Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.2010, Síða 6

Frjáls verslun - 01.11.2010, Síða 6
6 F R J Á L S V E R S L U N • 1 1 . T B L . 2 0 1 0 Hafðu samband sími 444 7000 • frjalsilif.is Frjálsi lífeyrissjóðurinn hefur verið valinn besti lífeyrissjóður á Íslandi annað árið í röð af fagtímaritinu Investment Pension Europe (IPE). IPE er eitt virtasta fagtímarit Evrópu um lífeyrismál. Árlega veitir tímaritið þeim lífeyrissjóðum verðlaun sem að mati IPE hafa skarað fram úr í sínu heimalandi og í Evrópu. Í umsögn dómnefndar kemur meðal annars fram að eignastýring Frjálsa lífeyrissjóðsins hafi gengið vel þrátt fyrir erfiðar markaðsaðstæður. Jafnframt hafi sjóðurinn aukið gagnsæi í fjárfestingum og eflt samskipti við sjóðfélaga til að upplýsa þá sem best um stöðu sjóðsins. Frjálsi lífeyrissjóðurinn, sem er í rekstri hjá Arion banka, er um 90 milljarðar að stærð og sjóðfélagar eru rúmlega 40.000. Sjóðurinn hentar þeim sem hafa frjálst val um í hvaða lífeyrissjóð þeir greiða 12% lágmarksiðgjald og jafnframt hentar hann þeim sem vilja ávaxta viðbótarlífeyrissparnað sinn. Nánari upplýsingar um Frjálsa lífeyrissjóðinn má fá hjá lífeyrisþjónustu Arion banka í síma 444 7000 eða á frjalsilif.is. Frjálsi lífeyrissjóðurinn valinn besti lífeyrissjóður á Íslandi annað árið í röð RITSTJÓRNARGREIN Baráttusaga úr Hveragerði Frjáls verslun velur að þessi sinni Valdimar Haf steinsson, framkvæmdastjóra Kjöríss í Hveragerði, sem mann ársins 2010 í atvinnu ­lífinu á Íslandi. Hann hefur verið fram ­ kvæmda stjóri fyrirtækisins í sextán ár og byggt það upp með móður sinni og systkinum eftir að faðir hans, Haf steinn Kristinsson, stofnandi Kjöríss, féll skyndi lega frá árið 1993, aðeins 59 ára að aldri. Kjörís telst millistórt fyrirtæki en veltan er þó að nálgast eins milljarðs markið. Ekki fer á milli mála að mest mun mæða á litlum og meðalstórum fyrir tækjum við að rífa upp atvinnulífið á Íslandi við erfiðar aðstæður þar sem ríkisvaldið hækkar skatta á ein staklinga og fyrir­ tæki, dregur úr vinnuvilja, lengir krepp una og grefur undan atvinnulífinu. Kjörís tók ekki þátt í kapphlaupinu í útlánabólunni miklu á árunum 2003 til 2007 og býr að því núna. Skuldahliðin er í lagi á sama tíma og skuldir næstum sjö þúsund lítilla og meðalstórra fyrirtækja á Íslandi eru í ólagi eftir hrunið og þarfnast endurfjármögnunar. Fyrir byggðina í Hveragerði skiptir Kjörís miklu máli. Fyrirtækið er fjórði stærsti vinnuveitandinn í bæn um. Að því stendur vandað fólk. Það ríkir gagn­ kvæm virðing og hollusta á milli fyrirtækisins og starfs manna. Við hrunið ákvað fyrirtækið að segja engum upp, lækka engin laun og minnka ekki starfshlutfallið hjá neinum og taka á sig í staðinn tímabundnar byrðar. Saga Kjöríss í Hveragerði er baráttusaga. Fyrirtækið var stofnað árið 1969 þegar hér á landi ríkti kreppa og aflabrestur síldar markaði djúp spor í atvinnulífið. Fólk flúði land, líkt og núna, og sögur af iðnaðarmönnum og fjölskyldum þeirra sem héldu til útlanda voru áberandi. Á þessum árum voru afskipti ríkis og banka af efnahagslífinu mikil – líkt og núna. Það voru