Frjáls verslun - 01.11.2010, Blaðsíða 48
48 F R J Á L S V E R S L U N • 1 1 . T B L . 2 0 1 0
8. INSTAPAPER
Forrit fyrir síma og önnur smátæki (ókeypis, www.instapaper.
com). Þetta forrit, sem fáanlegt er fyrir fjölmörg mismunandi stýri kerfi
og tæki, tekur saman texta og myndir af vefsíðum og sendir í far símann
eða handtölvuna, þannig að auðvelt er að lesa síðar þegar maður hefur
tíma til. Þegar maður finnur athyglisverða grein á netinu og er með
vafra viðbót Instapaper uppsetta smellir maður einfaldlega á „Lesa síðar“
og þá gerir vafrinn greinina aðgengilega á auðlæsilegu formi í sím anum
eða handtölvunni.
9. MICROSOFT SECURITY ESSENTIALS
Veiruvarnarbúnaður (ókeypis, www.microsoft.com/security_ess
en tials). Þegar Microsoft hefur innreið á einhvern markað er eftir því
tekið. Og þegar vara fyrirtækisins er jafnskotheld og þessi verður bylt
ing á markaðnum. Þessi veiruvarnarbúnaður býður upp á allt sem
hefðbundinn notandi þarfnast; öflug veirugreiningartól í einum
pakka með einföld notendaskil sem auðvelt er að læra á – og hann er
ekki stöðugt að trufla mann með skilaboðum.
10. APPLE IPHONE 4
Snjallsími (frá 139.990 kr. á www.epli.is). Þrátt fyrir efasemdir í
upphafi hefur þessi nýjasti iPhonesími reynst vera flottur, aðlaðandi
og með fjölmörgum nýjungum sem keppinautarnir þurfa að eltast
við að herma eftir. Hönnunin er fyrsta flokks, hugbúnaðurinn fjöl
breytt ur og skjágæðin frábær – allt eins og lög gera ráð fyrir.
11. GOOGLE CHROME
Netvafri (ókeypis, www.google.com/chrome). Toppurinn í vafra
deild inni að mati PC world er Google Chrome, hraðvirkur og vel
hannaður með hrein og þægileg notendaskil. Hann styður fjölmargar
vafra viðbætur og öryggiseiginleikar vafrans eru sterkir. Til viðbótar
er Chrome með mjög fjölbreytta eiginleika fyrir þá sem vilja sérsníða
vafr ann sem mest.
12. HTC HD7
Snjallsími (129.990 kr. hjá www.buy.is). Það er enn of snemmt að
dæma um velgengni Windows Phone 7stýrikerfisins frá Microsoft,
en HTC HD7, sem notar það, er mjög flottur og öflugur snjallsími.
Hann er með 4,3 tommu WVGA skjá, 16 GB minni, Xbox Live
tengingu og Zunetónlistarspilarann, sem gera hann einstaklega öfl
ugan í afþreyinguna.
13. CRUCIAL REALSSD C300
Gagnageymsla (verð frá 47.900 kr. hjá www.tolvutaekni.is). Þessi
SSD (Solid State Drive) gagnageymsla er sú fyrsta sinnar tegundar sem
PC World hefur prófað sem styður 6gígabitaásekúndu SATA – sem
þýðir á mannamáli að gögnin eru skrifuð hraðar en hefðbundið er.
Auk hraðans stóðst gagnageymslan öll önnur próf PC World með
toppeinkunn. Hægt er að fá þessa í bæði 128 GB og 256 GB útgáfu.
14. BLIZZARD ENTERTAINMENT STARCRAFT II
Tölvuleikur (8.995 kr. hjá www.elko.is). Hér er komið framhald
af hinum gríðarvinsæla herkænskuleik frá 1998 og tólf ára bið var vel
þess virði – Starcraft veldur engum vonbrigðum.
15. PANASONIC LUMIX DMC-LX5
Stafræn myndavél (99.995 kr. hjá www.ht.is). DMCLX5 fer fyrst
að skila sínu þegar hún er tekin úr „Auto“ og sett á „Manual“, því þar
býður hún ofursnöggan autofókus, frábær vídeógæði og macrostillingu
sem leyfir manni næstum að snerta myndefnið með linsunni. Til viðbótar
má nefna bjarta f/2.0linsu og mikil myndgæði við litla birtu.
16. MICROSOFT OFFICE 2010
Skrifstofuhugbúnaður (frá 19.900 kr., hjá www.ok.is). Eftir að hafa
árum saman gefið Google Docs eftir markaðinn fyrir skrifstofuhugbúnað
á netinu byggir Microsoft loksins vefútgáfur helstu forritanna inn í nýj
asta Officepakkann. Word, Excel og PowerPoint eru nú öll með nýj um
eigin leikum til að vinna í skjölunum með öðrum á netinu. Þar að auki er
PowerPoint nú með innbyggt tól til að spila og vinna með mynd bönd,
flottar nýjar skiptingar milli glæra og þægilegt tól til að spila glæru
sýningar á netinu.
17. WESTERN DIGITAL WD TV LIVE
Margmiðlunarspilari (29.900 kr. www.netverslun.is). Þessi smáa en
9
Með útgáfu Security Essentials tók
Microsoft veiruvarnarbransann
með trompi.
13
Crucial RealSSD C300
er hraðvirkari en helstu
keppinautarnir.
14
Við biðum lengi eftir Starcraft
II, en hann sveik ekki þá loksins
hann kom.