Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.2010, Page 7

Frjáls verslun - 01.11.2010, Page 7
Hafðu samband sími 444 7000 • frjalsilif.is Frjálsi lífeyrissjóðurinn hefur verið valinn besti lífeyrissjóður á Íslandi annað árið í röð af fagtímaritinu Investment Pension Europe (IPE). IPE er eitt virtasta fagtímarit Evrópu um lífeyrismál. Árlega veitir tímaritið þeim lífeyrissjóðum verðlaun sem að mati IPE hafa skarað fram úr í sínu heimalandi og í Evrópu. Í umsögn dómnefndar kemur meðal annars fram að eignastýring Frjálsa lífeyrissjóðsins hafi gengið vel þrátt fyrir erfiðar markaðsaðstæður. Jafnframt hafi sjóðurinn aukið gagnsæi í fjárfestingum og eflt samskipti við sjóðfélaga til að upplýsa þá sem best um stöðu sjóðsins. Frjálsi lífeyrissjóðurinn, sem er í rekstri hjá Arion banka, er um 90 milljarðar að stærð og sjóðfélagar eru rúmlega 40.000. Sjóðurinn hentar þeim sem hafa frjálst val um í hvaða lífeyrissjóð þeir greiða 12% lágmarksiðgjald og jafnframt hentar hann þeim sem vilja ávaxta viðbótarlífeyrissparnað sinn. Nánari upplýsingar um Frjálsa lífeyrissjóðinn má fá hjá lífeyrisþjónustu Arion banka í síma 444 7000 eða á frjalsilif.is. Frjálsi lífeyrissjóðurinn valinn besti lífeyrissjóður á Íslandi annað árið í röð

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.