælkerar Það er líka gaman að segja frá því að Færeyingar eru farnir að kaupa af okkur sælkerakörfur. Við sendum til þeirra ýmislegt gómsætt sem þeir kunna vel að meta,“ segir Jóhann að lokum. Girnilegar ostakörfur, fylltar af alls kyns góðgæti sem tilheyrir jólum. Annað dæmi um sælkerakörfu. „Það er um að gera að koma og finna sér góðan forrétt úr forréttaborðinu til þess að gæða sér á með jólamatnum.“

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.