Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.2010, Page 25

Frjáls verslun - 01.11.2010, Page 25
F R J Á L S V E R S L U N • 1 1 . T B L . 2 0 1 0 25 „Það er alltaf eftir minnilegt þegar eytt er miklum tíma í að bíða eftir einhverju augna bliki sem aldrei virðist koma – svo allt í einu kemur augnablikið og þá er biðin þess virði. En eitt sem er mér mjög ofarlega í huga og sker sig úr var þegar öskumökkurinn fór suður fyrir og við keyrðum inn í svarta ­ myrkur á miðjum degi, sáum allt í einu svartan vegg sem við nálg uðumst og síðan var keyrt úr birtunni í myrkrið í einu vetfangi, þetta er eitthvað svo óraunverulegt og gleymist aldrei.“ Eins og Ragnar hefur sagt er langt frá því að þessi fræga myndasería hans frá eldgosinu í Eyjafjallajökli og aðrar myndir sem hann tók af gosinu séu búnar með sín tímamörk í fjölmiðlum. „Ég get nefnt að þeir höfðu samband við mig frá flugvélahreyfladeild Rolls Royce í Englandi og vildu fyrst fá eina mynd af öskunni til að hengja upp í einhverjum sal hjá sér í London en enduðu með að kaupa margar stækk anir og settu upp sýningu sem enn er í gangi. Þá hefur New York Times aftur haft samband við mig til að fá leyfi að birta forsíðu­ myndina í áramótauppgjöri sínu. Vísindatímaritið Nature hafði einnig samband og vill birta mynd í áramótauppgjöri og í sérblaði frá Royal Geographical Society eru myndir af gosinu á átta opnum og svona heldur þetta áfram og þess má geta að bók okkar Ara Trausta Guðmundssonar, Eyjafjallajökull, hefur gengið mjög vel og er fimmta prentun komin í dreifingu og hún hefur verið sérprentuð í Þýskalandi.“ Ragnar er í byrjun janúar aftur á leið til Lapplands til að mynda Íshót elið fræga og hver veit nema sagan endurtaki sig; það fari að gjósa á Íslandi meðan Ragnar er að koma sér fyrir í 40 stiga frosti úti á hjara veraldar. Ljósmynd Ragnars Th. Sigurðs sonar af eldgosinu á Fimmvörðuhálsi birtist á forsíðu National Geographic. Þessa mynd valdi New York Times sem forsíðumynd og fylgdu margir fjölmiðlar í kjölfarið og birtu myndina á forsíðu. „Þótt hægt væri að velja úr mörgum álíka myndum vildu langflestir birta sömu mynd og hafði verið á forsíðu NYT.“ NEW YORK TIMES

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.