Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.2010, Page 8

Frjáls verslun - 01.11.2010, Page 8
8 F R J Á L S V E R S L U N • 1 1 . T B L . 2 0 1 0 Fundir - Móttökur - Veisluþjónusta Jómfrúin | Lækjargata 4 | 101 Reykjavík | Afgreiðslutími 11-18 | Sími: 55 10 100 | Fax: 55 100 35 | jomfruin@jomfruin.is | www.jomfruin.is EINSTAKAR HERRAVÖRUR • Rakgel án ilmefna sem tryggir áreynslulausan og öruggan rakstur. • Rakagefandi andlitskrem sem róar húðina eftir rakstur. • Ilmefnalaus svitalyktareyðir. Fæst í næsta apóteki. ÁN ILM– OG LITAR– EFNA H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA MYNDIR EFTIR GEIR ÓLAFSSON Fyrst og fremst T TUNGLMYRKVI 21. DESEMBER 2010 Þessar frábæru myndir af tunglmyrkvanum tók Geir Ólafsson, ljósmyndari Frjálsrar verslunar, að morgni þriðju dags­ ins 21. desember; við vetrarsólstöður. Tunglmyrkvinn stóð frá 7:30 til 9:00 samkvæmt vef RÚV. unglmyrkvi nefnist það þegar sól, jörð og tungl mynda beina línu í þessari röð. Þá gengur tunglið inn í skugga jarðar og myrkvast af þeim sökum. Sá sem staddur væri á yfirborði tungls ins sæi myrkvann sem sólmyrkva því að jörðin skyggði þá á sólina frá honum séð. Það er sjaldgæft að tunglmyrkva beri upp á sama tíma og vetrar sólstöður. Í frétt á mbl.is að morgni 21. desember er vitnað í vef Was hington Post sem hefur eftir Geoff Chester, starfsmanni Banda ríkjahers, að tunglmyrkvi og vetrarsólstöður hafi síðast orðið á sama deginum árið 1638, nánar tiltekið 21. desember 1638. Um þetta er þó deilt og hafa ýmis ár verið nefnd eins og 1554. En hér koma þessar frábæru myndir eftir Geir Ólafsson sem hann tók í Breiðholtinu um klukkan átta að morgni. Njótið vel. Milljónir manna um allan heim fylgdust með þegar smátt og smátt tók að skyggja á tunglskífuna. Tunglmyrkvi við vetrarsólstöður; 21. desember 2010, um klukkan átta að morgni. Séð úr Breiðholtinu.

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.