Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.2010, Page 47

Frjáls verslun - 01.11.2010, Page 47
F R J Á L S V E R S L U N • 1 1 . T B L . 2 0 1 0 47 1. GOOGLE ANDROID 2.2 Stýrikerfi fyrir snjallsíma (fylgir með ýmsum snjallsímum, www. android.com). Árið 2010 hefur verið ár snjall­ og farsíma að mati PC World og því er viðeigandi að stýrikerfi fyrir snjallsíma sé valið besta tæknivaran 2010. Android 2.2 frá Google bar af, enda er það flott og þægilegt í notkun, fyrir það hafa verið þróuð öflug og góð forrit og það er nægilega fjölhæft til að hægt sé að nota það á tækjum af ýmsum stærðum og gerðum. Þannig má nota það á símum og töflutölvum frá svo til öllum framleiðendum sem áhuga hafa á að nýta stýrikerfið. Android gefur neytendum þannig val milli framleiðenda öfugt við iOS sem keyrir iPhone­símana frá Apple. Velgengni stýrikerfisins hefur enda verið slík að búist er við að fleiri notendur verði komnir með Android fyrir lok árs heldur en iOS. Við þetta bætist góður vafri sem styður Flash 10.1, raddstýring á öllu stýrikerfinu og ört vaxandi safn forrita. Allt þetta gerir Android 2.2 (sem einnig er þekkt sem Froyo) að snjallsímastýrikerfinu sem aðrir framleiðendur þurfa nú að reyna að velta úr sessi. 2. APPLE IPAD Töflutölva (verð frá 154.900 kr. hjá www.siminn.is eða www.voda­ fone.is). Við erum núna í miðri tæknibyltingu þar sem hand heldar töflutölvur eru í fararbroddi. iPad á alla virðingu skylda sem tækið sem hóf þessa byltingu. Í fjölmörg ár hafa hinir ýmsu fram leiðendur reynt að setja töflutölvur á markaðinn án árangurs, en Apple gerði allt rétt með flottri hönnun (kemur það einhverjum á óvart?), öflugum en um leið einföldum notendaskilum og gríðarlegu magni góðra forrita. 3. AMAZON KINDLE (ÞRIÐJA KYNSLÓÐ) Bókalesari (u.þ.b. 25.000 kr., www.amazon.com). Amazon umbylti bókalesaratækninni með þriðju kynslóð Kindle­bókalesarans. Þessi útgáfa tengist netinu þráðlaust og gerir þannig bókakaup auðveld gegn um netverslanir, auk þess sem E­Ink Pearl­skjárinn er skýr og hönn unin flott og þægileg. Frjáls verslun veit ekki til þess að hægt sé að kaupa Kindle hér á landi, en hingað kominn með tollum, vörugjöldum og aðflutningsgjaldi má áætla að verðið sé í kringum 25.000 krónur. 4. SAMSUNG GALAXY TAB Töflutölva (grunnverð u.þ.b. 70.000 kr. án aðflutningsgjalda. Ath. einnig bindigjöld farsímafyrirtækja). Þessi flotta töflutölva er sú langbesta sem notar Android­stýrikerfið sem PC World hefur prófað. Flottur hugbúnaður og hönnun gerir þetta að mjög nytsamlegri græju – nokkurs konar iPad fyrir þá sem eru ekki innvígðir í Makka­ heim inn. Spurningin er bara hvenær þessi græja verður í boði hér á landi og hvað hún mun þá kosta – enn sem komið er virðist hún ein­ ungis vera í boði með bindingu við farsímafyrirtæki erlendis. 5. SONY ALPHA NEX-5 Stafræn myndavél (114.995 kr. hjá www.budin.is). Þessi fyrsta smámyndavél frá Sony með útskiptanlegri linsu er sú besta sem PC World prófaði á árinu. Ástæðurnar eru m.a. frábær mynd­ og vídeó­ gæði, skemmtilegir eiginleikar sem gera það einstaklega einfalt að taka panorama­myndir eða myndir í lítilli birtu, og að með því að upp færa innbyggðan hugbúnað myndavélarinnar er hægt að taka þrívíddar­ myndir. 6. HP ENVY 14 BEATS EDITION Fartölva (grunnverð sennilega frá um 200.000 krónum, www.hp .com). Envy 14 er ein af flottustu fartölvum ársins. Og með Beats Edition er allt sett í botn fyrir tónlistaráhugamennina með flottri svartri hönnun, rauðri baklýsingu, svörtu krómi og sérstökum Beats­heyrnar tólum. 7. SAMSUNG GALAXY S Snjallsími (109.900 hjá www.vodafone.is og www.siminn.is). Á lista PC World var það strangt til tekið Samsung Epic 4G sem tók þetta sæti. En þar sem það er einungis ein útgáfa Samsung Galaxy S sem einungis fæst hjá einu fyrirtæki á Bandaríkjamarkaði setjum við Evrópubúarnir einfaldlega Galaxy S hér, enda er hann margverðlaunaður, nú síðast af EISA sem snjallsími ársins 2010­2011. Þessi hefur það allt; flottan skjá, 1 GHz örgjörva, hraðan gagna flutning og notar að sjálfsögðu Android­stýrikerfið. Sony Alpha NEX­5 er fyrsta smámyndavél Sony með útskiptanlegri linsu. 5 2 Töflutölvan iPad er sú fyrsta sinnar tegundar sem nær almennum vinsældum.

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.