Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.2010, Page 46

Frjáls verslun - 01.11.2010, Page 46
46 F R J Á L S V E R S L U N • 1 1 . T B L . 2 0 1 0 TEXTI: KRISTINN JÓN ARNARSON MYNDIR: ÝMSIR Það er hefð í Frjálsri verslun við lok hvers árs að renna yfir sviðið og leita uppi það markverðasta sem í boði hefur verið ár hvert í tækninýjungum. Halda ber í góðar hefðir og því verður árið í ár ekkert frábrugðið. Enda engin ástæða til að sleppa um fjöllun um það nýjasta í tækniheiminum meðan tækni nni fleygir fram, eða hvað? ð vanda leitum við í smiðju tæknitímaritsins PC World, sem hefur tekið saman lista yfir bestu græjurnar í um 30 ár og veit því hvað það syngur í þeim efnum. Frjáls verslun staðfærir listann og lagar að íslenskum að stæð­ um, enda miðast listi PC World við vöruframboð vestanhafs, þar sem ýmsar vörur eru í boði sem ekki fást hér á landi. Því veljum við úr þær vörur sem fást hér innanlands eða er hægt að panta í gegn­ um vefverslanir án teljandi vandræða. Verð sem birt er miðast við skráð verð á vefsíðum íslenskra verslana (og vefslóðin fylgir þá með). Leit ast var við að birta lægsta verð sem fannst við leit á netinu, en þó er ekki hægt að ábyrgjast að varan sé ekki til ódýrari. Ef ekki fannst íslensk vefverslun er verðið gróflega áætlað með gjöldum, tollum og flutn ingskostnaði ef panta þarf vöruna að utan. Ekki er heldur hægt að ábyrgjast neitt með þá útreikninga, enda eru vegir íslenskra tolla yfir­ valda órannsakanlegir þegar tæknivörur eru annars vegar. Fremstar meðal jafn- og ójafningja Á hverju ári prófar ritstjórn PC World ótal tæknivörur af öllum stærð um og gerðum. Sjónvörp, síma, tölvur, rafbækur, geymslumiðla, hug búnað, vefþjónustu, vefforrit, stafrænar myndavélar og vídeó töku vélar, prentara og svo mætti lengi telja. Ef eitthvað er áhugavert í tækniheiminum er það komið inn á borð til PC World – og reyndar berst þangað mjög mikið af alls kyns nýjungum sem eru langt frá því að teljast áhuga verðar. Úr allri hrúgunni velja blaðamenn og ritstjórar PC World sín uppá haldstól og ­tæki og raða þeim í topp 100­lista eftir kúnstarinnar reglum. Við látum duga að birta topp 50 – en listann í heild má finna á vef PC World á slóðinni http://tinyurl.com/27n9mbf. A 1 Snjallsímastýrikerfi Android er græja ársins 2010, enda hefur það farið sigurför um heiminn á árinu. 7

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.