Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.2010, Qupperneq 50

Frjáls verslun - 01.11.2010, Qupperneq 50
50 F R J Á L S V E R S L U N • 1 1 . T B L . 2 0 1 0 28. AMD PHENOM II X6 1090T Örgjörvi (36.900 kr. hjá www.tolvutaekni.is). Þetta er kannski ekki hraðvirkasti sex kjarna örgjörvi á markaðnum, en verðið er umtalsvert lægra en hjá keppinautunum. Það þýðir að sex kjarna tæknin er að verða aðgengileg almúganum. 29. LIVESCRIBE ECHO SMARTPEN Jaðartæki (Verð frá u.þ.b. 25.000 kr., www.livescribe.com). Þetta flotta eintak af annarri kynslóð snjallpenna samtvinnar hljóðupptökur og handskrifaða minnispunkta þannig að notandinn getur hlustað á upptökuna á þeim tímapunkti sem orð var skrifað með því að smella á viðkomandi orð með pennaoddinum. Ný staðsetning á USB­tenginu gerir kleift að nota pennann sem inntakstæki fyrir tölvu þegar hann er tengdur. 30. GOOGLE GMAIL Vefþjónusta (ókeypis, www.gmail.com). Flottir nýir eiginleikar á borð við forgangsinnhólf, sem flokkar tölvupóstinn í forgangsröð með tilliti til fyrri hegðunar notanda við lestur og flokkun tölvupósts, styrkja enn frekar þessa öflugu tölvupóstþjónustu. Þar að auki verða spjall eiginleikarnir sífellt betri. 31. WESTERN DIGITAL MY BOOK ESSENTIAL Harður diskur (25.990 kr. hjá www.buy.is). Þeir sem þurfa mikið pláss á einum utanáliggjandi hörðum diski fá sínar óskir uppfylltar hér. 1,5 TB af geymsluplássi ætti að duga fyrir svo til alla en ef ekki, þá er til 3 TB­útgáfa af þessum diski, sem reyndar er ekki enn farin að dúkka upp hjá íslenskum netverslunum. 32. CLICKFREE NETWORK CN2 Afritunarstöð (ca. 30.000 kr. fyrir 500 GB, www.clickfree.com). Þessari afritunarstöð fylgir hugbúnaður sem gerir það einstaklega þægilegt að taka öryggisafrit af mörgum tölvum í gegnum þráðlausa nettengingu. 33. FLIPBOARD Forrit fyrir handtölvur (ókeypis, www.flipboard.com). Þetta iPad­forrit breytir Facebook­ og Twitter­straumum notandans jafn­ óð um í nokkurs konar sérsniðið tímarit. Með Flipboard flettir maður í gegnum myndir, myndbönd og gullkorn vina sinna en getur einnig valið innbyggð söfn Flipboard af gagnastraumum frá vinsælum vef­ svæðum. 34. PANASONIC HDC-SDT750 Vídeótökuvél (verð um 300.000 kr., www.panasonic.com). Vantar þig þrívíddarmyndefni fyrir nýja þrívíddarsjónvarpið þitt? Hvers vegna ekki að búa það til sjálfur? Með HDC­SDT750 fylgir laus 3D­linsa sem má festa á f/1.5, 12X­optical­zoom Leica­linsu vélarinnar. Þar með er hún fyrsta 3D­vídeóvélin á neytendamarkaði. Án 3D­linsunnar tekur vélin svo hefðbundnar 1080p vídeómyndir, 60 ramma á sekúndu. 35. HANDCENT SMS Farsímaforrit (ókeypis, www.hancent.com). Næst þegar iPhone­ notandi gerir grín að því hvernig Android­síminn þinn ræður við grunnverkefni farsíma á borð við að senda SMS og taka á móti þeim skaltu sýna honum Handcent SMS. Það er auðstillanlegt og þægilegt í notkun auk þess að vera framar langflestum öðrum SMS­forritum þegar kemur að nytsamlegum eiginleikum. 36. XMIND Hugbúnaður (ókeypis, www.xmind.net). Ef þið viljið beita hug­ korta gerð við verkefnastýringu og annað utanumhald ykkar frábæru hug mynda eru tveir meginkostir í stöðunni: Að borga ríflega 40.000 krónur fyrir öflugasta tólið, Mindmanager frá Mindjet, eða borga ekkert fyrir ókeypis útgáfuna af Xmind. Hún er með alla helstu grunn­ eiginleika og virkar á Windows, Mac og Linux. 37. PC TOOLS INTERNET SECURITY 2011 Öryggishugbúnaður (u.þ.b. 5.750 kr. fyrir þriggja tölvu ársleyfi, www.pctools.com/internet­security). Verðið á þessum öryggis hug­ búnaðarpakka er mjög sanngjarnt miðað við hversu vel hann stóð sig í prófunum PC World á því hvernig hann varðist allra handa tölvu­ óværu. 38. SEAGATE MOMENTUS XT Harður diskur (26.900 kr. hjá www.tolvutaekni.is). Þessi 7200 ­snún­ inga, 2,5­tommu innværi harði diskur fyrir fartölvur getur vistað 500 GB af gögnum. Forskot hans á keppinautana felst hins vegar í innbyggðu 4GB flash­hraðminni, sem gerir hann miklu hrað virk ari en hefðbundna harða diska. 29 Með Livescribe Echo Smartpen skrifar notandinn minnispunkta og tekur upp hljóð í leiðinni. 34 Panasonic HDC­SDT750 er fyrsta þrívíddarvídeóvélin á neytendamarkaði. 31 Þarftu geymslupláss? Þá er Western Digital My Book Essential svarið, með allt að 3 TB minni. 36 Með ókeypis hugbúnaðinum Xmind má búa til hugkort á einfaldan hátt.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.