höft, það var gjaldeyrisskortur, viðskiptalífið var njörvað niður og opinberi geirinn var fyrirferðarmikill. Það var í þessu umhverfi sem fyrirtækið var stofnað. Stofnandinn, Hafsteinn Kristinsson, stofnaði raunar fyrst Ostagerðina og hugðist setja ýmsar nýj­ ungar á markaðinn, svo sem ostana Camembert og Port Salut. Þegar framleiðslan var í þann mund að verða söluhæf fékk Hafsteinn bréf frá Framleiðsluráði land búnaðarins þar sem tilkynnt var um niðurgreiðslu á öllum öðr um ostum en þeim sem Osta gerðin framleiddi. Með þessu var stoðunum algerlega kippt undan Osta ­ gerðinni og henni gert ókleift að starfa áfram. Þess má geta að skömmu seinna hóf Mjólkurbú Flóamanna á Selfossi framleiðslu á þessum sömu ostum. Hafsteinn gafst hins vegar ekki upp og hóf rekstur Kjöríss í hús­ næði því sem hann hafði ætlað undir ostagerðina. Hafsteinn var ekki lengi búinn að reka rjómaísgerð­ ina þegar hann fékk bréf frá framleiðsluráðinu. Þar var honum tjáð að ekki væru lengur leyfðar niðurgreiðslur á mjólk og smjöri sem nota ætti til ísgerðar. Hafsteinn neyddist þá til að skipta yfir í jurtaís enda var honum með þessu gert ómögulegt að keppa við Mjólkur­ samsöluna í verði á rjómaís. Þegar upp var staðið reyndist þetta andstreymi líklegast gæfa fyrirtækisins. Mörg um finnst jurtaísinn betri á bragðið og fyrirtækið þurfti á allri útsjónarsemi að halda í baráttunni við Framleiðsluráð landbúnaðarins sem studdi Mjólkursamsöluna. Núna eru mörg stór og meðalstór fyrirtæki í eigu banka og kröfuhafa og njóta forskots á keppinautana sem standa í skilum og hafa ekki fengið skuldir afskrifaðar. Hafsteinn lést eftir að hafa verið forstjóri fyrirtæk­ isins í tuttugu og fjögur ár. Afkomendur hans tóku við keflinu í baráttunni og hefur sonurinn Valdimar stýrt fyrirtækinu síðustu sextán árin. Fyrirtækið er öflugt, vöru­ tegundirnar eru margar, vöruþróunin skýr og fyrir tækið hefur byggt upp traustan fjárhag þótt eng inn ofurgróði sé í þessum iðnaði. Árið 1995 tók EES­samningurinn gildi um frjálsan innflutning á ís til landsins. Margir spáðu því að það yrði banabiti Kjöríss. En fyrirtækið samdi við einn stærsta matvælaframleiðanda heims, Unilever, um dreif ingu á vörum hans á Íslandi – ekki síst til að sinna erlendum ferðamönnum. Vörumerkið Kjörís er hins vegar firnasterkt og hollusta Íslandinga við þetta merki er mikil. Yfir 85% af sölu Kjöríss eru framleidd í Hvera­ gerði. Saga Kjöríss er fyrirmynd þeirra þúsunda fyrirtækja sem núna berjast fyrir lífi sínu vegna skuldavanda, hárra vaxta, síaukinna afskipta ríkisvalds og banka, hækk andi skatta og nýrra byrða sem minnka kaupgetu og draga úr vinnuvilja þjóðarinnar. Á bak við þetta vörumerki er ekki bara gott bragð heldur baráttusaga og krókur á móti bragði þegar reynt var að bregða fæti fyrir fyrirtækið af framleiðsluráði í frumbernsku þess. Markmiðið í þá daga varð aðeins eitt; að lifa af. Á bak við þetta vörumerki er ekki bara gott bragð heldur baráttusaga þegar reynt var að bregða fæti fyrir fyrirtækið af framleiðsluráði í frumbernsku þess. Jón G. Hauksson
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.