Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.2010, Page 57

Frjáls verslun - 01.11.2010, Page 57
F R J Á L S V E R S L U N • 1 1 . T B L . 2 0 1 0 57 Segja má að markverðir Breiðabliks séu í öruggum höndum, þar sem þeir hafa markvarðaþjálfarann Ólaf Pétursson sér til halds og trausts. Ólafur er einnig markvarðaþjálfari kvennaliðs Vals þannig að hann er sigursæll. Breiðablik varð bikarmeistari 2009, en þá varð Valsliðið einnig bikarmeistari. Breiðablik varð Íslandsmeistari 2010, en þá varð Valsliðið einnig Íslands meistari. Í ÖRUGGUM HÖNDUM Jökull Elísabetarson með mömmu. ÁRANGUR BREIÐABLIKS SUMARIÐ 2010 Ingvar Þór Kale ásamt dóttur sinni. • Mfl. karla. Íslandsmeistari • 2. fl. kvenna. Bikarmeistari • 3. fl. karla. Tvö A-lið. Annað Íslandsmeistari og hitt • bikar meistari (sem er einstakt afrek) • 4. fl. karla. Íslandsmeistari • 4. fl. kvenna. Íslandsmeistari. A- og B-lið • 5. fl. kvenna. Íslandsmeistari A-, B- og C-lið Eflaust finnst sumum ekki raunhæft að bera nútíma knatt spyrnu sam­ an við það sem var upp á teningnum á öðrum áratug síðustu aldar – fyrir níutíu til hundrað árum. En svona er tölfræðin. Með Blikum leikur hópur leikmanna sem eru komnir í hóp bestu knattspyrnumanna Íslands, og eiga eftir að kom ast í þann hóp. Þetta eru m.a. þeir Elvar Freyr Helgason (21 árs), Guðmundur Kristjánsson (21 árs), Kristinn Jóns son (20 ára), Haukur Baldvinsson (20 ára), Kristinn Stein dórsson (20 ára), Arnór Sveinn Aðalsteinsson (24 ára), Finnur Orri Margeirsson (19 ára), Andri Rafn Yeo man (18 ára) og Tómas Óli Garðarsson (17 ára). Sigur Breiðabliks á Íslandsmótinu 2010 var ekki aðeins sigur Blika heldur einnig sigur fyrir þau félög sem leggja mikla rækt við ung­ lingastarf sitt, eins og Breiðablik gerir. Sigur Kópavogsbúa. „Gott að búa í Kópavogi“ Það eru 39 ár síðan Breiðablik lék fyrst í efstu deild karla í knattspyrnu, 1971. Þá voru aðstæður ekki góðar í Kópavogi – ekki til löglegur völlur. Leikið var á möl á Vallar gerðisvellinum, sem var of lítill og aðstaða fyrir

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.